Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ruthless People 1986

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Barbara Stone has just been kidnapped by K-Mart, and what she doesn't know won't hurt her.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 78
/100
Danny De Vito var tilnefndur til Golden Globe fyrir bestan leik í gamanmynd.

Sam Stone er fataframleiðandi, og kvæntist Barböru, til að komast yfir peninga sem hún átti að erfa eftir dauðvona föður sinn, en faðir hennar dó hinsvegar ekki fyrr en 15 árum eftir hjónabandið. Stone undirbýr nú morð á eiginkonunni og segir kærustunni Carol hverjar fyrirætlanir hans eru. Á leiðinni heim þar sem hann ætlar að koma konunni fyrir kattarnef,... Lesa meira

Sam Stone er fataframleiðandi, og kvæntist Barböru, til að komast yfir peninga sem hún átti að erfa eftir dauðvona föður sinn, en faðir hennar dó hinsvegar ekki fyrr en 15 árum eftir hjónabandið. Stone undirbýr nú morð á eiginkonunni og segir kærustunni Carol hverjar fyrirætlanir hans eru. Á leiðinni heim þar sem hann ætlar að koma konunni fyrir kattarnef, þá er hún ekki heima. Hann fær símtal frá einhverjum sem segist hafa rænt henni og hótar að drepa hana ef Stone dirfist að hringja í lögregluna. Stone hringir að sjálfsögðu beint í lögregluna, í þeirri von að mannræningjarnir geri honum þann greiða að kála konunni. Það sem Stone veit ekki er að mannræningjarnir, Ken og Sandy, eru ekki mjög harðsvíruð, og í raun er Barbara mun illskeyttari en mannræningjarnir, sem eru að gera þetta af því að Stone stal hönnun þeirra og mokgræddi á öllu saman. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er bráðskemmtileg mynd. Eðlilegasta mynd Jim Abrahams og David Sucker, það er að segja ekki verið að spoofa aðrar myndir.
Danny er búinn að fá nóg af konunni sinni og æltar að láta ganga frá henni þegar henni er rænt og ræningjarnir heimta lausnar gjald. Danny sér þetta sem tækifæri til að losna við hana í eiit skipti fyrir öll.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

DeVito leikur mann sem hefur fengið nóg af eiginkonu sinni og verður því ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar henni er rænt af vonlausum mannræningjum. Fín afþreying en ekki vera að búast við miklu af henni. Bill Pullman sem fjárkúgari er frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn