Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

A Simple Plan 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. desember 1999

They've worked hard all their lives, but they still can't afford the American Dream. Stealing it is even better.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Þrír ólíkir menn finna flak af flugvél inni í skógi á aðfangadag, inni í flakinu finna þeir látinn flugmann og 4,4 milljón Bandaríkjadali í peningum. Þeir ákveða að geyma peningana fram á vor og sjá hvort einhver vitjar þeirra þangað til. Ef enginn kemur ætla þeir að skipta fengnum á milli sín og flytja burt úr bænum. Þangað til sverja þeir að... Lesa meira

Þrír ólíkir menn finna flak af flugvél inni í skógi á aðfangadag, inni í flakinu finna þeir látinn flugmann og 4,4 milljón Bandaríkjadali í peningum. Þeir ákveða að geyma peningana fram á vor og sjá hvort einhver vitjar þeirra þangað til. Ef enginn kemur ætla þeir að skipta fengnum á milli sín og flytja burt úr bænum. Þangað til sverja þeir að halda málinu leyndu. En leyndarmál sem þetta er erfitt að halda og brátt er allt komið í bál og brand á milli félaganna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ágætis skemmtun. Fjallar um það hve menn geta gengið langt fyrir peninga. Mjög stýlísk mynd veðurfarslega séð og þá er ég að meina að snjór er hér verulega áberandi, mikil áhersla er lögð á að myndin á að gerast að vetri til. Aldrei þessu vant er Bill Paxton mjög góður í hlutverki sínu en mér fannst Billy Bob Thornton hins vegar ekki alveg nógu sannfærandi sem....hvað átti hann að vera? Geðfatlaður? En jæja, af mynd að vera sem er ekki spennumynd þá fannst mér hún svona örlítið spennandi og jafnvel myrk bara. A simple plan er því góð mynd en samt ekki nærri því eins mikil snilld og flestir virðast vilja meina. Ha? Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er einkar vel leikin. Ég sá hana reyndar fyrir 5 mánuðum síðan. Mjög raunveruleg og mjög sannfærandi, einmitt það sem vantar í Kanann. Ég hef ekkert nema gott um þessa mynd að segja og gef henni því mína hæstu einkunn. A.T.H. Þessi mynd er drama, þetta er ekki spennumynd ef einhverjum hefði dottið það í hug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrælgóð mynd í alla staði. Sýnir öllum að ekki borgar sig að slá eign sinni á annara manna peninga. Allir leikarar standa sig vel í þessari mynd. Fonda sýnir þrælsterkan leik, langt síðan hún hefur staðið sig jafnvel. Meiri segja Paxton stendur sig, sem er ekki oft. Ein af betri myndum sem ég hef séð lengi, mæli með henni við alla unnendur góðra kvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tveir treggáfaðir vinir og háskólagenginn bróðir annars þeirra finna fyrir tilviljun flak af lítilli flugvél í afskekktu skóglendi, sem enginn virðist vita neitt um, því það er á kafi í snjó og lík flugmannsins er enn um borð. Þegar þeir svo finna 4.500.000 um borð í flakinu, verða þeir ásáttir um að þegja yfir fundinum og stinga peningunum undan, enda sennilega hvort sem er illa fengnir og ógjörningur að rekja þá til þeirra. Háskólamenntaði bróðirinn setur þó það skilyrði, að peningarnir verði geymdir í fórum hans fram á vor til að sjá hvort nokkur muni vitja þeirra. Ef það gerist ekki, ætla þeir að skipta fengnum og flytja á fjarlægar slóðir þar sem enginn þekkir til þeirra og þeir geta lifað í vellystingum það sem eftir er. Sú bið reynist vinunum þó þrautin þyngri og áður en varir sýður upp úr á milli þeirra. Þetta er mjög góð og vel leikin spennumynd, þar sem áherslan er öðru fremur lögð á sérstæða persónusköpun og mannleg samskipti. Slík efnistök eru vandmeðfarin, en ganga fullkomlega upp í þessu tilfelli. Billy Bob Thornton er sérstaklega eftirminnilegur í hlutverki treggáfaða bróðurins, en persónutúlkanir hans hafa svo sannarlega verið fjölbreyttar á litríkum leikferli hans. Ákvörðun gáfaðri bróðurins að treysta á þagmælsku vinanna kann reyndar að virðast langsótt, en í ljósi skyldleika þeirra er hún kannski ekki svo undarleg eftir allt saman. Boðskapur myndarinnar er í stuttu máli sá, að óheilindi borga sig ekki, hversu smávægileg sem þau kunna að virðast í fyrstu. Lygi elur alltaf af sér lygi og glæpur enn verri glæp. Sömuleiðis eru kvennaráð bæði köld og lánlaus.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Allir þeir sem séð hafa "A Simple Plan" eru nær undantekningalaust sammála um að þessi frábæra mynd sé ein af þeim betri sem gerðar voru á síðasta ári. Þetta er magnaður sálfræðitryllir sem nístir inn að beini í fleiri en einni merkingu, frábærlega skrifaður og einstaklega vel leikinn. Leikstjóri hennar er Sam Raimi en með aðalhlutverkin fara þau Bill Paxton, Billy Bob Thornton, Bridget Fonda og Brent Briscoe. Þeir Hank og Jacob (Paxton og Thornton) eru bræður en þó má segja að það eina sem þeir eigi sameiginlegt sé ættarnafnið. Þeir búa í afskekktum bæ í Minnesota þar sem Hank rekur verslun af miklum myndarskap á meðan bróðir hans er atvinnulaus og hálfgerður slóði sem hefur látið alla drauma sína um betra líf fara viðnámslaust í vaskinn. Dag einn rekast þeir bræður ásamt félaga sínum Lou á flak flugvélar sem hrapað hefur í snævi þöktu fjalllendi. Þegar þeir rannsaka flakið finna þeir lík flugmannsins og tösku sem reynist innihalda 4 milljónir dollara í reiðufé. Þótt þeir geri sér grein fyrir að einhver hljóti að eiga þessa peninga ákveða þeir að taka þá og sammælast um að geyma þá þangað til yfirvöld finna flakið og málið er gengið yfir. En þessi ráðagerð reynist engan veginn svo einföld í framkvæmd og brátt taka mennirnir þrír að gruna hver annan um græsku. Þær grunsemdir fá byr undir báða vængi þegar maður frá FBI kemur í bæinn og tekur að spyrjast fyrir um týnda flugvél. Eitt leiðir af öðru og áður en yfir lýkur taka málin heldur betur óvænta og alvarlega stefnu. Að öllum öðrum ólöstuðum sem fara á kostum í þessari frábæru mynd þá vinnur Billy Bob Thornton hér einn af sínum stærstu leiksigrum, enda var hann tilnefndur til óskarsverðlaunanna árið 1998 fyrir besta leik í aukahlutverki karla, hann er hreint ógleymanlegur. Það sama má segja um Bill Paxton og Bridget Fonda. Handritið er stórfenglegt, enda var það tilnefnt til óskarsverðlauna 1998. Góð kvikmynd sem vert er að mæla með. Alls ekki missa af þessari litlu perlu!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn