Náðu í appið
The Quick and the Dead

The Quick and the Dead (1995)

"You can't ignore her. You can't beat her. You can't resist her. You can't win..."

1 klst 47 mín1995

Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin.

Rotten Tomatoes62%
Metacritic49
Deila:
The Quick and the Dead - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin. Stuttu eftir að hún kemur í bæinn, er prestinum í bænum, Cort, hent í gegnum kráardyrnar um leið og bæjarbúar eru að skrá sig í skotkeppni. Í boði eru há peningaverðlaun og eina reglan er sú að maður eigi að fylgja reglunum sem upphafsmaður keppninnar, Herod, setti. Herod er einnig aðalmaðurinn í bænum og stjórnar þar öllu. Svo virðist sem hann hafi sett upp þessa skotkeppni til að presturinn ( sem var eitt sinn útlagi í liði með Herod ) þurfi að taka aftur fram byssubeltið og keppa. Cort hinsvegar harðneitar að nota byssu aftur og drepa fólk, en Herod, sem veit að Cort er besti byssumaðurinn í bænum, er staðráðinn í að fá hann til að skipta um skoðun, jafnvel þó að það kosti það að einhver láti lífið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (3)

Þessi mynd er eitt það almesta drasl sem ég hef á minni fulllöngu ævi augum barið. Sharon Stone leikur einhverja kúaglyðru sem ætlar að drepa Gene Hackman-karakterinn til að hefna fyrir p...

Hinn kraftmikli leikstjóri Sam Raimi sýndi það með sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Evil Dead, að hann er algjör snillingur með myndavélina þar sem hann lætur hana leika lausum hala og ma...

Framleiðendur

TriStar PicturesUS
Japan Satellite BroadcastingJP
IndieProd Company ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Sharon Stone tilnefnd til Saturn verðlaunanna.