Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Twister 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. september 1996

Don't Breathe. Don't Look Back.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóð og tæknibrellur.

Myndin, sem gerist í miðríkjum Bandaríkjanna, fjallar um hópa af vísindamönnum sem hafa það að atvinnu að elta skýstrokka og safna upplýsingum um hegðan þeirra. Skýstrokkar verða til þegar mjög kalt loft mætir heitu lofti og þess vegna eru aðstæður fyrir þá ákjósanlegar í miðríkjum Bandaríkjanna. Síðla vors er þegar orðið mjög heitt í Mexíkóflóanum... Lesa meira

Myndin, sem gerist í miðríkjum Bandaríkjanna, fjallar um hópa af vísindamönnum sem hafa það að atvinnu að elta skýstrokka og safna upplýsingum um hegðan þeirra. Skýstrokkar verða til þegar mjög kalt loft mætir heitu lofti og þess vegna eru aðstæður fyrir þá ákjósanlegar í miðríkjum Bandaríkjanna. Síðla vors er þegar orðið mjög heitt í Mexíkóflóanum en mjög kalt í Kanada. Vegna stöðu Klettafjallanna í landslaginu berst kalt loft suður og austur yfir Bandaríkin og mætir það heita loftinu yfir miðríkjunum á svæði sem stundum er kallað "Sund skýstrokkanna". Þegar fréttir berast af stærsta skýstrokki sem komið hefur í Oklahoma í nær hálfa öld setja vísindamenn sig í stellingar með tæki og tól tilbúnir að leggja líf og limi í hættu til að safna upplýsingum um strokkinn. Tveir hópar keppinauta hafa hvor um sig hannað búnað til að senda inn í skýstrokkinn. Búnaðurinn safnar tölulegum upplýsingum um hegðan strokksins og sendir í tölvubúnað á jörðu niðri. Þess hóps vísindamanna, sem tekst að koma búnaðinum inn í þennan stærsta skýstrokk aldarinnar, verður minnst í sögubókum og hlýtur virðingu innan veðurfræðinnar um allan heim, því engum hefur tekist það fyrr. Það er því til mikils að vinna og báðir þessir hópar vísindaofurhuga eru tilbúnir að leggja allt undir því þeir ætla sér sigur yfir skýstrokkunum svo og öðrum vísindamönnum. Eltingaleikurinn er hafinn en barátta við skýstrokka er ekkert gamanmál því þeir eru óútreiknanlegir, hlífa engum og gereyða öllu sem þeir snerta.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er svo uppfull af tæknibrellum að aðstendendur myndarinnar virðast hafa gleymt söguþræðinum. Meðan ég horfði á hvirfilbylina þeyta beljum út um allar trissur, varð ég svo ruglaður að ég steingleymdi að fylgjast með um hvað myndin fjallaði. Smám saman, er ég byrjaði að reyna á heilann, áttaði ég mig á því hvers slags rugl og vitleysa þessi mynd er. Eini góði leikarinn í myndinni er hvirfilbylurinn, ekkert annað skipti máli. Vonandi verður aldrei gert framhald af þessari mynd, þó svo ég efist stórlega um að minni gæðum verði náð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leikstjórinn Jan De Bont sem sló heldur betur í gegn með mynd sinni Speed 1994, er hér mættur til leiks á ný með meiriháttar skemmtilega stórspennumynd þar sem tæknilið undir handleiðslu Stevens Spielberg fer á kostum og sýnir svo um munar hvað hægt er að gera þegar kvikmyndabrellur eru annars vegar. Myndin segir frá hópi vísindamanna sem lifa hreinlega fyrir það eitt að komast að leyndardómum skýstrókanna sem myndast stundum við ákveðin skilyrði og geta verið svo öflugir að þeir rífa upp heilan smábæ rétt eins og um pappírsnifsi væri að ræða. Veðurfræðingarnir Bill og Jo "Bill Paxton og Helen Hunt" hafa um árabil eltst við það veðurfyrirbrigði sem nefnist skýstrókur eða Twister og eru allra manna fróðust um þá ásamt aðstoðarfólki sínu. Samt sem áður er lítið annað vitað um þessa stróka annað en að þeir þeim má skipta í fimm kraftstig og að þeir eru jafn óútreiknanlegir og þeir eru óvæntir. Eina færa leiðin til að komast að því í raun hvaðan strókarnir fá kraft sinn er að standa inni í miðju þeirra og gera mælingar. Það er hins vegar ekki framkvæmanlegt þar sem enginn leið er fyrir nokkurn mann að komast lifandi inn í miðju strókanna og því síður út úr þeim aftur. Þau Bill og Jo hafa því smíðað vél sem ætlað er að gera þessar mælingar. Vandamálið er að eina leiðin til að vélin geti unnið eins og til er ætlast er að koma henni inn í einhvern strókinn. Hún þarf því að verða á vegi hans. Það er hins vegar hægara sagt en gert því strókarnir eru sífellt að breyta um stefnu og enginn getur vitað fyrirfram hvar þeir fara yfir. Eina færa leiðin er því að komast eins nálægt strókunum eins og kostur er án þess að þeir grípi mann og hreinlega kasta vélinni inn í þá. Þetta er sko brjálæðisleg hugmynd, en gengur hún upp? Eltingarleikurinn mikli er hafinn!!! Góð og vönduð mynd sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með. Góðar tæknibrellur, góður leikur og vönduð leikstjórn er hennar aðall.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn