Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Speed 2: Cruise Control 1997

Justwatch

Frumsýnd: 15. ágúst 1997

Rush hour hits the water.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 4% Critics
The Movies database einkunn 23
/100

Annie og kærasti hennar, lögreglumaðurinn Alex, ákveða að bregða sér í rómantíska sjóferð saman. Þegar þau eru komin út á sjó þá er einn úrillur farþegi um borð, tölvuséni að nafni Giger, sem tekur alla stjórn á skipinu. Alex verður nú að koma í veg fyrir ill áform Giger, og koma öllum um borð heilum á húfi aftur í land, en getur hann snúið... Lesa meira

Annie og kærasti hennar, lögreglumaðurinn Alex, ákveða að bregða sér í rómantíska sjóferð saman. Þegar þau eru komin út á sjó þá er einn úrillur farþegi um borð, tölvuséni að nafni Giger, sem tekur alla stjórn á skipinu. Alex verður nú að koma í veg fyrir ill áform Giger, og koma öllum um borð heilum á húfi aftur í land, en getur hann snúið á mann sem getur stjórnað heilu skipi með lyklaborði tölvunnar einu saman?... minna

Aðalleikarar


Þvílíkt og annað eins. Eftir að Jan De Bont kom með Speed, sem er ein af hans betri verkum, ákvað hann að koma með framhald. Það hljómaði spennandi þá, en virkaði myndin? NEI, ENGANN VEGINN. Handritið er mjög lélegt, spennan í myndinni er ógnæfilega óþolandi, leikur hjá öllum leikurum virkilega slæmur(sem kom mér á óvart, miðað við hve góðir leikarar eru hér), leikstjórn glötuð og allt annað hörmung. Þessi mynd er gott dæmi um það að framhaldið er verra en forverinn. Falleinkunn hér á bæ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Speed 2 er eitt af þeim verstu framhaldmyndum allra tíma. Hún gæti allvegeins bara heitið Cruise Control því að hún kemur Speed ekkkert við. 1.Keanu Reeves er ekki með(Sandra Bullock er með enn hún leikur alltaf sömu týpuna í öllum hennar myndum svo það skiftir ekki máli) 2.Þau eru ekki á neinum hraða og 3.Speed var góð en Speed 2 er LÉLEG!!! Gef henni eingar stjörnur og það eru öruglega margir sem eru samm´la stigagjöf minni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Speed varð jú svo feykivinsæl að ekki var annað hægt en að gera framhald. Þó svo aðalleikari, og þar með aðalpersóna, fyrri myndarinnar væri ekki með var jú samt slegið til og útkoman engan veginn og ekki á nokkurn hátt nándarnærri í líkingu við forverann.

Það er svotil bara hinn bráðskemmtilegi ofleikur Willem Dafoe sem færir myndinni þessa einu og hálfa stjörnu, restin er ekki til að tala um.

Við getum verið viss um að Speed 3 verður aldrei gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd á flesta staði en endirinn er endalaus því einn climax fer ofan á annan og so on. Handritið hefur galla, leikurinn er góður enn ég er þreyttur á Bullock. Ef ég hefði stjórnað einhverju hefði ég nefnt myndina bara Cruise Control eða eithvað þannig bara ekki sem framhaldsmynd á Speed. Lesið þetta: Munið þegar olíu skipið springur þá getur maður séð kú fjúka með eldinum efst til hægri. Meiri upplýsingar á www.yahoo.com og svo á www.moviemistakes.com.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Speed II er álíka vond eins og fyrri myndin reyndist góð. Í þessu tilfelli æðir skemmtiferðaskip yfir allt og alla meðan Jason Patrick reynir hvað hann getur að bjarga málunum, en Sandra Bullock flækist bara fyrir með sífelldu nöldri og enginn virðist láta það á sig fá þótt fjöldi manns láti lífið. Ég hef svo sem aldrei hrifist af leikhæfileikum Keanu Reeves, en í samanburði við Patrick tel ég hann snilling. Bullock er auk þess aldrei þessu vant með öllu óþolandi í hlutverki sínu, en það helgast sjálfsagt fyrst og fremst af leikstjórninni og handritinu, sem er alveg misheppnað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn