Aðalleikarar
Leikstjórn
Frábær leikur, meðalgott handrit
Alveg sama þótt að Brothers sé næstum því gallalaus hvað frammistöður varða, þá er þetta samt klisjukennd, viðburðarlítil sápuópera með fáeinum kröftugum senum inn á milli. Myndin er alls ekki leiðinleg og stundum er hún meira að segja mjög grípandi í þeim senum þar sem mikil spenna myndast á milli persónanna. Samt kemst ég ekki yfir það hvað niðurstaðan er auðgleymd ef maður hugsar út í söguna en ekki leikaranna. Mér líður eins og ég hafi séð þetta allt áður og þetta kemur frá einhverjum sem hefur heldur EKKI séð upprunalegu dönsku myndina (sem mér skilst að sé nánast alveg eins).
Tobey Maguire, Jake Gyllenhaal og Natalie Portman gjörsamlega eiga þessa mynd, þótt það sé Maguire sem fær langerfiðasta hlutverkið. Öll þrjú eru ólík og þeim tekst alveg svakalega vel að bjarga ofsalega þurru handriti þar sem alltof lítið er að gerast. Það er heldur engin umhyggja fyrir aukapersónunum, alveg sama hversu mikilvægar þær eru. Í staðinn eru þær bara litlausar staðalímyndir. Carey Mulligan (An Education) fær t.d. mjög mikilvægt aukahlutverk en rétt lætur sjá sig í örstutta stund, Sam Shepard fær hið ofurtýpíska hlutverk pabbans með áfengisvandann sem aldrei er hægt að þóknast og hæfileikum hins fjölhæfa Clifton Collins Jr. er sóað nánast jafn mikið hér og í Boondock Saints II. Litlu stelpurnar, sem léku dætur Portmans og Maguire, voru aftur á móti ótrúlega góðar.
Eins og ég tók fram þá virkuðu ýmsar senur mjög vel og náðu óþægindatilfinningunni glæsilega. Þunginn var samt ekki til staðar og í lokasenunum fann ég aldrei fyrir dramanu og varð þess vegna fyrir miklum vonbrigðum með endinn. Ég tók að sjálfsögðu eftir því hvað Maguire lék frábærlega, en eitthvað vantaði upp á leikstjórnina. Auk þess er ég enn á þeirri skoðun um að Maguire sé einhver teprulegasti leikari sem er starfandi núna í Hollywood. Hann er alltaf jafn hæfileikaríkur (ég mæli sérstaklega með honum í Wonder Boys og Pleasantville), en að taka hann alvarlega sem truflaðan hermann var ég ekki alveg nógu viss um. Að sjá hann sturlast úr reiði er eins og að horfa á pirraðan ungling. Ég hefði frekar keypt Gyllenhaal í því hlutverki. Hann lítur líka meira út fyrir að vera eldri bróðirinn, þrátt fyrir að vera yngri.
Ef það er satt að Brothers sé næstum því beint afrit af frummyndinni, þá hef ég ennþá minna álit á henni. Myndin er prýðis æfing fyrir leikaranna til að sýna hvað í þeim býr en þeir áttu hiklaust betri mynd skilið heldur en þetta.
6/10 - Rétt snertir sexuna.
Alveg sama þótt að Brothers sé næstum því gallalaus hvað frammistöður varða, þá er þetta samt klisjukennd, viðburðarlítil sápuópera með fáeinum kröftugum senum inn á milli. Myndin er alls ekki leiðinleg og stundum er hún meira að segja mjög grípandi í þeim senum þar sem mikil spenna myndast á milli persónanna. Samt kemst ég ekki yfir það hvað niðurstaðan er auðgleymd ef maður hugsar út í söguna en ekki leikaranna. Mér líður eins og ég hafi séð þetta allt áður og þetta kemur frá einhverjum sem hefur heldur EKKI séð upprunalegu dönsku myndina (sem mér skilst að sé nánast alveg eins).
Tobey Maguire, Jake Gyllenhaal og Natalie Portman gjörsamlega eiga þessa mynd, þótt það sé Maguire sem fær langerfiðasta hlutverkið. Öll þrjú eru ólík og þeim tekst alveg svakalega vel að bjarga ofsalega þurru handriti þar sem alltof lítið er að gerast. Það er heldur engin umhyggja fyrir aukapersónunum, alveg sama hversu mikilvægar þær eru. Í staðinn eru þær bara litlausar staðalímyndir. Carey Mulligan (An Education) fær t.d. mjög mikilvægt aukahlutverk en rétt lætur sjá sig í örstutta stund, Sam Shepard fær hið ofurtýpíska hlutverk pabbans með áfengisvandann sem aldrei er hægt að þóknast og hæfileikum hins fjölhæfa Clifton Collins Jr. er sóað nánast jafn mikið hér og í Boondock Saints II. Litlu stelpurnar, sem léku dætur Portmans og Maguire, voru aftur á móti ótrúlega góðar.
Eins og ég tók fram þá virkuðu ýmsar senur mjög vel og náðu óþægindatilfinningunni glæsilega. Þunginn var samt ekki til staðar og í lokasenunum fann ég aldrei fyrir dramanu og varð þess vegna fyrir miklum vonbrigðum með endinn. Ég tók að sjálfsögðu eftir því hvað Maguire lék frábærlega, en eitthvað vantaði upp á leikstjórnina. Auk þess er ég enn á þeirri skoðun um að Maguire sé einhver teprulegasti leikari sem er starfandi núna í Hollywood. Hann er alltaf jafn hæfileikaríkur (ég mæli sérstaklega með honum í Wonder Boys og Pleasantville), en að taka hann alvarlega sem truflaðan hermann var ég ekki alveg nógu viss um. Að sjá hann sturlast úr reiði er eins og að horfa á pirraðan ungling. Ég hefði frekar keypt Gyllenhaal í því hlutverki. Hann lítur líka meira út fyrir að vera eldri bróðirinn, þrátt fyrir að vera yngri.
Ef það er satt að Brothers sé næstum því beint afrit af frummyndinni, þá hef ég ennþá minna álit á henni. Myndin er prýðis æfing fyrir leikaranna til að sýna hvað í þeim býr en þeir áttu hiklaust betri mynd skilið heldur en þetta.
6/10 - Rétt snertir sexuna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Anders Thomas Jensen, Susanne Bier, David Benioff
Framleiðandi
Lionsgate Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
19. febrúar 2010
Útgefin:
15. júlí 2010