Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

A Second Chance 2015

Frumsýnd: 24. apríl 2015

How far would you go?

112 MÍNDanska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Hvað er venjulegt fólk tilbúið að ganga langt þegar harmleikur gerir mörkin á milli réttlætis og óréttlætis óljós? Ungur lögreglumaður með ríka réttlætiskennd lendir á milli steins og sleggju þegar hann tekur skiljanlega en afar vanhugsaða ákvörðun. Þetta er átakamikil og áhrifarík, dramatísk spennusaga um línuna sem skilur að hið rétta og ranga... Lesa meira

Hvað er venjulegt fólk tilbúið að ganga langt þegar harmleikur gerir mörkin á milli réttlætis og óréttlætis óljós? Ungur lögreglumaður með ríka réttlætiskennd lendir á milli steins og sleggju þegar hann tekur skiljanlega en afar vanhugsaða ákvörðun. Þetta er átakamikil og áhrifarík, dramatísk spennusaga um línuna sem skilur að hið rétta og ranga og fólk sem telur sig vita muninn. Við kynnumst hér rannsóknarlögreglumanninum Andreas sem er agaður, virtur og vel liðinn í starfi, og afar ástfanginn af eiginkonu sinni Anne, en þau hafa nýlega eignast son. Félagi hans, Simon, er hins vegar fráskilinn og fullur af eftirsjá, og hefur í kjölfar skilnaðarins að sumu leyti misst tökin á lífi sínu. Frítíma sínum eyðir hann nú að mestu í drykkju og meðfylgjandi rugl á börum og nektardansstöðum. Dag einn eru þeir Andreas og Simon sendir til að rannsaka meint heimilisofbeldi þar sem gerandinn er þekktur afbrotamaður og eiturlyfjaneytandi. Á heimili hans og unnustu hans, Sanne, uppgötva Andreas og Simon hins vegar annan hlut sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif á líf þeirra beggja ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn