Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hævnen 2010

(In a Better World, Civilisation, Revenge, Julius)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. apríl 2011

119 MÍNDanska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
Rotten tomatoes einkunn 86% Audience
The Movies database einkunn 65
/100
Vann Óskarsverðlaun 2010 sem besta erlenda myndin.

Myndin segir frá lækninum Antoni sem starfar bæði í litlum bæ í Danmörku og flóttamannabúðum í Súdan. Á þessum tveimur mismunandi stöðum berst Anton síðan við vandamál innan fjölskyldu sinnar. Skilnaður blasir við Antoni og Marianne, konu hans, og hefur ástandið mikil áhrif á tvo unga syni þeirra. Sá eldri, Elias, glímir einnig við sín eigin vandamál... Lesa meira

Myndin segir frá lækninum Antoni sem starfar bæði í litlum bæ í Danmörku og flóttamannabúðum í Súdan. Á þessum tveimur mismunandi stöðum berst Anton síðan við vandamál innan fjölskyldu sinnar. Skilnaður blasir við Antoni og Marianne, konu hans, og hefur ástandið mikil áhrif á tvo unga syni þeirra. Sá eldri, Elias, glímir einnig við sín eigin vandamál í skólanum þar sem honum er stöðugt strítt. Elias kynnist hins vegar nýjum vin í skólanum en vinátta þeirra á eftir að eiga sér ófyrirséðar afleiðingar.... minna

Aðalleikarar

Alveg frábær
Hævnen eða hefndin vann óskarsverðlaunin í ár sem besta erlenda mynd og átti þann heiður svo sannarlega skilið. Leikstjóri hennar leikstýrði meðal annars frábæru myndinni Den eneste ene.

Myndin segir frá tveimur strákum og fjölskyldum þeirra sem að upplifa mikið misrétti og vilja hefna sín.
Þetta er auðvitað mikil einföldun á söguþræðinum sem er mjög áhugaverðu og nær að skoða margar hliðar á hefnd.

Myndin er alveg hreint frábær. Hún fær mann virkilega til að finna til með persónunum. Eldri leikararnir eru mjög góðir í myndinni en maður kannast við marga þeirra úr öðrum dönskum myndum. Það er samt frammistaða litlu strákanna tveggja sem að stendur upp úr, það er ótrúlegt að þeir séu bara 12, 13 ára gamlir og séu að leika svona vel.

Myndin er ekki alveg laus við klisjur en hún nær samt að forðast það að vera lík öðrum myndum. Hún nær að vera fyndin þegar við á og dramatísk þegar við á.

Ég mæli klárlega með að fólk kíki á þessa mynd, sérstaklega mæli ég með að þeir sem hafa áhuga á dönskum myndum og evrópskri kvikmyndagerð kíki á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alveg frábær
Hævnen eða hefndin vann óskarsverðlaunin í ár sem besta erlenda mynd og átti þann heiður svo sannarlega skilið. Leikstjóri hennar leikstýrði meðal annars frábæru myndinni Den eneste ene.

Myndin segir frá tveimur strákum og fjölskyldum þeirra sem að upplifa mikið misrétti og vilja hefna sín.
Þetta er auðvitað mikil einföldun á söguþræðinum sem er mjög áhugaverðu og nær að skoða margar hliðar á hefnd.

Myndin er alveg hreint frábær. Hún fær mann virkilega til að finna til með persónunum. Eldri leikararnir eru mjög góðir í myndinni en maður kannast við marga þeirra úr öðrum dönskum myndum. Það er samt frammistaða litlu strákanna tveggja sem að stendur upp úr, það er ótrúlegt að þeir séu bara 12, 13 ára gamlir og séu að leika svona vel.

Myndin er ekki alveg laus við klisjur en hún nær samt að forðast það að vera lík öðrum myndum. Hún nær að vera fyndin þegar við á og dramatísk þegar við á.

Ég mæli klárlega með að fólk kíki á þessa mynd, sérstaklega mæli ég með að þeir sem hafa áhuga á dönskum myndum og evrópskri kvikmyndagerð kíki á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn