Dream House
2011
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 6. júlí 2012
Once upon a time, there were two little girls who lived in a house.
84 MÍNEnska
7% Critics
36% Audience
35
/100 Hjón með tvö börn komast að því að eitthvað er á seyði í umhverfi
þeirra, eitthvað sem mannleg þekking fær ekki útskýrt.
Will Atenton er útgefandi sem hefur gengið allt í haginn á undanförnum
árum. Hann ákveður að nú sé kominn tími til að sinna
fjölskyldu sinni meira en hann hefur gert, hættir í núverandi starfi
og flyst með eiginkonunni og tveimur... Lesa meira
Hjón með tvö börn komast að því að eitthvað er á seyði í umhverfi
þeirra, eitthvað sem mannleg þekking fær ekki útskýrt.
Will Atenton er útgefandi sem hefur gengið allt í haginn á undanförnum
árum. Hann ákveður að nú sé kominn tími til að sinna
fjölskyldu sinni meira en hann hefur gert, hættir í núverandi starfi
og flyst með eiginkonunni og tveimur dætrum þeirra í úthverfi
þar sem hann ætlar sér að skrifa sína eigin skáldsögu.
Fljótlega eftir flutningana verður fjölskyldan vör við að einhver er
stöðugt að fylgjast með húsinu fyrir utan gluggann hjá þeim.
Þegar Will fer að rannsaka málið kemst hann að því að fimm
árum áður hafði hafði maður einn, Peter Ward, myrt eiginkonu
sína og tvær dætur í þessu sama húsi, en ekki verið sakfelldur
vegna geðveiki. Nú hefur Peter hins vegar verið látinn laus af
geðsjúkrahúsinu.
Will ákveður að leita til lögreglunnar til að fá upplýsingar en er
fálega tekið. Hann talar því við nágranna sinn, hina fráskildu Ann
Patterson, en þar rekst hann enn á ný á veggi því Ann vill
greinilega ekki segja honum allt sem hún veit.
Undrandi á þessum viðbrögðum bæði lögreglunnar og nágranna
síns ákveður Will að tala við lækni á geðsjúkrahúsinu þar sem
Peter hafði dvalið en kemst þá að óhugnanlegri staðreynd sem
setur málið í nýtt samhengi ...... minna