Náðu í appið
In America
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

In America 2002

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 76
/100

Efnilegur írskur leikari og fjölskylda hans koma ólöglega til Bandaríkjanna, en hann dreymir um að fá vinnu í leikhúsi í New York. Þegar þau koma til borgarinnar, þá flytja þau inn í ódýrt húsnæði, í hverfi þar sem búa eiturlyfjaneytendur og klæðskiptingar m.a., og reyna að búa sér þar heimili. Þau reyna hvað þau geta að laga sig að hinu nýja... Lesa meira

Efnilegur írskur leikari og fjölskylda hans koma ólöglega til Bandaríkjanna, en hann dreymir um að fá vinnu í leikhúsi í New York. Þegar þau koma til borgarinnar, þá flytja þau inn í ódýrt húsnæði, í hverfi þar sem búa eiturlyfjaneytendur og klæðskiptingar m.a., og reyna að búa sér þar heimili. Þau reyna hvað þau geta að laga sig að hinu nýja landi, og kynnast nýju fólki, þar á meðal nágranna sínum Mateo, eyðnismituðum blökkumanni sem hjálpar þeim á óvæntan hátt. 10 ára gömul dóttir þeirra, Christy, sem tekur upp daglegt líf á myndbandsupptökuvél, trúir því að engill Frankie, sem er dóttir þeirra sem dó á Írlandi, hafi veitt henni þrjár óskir, og hún varðveitir þær, þar til þeirra er þörf. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Sumar myndir eru einfaldlega svo góðar að það er varla hægt að gefa þeim stjörnur. Fjórar stjörnur eru einfaldlega of lítið því þessi mynd sprengir þann stjörnuskala sem ég hef stuðst við. In America er kvikmynd þar sem hver einasti rammi nýtur sín til fullnustu. Myndin er svo frábær í einfaldleika sínum og sýnir manni lífið eins og það er og er ekkert að skafa utan af því. Myndin fjallar um írska fjölskyldu sem flyst ólöglega til Bandaríkjanna til að upplifa ameríska drauminn. Fjölskyldufaðirinn Johnny ætlar sér að slá í gegn sem leikari en kemst að því að það er hægara sagt en gert. Sarah er heima með dætur þeirra, Ariel og Ghristy. Fjölskyldan kynnist einkennilegum manni sem býr í húsinu og með þeim takast sérstök vinnáttubönd. En draugar fortíðar elta fjölskylduna uppi. In America er ótrúleg kvikmynd. Leikararnir eru frábærir og þá sérstaklega litlu stúlkurnar sem leika systurnar Ariel og Christy. Með allra bestu kvikmyndum sem undirritaður hefur séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

In America er ótrúlega sorgleg og áhrifarík mynd sem allir ættu að sjá. Írsk fjölskylda flytur til Bandaríkjanna til að lifa betra lífi. Þau koma sér inn í lítið krakkbæli þar sem er ekkert mjög gaman að lifa en dætrunum tveimur hugsa sér það sem himnaríki. Fjölskyldan kynnist nágrannanum Mateo (Djimon Hounsou leikur hann og var tilnefndur til Óskarsverðlauna) og hann er eiginlega besti nágranni sem hægt er að hugsa sér. Myndin er frá Íranum Jim Sheridan (In The Name Of The Father,My Left Foot og The Boxer) sem skrifaði handritið með tveimur systur sínum (þær hljóta að vera systur hans því þær heita Naomi Sheridan og Kirsten Sheridan). Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna (ég man ekki í hvaða flokkum) og hún hefur fengið frábæra dóma (eins og fullt hús frá Roger Ebert) og þegar hún var sýnd og Sundance Og Toronto kvikmyndahátíðinni var lofinu ekki sparað. Þessi mynd er snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn