Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sumar myndir eru einfaldlega svo góðar að það er varla hægt að gefa þeim stjörnur. Fjórar stjörnur eru einfaldlega of lítið því þessi mynd sprengir þann stjörnuskala sem ég hef stuðst við. In America er kvikmynd þar sem hver einasti rammi nýtur sín til fullnustu. Myndin er svo frábær í einfaldleika sínum og sýnir manni lífið eins og það er og er ekkert að skafa utan af því. Myndin fjallar um írska fjölskyldu sem flyst ólöglega til Bandaríkjanna til að upplifa ameríska drauminn. Fjölskyldufaðirinn Johnny ætlar sér að slá í gegn sem leikari en kemst að því að það er hægara sagt en gert. Sarah er heima með dætur þeirra, Ariel og Ghristy. Fjölskyldan kynnist einkennilegum manni sem býr í húsinu og með þeim takast sérstök vinnáttubönd. En draugar fortíðar elta fjölskylduna uppi. In America er ótrúleg kvikmynd. Leikararnir eru frábærir og þá sérstaklega litlu stúlkurnar sem leika systurnar Ariel og Christy. Með allra bestu kvikmyndum sem undirritaður hefur séð.
In America er ótrúlega sorgleg og áhrifarík mynd sem allir ættu að sjá. Írsk fjölskylda flytur til Bandaríkjanna til að lifa betra lífi. Þau koma sér inn í lítið krakkbæli þar sem er ekkert mjög gaman að lifa en dætrunum tveimur hugsa sér það sem himnaríki. Fjölskyldan kynnist nágrannanum Mateo (Djimon Hounsou leikur hann og var tilnefndur til Óskarsverðlauna) og hann er eiginlega besti nágranni sem hægt er að hugsa sér. Myndin er frá Íranum Jim Sheridan (In The Name Of The Father,My Left Foot og The Boxer) sem skrifaði handritið með tveimur systur sínum (þær hljóta að vera systur hans því þær heita Naomi Sheridan og Kirsten Sheridan). Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna (ég man ekki í hvaða flokkum) og hún hefur fengið frábæra dóma (eins og fullt hús frá Roger Ebert) og þegar hún var sýnd og Sundance Og Toronto kvikmyndahátíðinni var lofinu ekki sparað. Þessi mynd er snilld.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Fox Searchlight Pictures
Vefsíða:
www.foxsearchlight.com/inamerica
Aldur USA:
PG-13
VHS:
7. apríl 2004