Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The River Wild 1994

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

The vacation is over

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
Rotten tomatoes einkunn 51% Audience
The Movies database einkunn 63
/100
Meryl Streep var tilnefnd bæði til Golden Globe og Screen Actors Guild Awards fyrir leik sinn. Kevin Bacon einnig tilnefndur til Golden Globe fyrir aukahlutverk.

Gail er sérfræðingur í ferðalögum á gúmmíbátum niður straumharðar ár ( river rafting ). Hún fer með fjölskyldu sína í ferðalag niður ánna sem rennur framhjá húsi í eigu fjölskyldunnar. Á leiðinni þá rekst fjölskyldan á tvo menn sem eru óreyndir í svona siglingum, og eru að leita að vinum sínum, sem eru staddir neðar í ánni. Nokkru síðar... Lesa meira

Gail er sérfræðingur í ferðalögum á gúmmíbátum niður straumharðar ár ( river rafting ). Hún fer með fjölskyldu sína í ferðalag niður ánna sem rennur framhjá húsi í eigu fjölskyldunnar. Á leiðinni þá rekst fjölskyldan á tvo menn sem eru óreyndir í svona siglingum, og eru að leita að vinum sínum, sem eru staddir neðar í ánni. Nokkru síðar kemst fjölskyldan að því að mennirnir eru vopnaðir ræningjar. Mennirnir neyða síðan fjölskylduna til að fara með þá niður ánna til að hitta félaga sína sem þar eru. Ferðalag fjölskyldunnar er algjörlega eyðilagt, en það sem meira er að líf þeirra er nú í hættu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Æsispennandi mynd sem er ekki hægt að líta undan í eina sekúndu án þess að eitthvað gerist. Kennari í heyrnarlausaskóla (Meryl Streep) fer með syni sínum og eiginmanni sínum í ferð niður rosalega á. Þau hitta tvo menn á leiðinni (Kevin Bacon og John.C Reilly

og þau ætla að hjálpa hvoru öðru á leiðinni. En þau fatta að þessir menn eru ræningjar og morðingjar sem taka þau sem gísl niður ánna og þau þurfa öll að reyna að sleppa. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir spennumynda aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ansi hressandi spennuræma með bátum, konu og morðingjum. Kona ein neyðist til að ferðast með eftirlýsta glæpóna niður fullerfitt fljót til að halda sér og sínum á lífi. Ræma sem kom mér þokkalega á óvart og er fyllilega hægt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn