Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

8 Mile 2002

Frumsýnd: 17. janúar 2003

Go back to where it all started.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Saga hins goðsagnakennda og geysivinsæla rapptónlistarmanns Eminem. Hann elst upp í fátækrahverfi í Michigan í Bandaríkjunum, og þarf að takast á við ýmsa erfiðleika á leið sinni til frægðar og vinsælda. Allt virðist tapað á tímabili. Hann er einhleypur eftir að hann hættir með kærustunni þegar hún segir honum að hún sé ófrísk, hann á fáa vini,... Lesa meira

Saga hins goðsagnakennda og geysivinsæla rapptónlistarmanns Eminem. Hann elst upp í fátækrahverfi í Michigan í Bandaríkjunum, og þarf að takast á við ýmsa erfiðleika á leið sinni til frægðar og vinsælda. Allt virðist tapað á tímabili. Hann er einhleypur eftir að hann hættir með kærustunni þegar hún segir honum að hún sé ófrísk, hann á fáa vini, og móður sem er alkóhólisti, og þarf að takast á við fátækt og ofbeldisfullt umhverfi. Eina leiðin út er að nota tónlistarhæfileika sína. Hann flytur til mömmu sinnar í hjólhýsið á meðan hann er að spara fyrir hljóðupptöku. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


8 Mile er sérstaklega áhugaverð mynd um strák sem heitir Jimmy Rabbit Smith. Hann býr með mömmu sinni sem drekkur mikið.Svo býr hann með litlu systur sinni en hann sinnir henni mikið. Þessi mynd er mjög skemtileg og hún er með góðum lögum en dáldið dónaleg.Þeir sem fýla Eminem ættu að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að þessi mynd kom aðeins á óvart. Ég bjóst við engu en fékk lítið. Leikarar standa sig flestir ágætlega enda hlutverkin ekki krefjandi(allt tal um óskar til Eminem var þó barnalegt). Myndin er langt frá því að vera frumleg og er á köflum frekar klisjukennd. Frásagnarmátinn einfaldur og frekar flatur. Tónlistin hentar myndinni vel og er ágæt sem slík þó svo að öðru leyti sé ekki mikið í hana spunnið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Viðbjóðslega léleg þvæla sem fjallar eiginlega um ekkert annað en klíkuskap og vandræði fátækrahverfanna. Eminem er verulega slappur leikari þó að hann getur gert fína músík og Kim Basinger hefur aldeilis misstigið sig hér. Það er alltof mikill deja vu keimur af Þessari mynd eight mile. Manni finnst manni hafa séð eitthvað svona margoft áður. Ég get ekki gefið þessu meira en hálfa stjörnu og vona að leikstjórinn Curtis Hanson komi næst með eitthvað í líkingu við fyrri myndir sínar og að Eminem fari svo að leika í skárri myndum. Gengur bara betur næst strákar....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hreyn snilld þessi mynd frá Eminem. Lýsir gjörsamlega svona tækifærum sem underground rapparar fá tækifæri sín og gefa út plötur. Eminem leikur persónuna rabbit,jimmy rosalega vel og rappar stórkostlega. Ég er sjálfur mjög mikill hiphop fan og fýlaði lögin og myndina í botn. Þessi böttl í myndinni eru frábær og vel samin. Eminem er mjög góður rappari og ætti sko skilið að fá eikkern sonna óskar fyrir þessa mynd. Ef þú hefur ekki séð 8mile, sjáðu hana þá... Cr4cKeD
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er besta mynd sem ég hef séð! Eminem leikur eins og hann sé búinn að gera þetta allt sitt líf. Hún er skemmtileg, fyndin og spennandi. Eminem ætti svo sannarlega að halda áfram að leika. Tónlistin er mjög góð. Myndin er mjög raunveruleg og allir verða að sjá þessa mynd. Þetta var ekki spurning, þetta var skipun. Þeim sem lýst illa á hana, fínt það er þín skoðun but look around you, he's acting for the first time in his life! Giv ethe guy a chance and don't judge if you don't know!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2016

Farið yfir feril Curtis Hanson

Curtis Hanson, leikstjóri mynda á borð við L.A. Confidential og 8 Mile, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á þriðjudaginn, 71 árs gamall.  Blaðamaður Variety hefur skrifað grein um Hanson, sem vann Óskarsverðlauni...

21.10.2011

MGM & Eminem gera boxmynd

MGM hefur keypt réttinn að boxmyndinni Southpaw sem verður með rapparanum Eminem í aðalhlutverki og leikstýrt af Antoine Fuqua (Training Day). Þeir félagar höfðu áður reynt að koma myndinni að hjá Dreamworks, en sá s...

10.08.2015

Hnefaleikahetja sekkur á botninn - Frumsýning á Southpaw

Hnefaleikamyndin Southpaw verður frumsýnd á miðvikudaginn næsta, 12. ágúst. Myndin er með Jake Gyllenhaal í aðahlutverkinu og er eftir leikstjóra Training Day og The Equalizer; Antoine Fuqua Southpaw verður sýnd í Smárabíó...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn