Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndin er týpísk konumynd og er alls ekki fyrir karlmenn eða það er mín skoðun ..:/
Þegar ég horfði á þessa mynd var byrjunin alls ekki nógu góð og eiginlega var hún hundleiðinleg.Ekkert gerðist nema að kona var að labba úti og drekka og svona og eitthvað þannig og systir hennar var að reyna að hjálpa henni og leyfa henni að búa hjá sér og eitthvað.Það var bara ekkert spennandi að gerast hún lagaðist aðeins þegar líða fór á myndina ..
En ég myndi alavega ekki nenna að horfa á hana aftur en gef henni samt tvær stjörnur ;):D
In her shoes er bráðskemmtileg mynd sem fjallar um 2.ólíkar systur..Ein er lesblind og algjör blondína,(dáldið eins og flakkari,bófi,og næstum því hóra,sem Cameron Diaz leikur....Hin leikkonan Toni eitthvað á að leika hina systurina sme er með flotta vinnu,lögfræðingur!....Skór verða áberandi í myndini.....Fyst þegar ég leit frAman á myndina hélt ég að ettah væri frekar sonna grínmynd meira en þetta er sennsakkt sonna gaman/drama mynd og tek undir það hjá flestum að ettah er sonna STELPUMYND...ég mæli mjög mikið með þessari mynd fyrir stelpur sem eru 11 og eldri!!!!Litlar stelpur skilja ekkert i svona myndum eða krakkar,ég ákveði að gefa þessarri mynd 3& 1/2 stjörnur!
Engar væntingar, var ekki einu sinni búin að sjá sýnishorn úr myndinni! Bjóst við ekta hollywood drama mynd, en ekki alveg! Finnst hún alveg laus við hollywood stælana og er ekta konu mynd myndi ég segja! Hún er samt mjög langdregin og í hléinu var ég mikið að spá í að hunskast út, en lét reyna á það... og það rættist heldur betur úr henni eftir hlé. Fyrir hlé er eins konar inngangur sem þú heldur að taki engann enda, en eftir hlé skýrast hlutirnir heldur betur. Þetta er samt sem áður ekta stelpumynd vandamál systra er aðal mál myndarinnar, fjölskyldudrama einhvers konar með slatta af tilfinningapunktum en einnig er alveg húmor þarna inn á milli. Mér finnst hún eðal fín og gefðu henni séns en viðurkenni alveg að fyrir hlé mjög laaaangdregin!
Eitt get ég sagt strax, ef þú mundir fara á mynd bara til þess að sjá C. Diaz, þá er þessi algjört möst. Hún er fáklædd alla myndina og hefur hún ekki litið svona vel út í bíómynd síðan hún sló í gegn í Mask. En ég þarf að vara ykkur við að þetta er hreinræktuð stelpumynd um stelpumálefni - vandamál, drama og skór eru áberandi í þessari mynd. Þó þetta hafi verið stelpumynd, þá leiddist mér ekki og eru ágætispunktar í henni. Ég þori ekki að mæla með henni fyrir týpýska stráka þótt ég hafi fílað hana(vonandi fer enginn að borga sig í bíó bara til að horfa á hálfnakta C. Diaz í ca. 2 tíma) en fín fyrir alla sem fíla tilfinningasamt fjölskyldudrama með slatta af gleðistundum.
Semsagt, róleg og tilfinningasöm mynd með góðum húmor líka.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2005