Aðalleikarar
Leikstjórn
Svona eiga myndir að vera!
Ég drösslaði loksins félögunum út í bíó en það hefur reynst erfiðara að hóa liðið saman í seinni tíð. Það sem við allir 6 vorum sammála um eftir myndina er að hún er stórkostleg, vel leikin, vel uppsett, frábær tónlist í takt við allt sem á gengur.
Ted Ludlow (Keanu Reeves) fer algjörlega á kostum sem lögreglumaður innan sérdeildar sem svífst einskis til að ekki endilega koma glæpamönnum bak við lás og slá, heldur taka þá "úr umferð" í eitt skipti fyrir öll.
Forest Whitaker fer ekki síður á kostum sem yfirmaður deildarinnar sem túlkar lögin sem eitthvað sem hann getur leikið sér með vegna valds síns.
Ég ætla ekki að fara útí hvað gerist í myndinni EN get lofað því að engin sem leitar eftir mynd sem heldur athyglinni frá byrjun til enda mun verða fyrir hinum minnstu vonbrigðum, ég get þó sagt að ekki er allt sem sýnist og á spakmælið "what goes around, comes around" vel við um uppgjörið.
Kær kveðja.
Ég drösslaði loksins félögunum út í bíó en það hefur reynst erfiðara að hóa liðið saman í seinni tíð. Það sem við allir 6 vorum sammála um eftir myndina er að hún er stórkostleg, vel leikin, vel uppsett, frábær tónlist í takt við allt sem á gengur.
Ted Ludlow (Keanu Reeves) fer algjörlega á kostum sem lögreglumaður innan sérdeildar sem svífst einskis til að ekki endilega koma glæpamönnum bak við lás og slá, heldur taka þá "úr umferð" í eitt skipti fyrir öll.
Forest Whitaker fer ekki síður á kostum sem yfirmaður deildarinnar sem túlkar lögin sem eitthvað sem hann getur leikið sér með vegna valds síns.
Ég ætla ekki að fara útí hvað gerist í myndinni EN get lofað því að engin sem leitar eftir mynd sem heldur athyglinni frá byrjun til enda mun verða fyrir hinum minnstu vonbrigðum, ég get þó sagt að ekki er allt sem sýnist og á spakmælið "what goes around, comes around" vel við um uppgjörið.
Kær kveðja.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kurt Wimmer, James Ellroy, Charlotte Rampling
Vefsíða:
www.foxsearchlight.com/streetkings
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. apríl 2008