Náðu í appið
Street Kings
Bönnuð innan 16 ára

Street Kings 2008

Frumsýnd: 25. apríl 2008

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 55
/100

Tom Ludlow er lögreglumaður sem finnst lífið erfitt eftir dauða konunnar sinnar. Þegar sönnunargögn eru fundin sem tengja hann við dauða annarrar löggu þá er hann neyddur til að standa uppi gegn lögreglusamfélaginu sem hann hefur verið hluti af allt sitt líf. Það leiðir til þess að hann verður tortrygginn varðandi tryggð allra í kringum sig.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Svona eiga myndir að vera!
Ég drösslaði loksins félögunum út í bíó en það hefur reynst erfiðara að hóa liðið saman í seinni tíð. Það sem við allir 6 vorum sammála um eftir myndina er að hún er stórkostleg, vel leikin, vel uppsett, frábær tónlist í takt við allt sem á gengur.
Ted Ludlow (Keanu Reeves) fer algjörlega á kostum sem lögreglumaður innan sérdeildar sem svífst einskis til að ekki endilega koma glæpamönnum bak við lás og slá, heldur taka þá "úr umferð" í eitt skipti fyrir öll.
Forest Whitaker fer ekki síður á kostum sem yfirmaður deildarinnar sem túlkar lögin sem eitthvað sem hann getur leikið sér með vegna valds síns.
Ég ætla ekki að fara útí hvað gerist í myndinni EN get lofað því að engin sem leitar eftir mynd sem heldur athyglinni frá byrjun til enda mun verða fyrir hinum minnstu vonbrigðum, ég get þó sagt að ekki er allt sem sýnist og á spakmælið "what goes around, comes around" vel við um uppgjörið.

Kær kveðja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn