Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Ultraviolet 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. júlí 2006

The Blood War is On

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 8% Critics
The Movies database einkunn 18
/100

Myndin gerist seint á 21. öldinni, en hliðarmenning mannkyns hefur orðið til vegna genabreytinga af völdum vampírusjúkdóms, sem gefur þeim aukinn hraða, ótrúlegt þol og miklar gáfur, og þar sem þetta kyn er skilið frá þeim sem eru "eðlilegir" og "heilbrigðir" þá eykst smátt og smátt spennan á milli manna og hinna genabreyttu og stríð brýst út, sem... Lesa meira

Myndin gerist seint á 21. öldinni, en hliðarmenning mannkyns hefur orðið til vegna genabreytinga af völdum vampírusjúkdóms, sem gefur þeim aukinn hraða, ótrúlegt þol og miklar gáfur, og þar sem þetta kyn er skilið frá þeim sem eru "eðlilegir" og "heilbrigðir" þá eykst smátt og smátt spennan á milli manna og hinna genabreyttu og stríð brýst út, sem miðar að því að eyða hinum "óeðlilegu". Mitt á milli fylkinga er sýkt falleg kona að nafni Ultraviolet, sem þarf að vernda níu ára gamlan dreng sem hefur verið gerður að skotmarki af yfirvöldum, þar sem talið er að hann sé ógn við mannkynið. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gubb!
Það kemur stundum fyrir þegar maður horfir á kvikmynd sem er svo léleg að það er fátt annað sem maður væri til í að gera annað en að naga af sér handlegginn; Ultraviolet gaf mér þessa tilfinningu og meira til, og svo ég hljómi vægur með eigin lýsingar þá fullyrði ég að þetta er e.t.v. einhver alleiðinlegasta, hallærislegasta og sársaukafyllsta spennu/hasarmynd sem að ég hef horft á í mjög, mjög langan tíma.

Þessi mynd lætur Aeon Flux líta út eins og 12 Angry Men! Ég veit ekki hvar skal byrja... Tja, það er nú kannski fínt að taka það fram hversu mikil sóun myndin er yfir höfuð. Við erum ekki að tala um peninga - eða tímasóun einungis, heldur sóun á mannafli, svo ég tali nú ekki um tölvuvinnsluna.

Ultraviolet reynir að troða eins harkalega ofan í mann hasar ofan á hasar, og með því vill hún svo nauðsynlega að okkur finnist hún töff. Eins og má giska, þá gengur það ekki fyrir fimmaur.

Hasarinn er ekki bara leiðinlegur, heldur það fáránlega yfirdrifinn að þetta leit út fyrir að vera brandari. Síðan er gert ráð fyrir að myndin setji sig í stíl við myndasögu, meðan ég hef aldrei séð kvikmynd sem líkist eins mikið tölvuleik (og þá lélegum...) á ævi minni. Söguþráðurinn er óskýr og pirrandi. Milla Jovovich er orðin þreytt og virkar ávallt eins, sama í hverju hún leikur, og já, ungi leikarinn Cameron Bright er heldur ekkert að gera sig. Reyndar hef ég aldrei séð þennan krakka breyta um svip. Ég hef töluvert óþol gagnvart þessum dreng eftir viðbjóðinn Birth, og jafnvel þótt að söguþráður þessarar myndar gangi út á það að útrýma honum, þá hjálpar það lítið.

Ég reyni að missa ekki allt álit á Kurt Wimmer eftir myndina, enda var ég nokkuð hrifinn af Equilibrium. Wimmer hafði víst átt í veseni með myndina sem leiddi síðan til þess að hann yfirgaf stjórnvölinn eftir að framleiðendur voru eitthvað ósammála honum. Kannski munum við einhvern daginn sjá það sem Wimmer ætlaðist til að við gerðum, hver veit?

Það sem ég hins vegar glápti á, var of vont til að lýsa nánar. Ég tel það vera persónulegt afrek að hafa náð að klára alla myndina án þess að hafa farið úr hlénu, og fyrir mig er sú reynsla jafn þýðingarmikil og að svindla á dauðanum. Já, þið giskuðuð á rétt! Ég HATA þessa mynd!

1/10 - Botneinkunn? Já, takk.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, maður sá Trailerinn fyrir þessarri mynd og hún lofaði góðu, MAN was i wrong. Það undrar mig hvernig ég gat haldið mig vakandi í gegnum myndina, allir þessir svo kallaðir bardagar voru OF skipulagðir, asnalegt að halda að ein manneskja(jafnvel þótt að hún sé aðal) taki út 8-10 svona PRoffesional gaura á innan við sekúndu. Svo er þetta bara skrítinn söguþráður. aðallnáunginn er svona ofsóknarfull gerð af Mr.Clean og svo er aðallinn Vampíra?:S.....Í stuttu máli: ef þið viljið sjá mynd sem er svo léleg að hægt er að hlægja af henni, sjáið hana!. ef Þið viljið sjá góðar kvikmyndir forðist þessa eins og heitan eldinn!.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eg vildi vera fyrstur til að segja ykkur frá einni lélegustu mynd allra tíma. Þessi gagnrýni er á án efa eftir að spara ykkur 2 tíma úr lífi ykkar og að sjálfsögðu peninga líka.

hvar á maður að byrja... (Spoiler! - not really, nothing to spoil...no kidding)



frá byrjun til enda myndarinnar er verið að nota lita fíltera sem á að vera flott en er meira finnst manni til að fela galla í 3D gæðunum.



Öll áhættu atriði eru tekin í Green screen herbergi og það sést strax.



það eru samtals 1 bardaga atriði í myndinni sem er flott. það er fyrsti bardaginn. svo eru allir aðrir bardagar nákvæmlega eins, og ég meina nákvæmlega.



Allir verðírnir/löggurnar/hermenn... eru allir klæddir eins, allt svart leður með mótorhjóla hjálma. ætli þeir notuðu ekki sömu 10 - 15 náungana aftur og aftur fyrir hvert einasta skot.



eina sem mér fannst gott í myndinni (...þarf að draga myndina upp einhvernveginn)

... hugmyndin á bak við vopnin hennar Violet og batman beltið hennar er flott.



ENDALAUS closeup camera panning upp líkaman hennar og stop við andlitið þar sem hún segir you are all going to die blah blah blah. Svo nokkur rosalega ruglandi cut milli myndavéla og allir eru dauðir...vei, gaman.



þetta er léleg rip-off útgáfa af Matrix/Equilibrium/Resident Evil



hér er smá spoiler fyrir þá sem lásu ekki myndabækurnar...

......... góðu kallarnir´eru í raun einhverskonar vampírur sem maður fær ekki útskýrt fyrr en myndini er hálfnuð.



CG í þessarri mynd var ömurlegt. ég veit ekki hvernig með réttu orðunum gæti ég útskýrt þetta betur.

það er eins og þeir hafi fengið engan pening til að klára neitt. allt er púslað saman í flýti. hér kemur lita fræði myndarinnar til sögu aftur. þeir ýktu litina svo mikið, frekar til að fela skemdir heldur en bara þykjast flott.



allavegana... ég get haldið áfram en vonandi náði ég að koma hugmyndinni á framfæri... sem er... EKKI SJÁ ÞESSA MYND!!!

(Nema til að sjá í raun hversu hræðileg hún var)

Enjoy :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn