Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Mist 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. janúar 2008

Fear Changes Everything

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Undarlegur stormur hleypir hópi af blóðþyrstum verum inn í lítinn bæ þar sem íbúar bæjarins halda sig inni í verslunarmiðstöð til að lifa árásina af. Mannskapurinn er óttasleginn og áður en langt um líður skapast mikil múgæsing. Hópurinn skiptist síðan í tvo flokka, þá sem trúa því að guð sé að refsa þeim fyrir synduga hegðun og eina leiðin... Lesa meira

Undarlegur stormur hleypir hópi af blóðþyrstum verum inn í lítinn bæ þar sem íbúar bæjarins halda sig inni í verslunarmiðstöð til að lifa árásina af. Mannskapurinn er óttasleginn og áður en langt um líður skapast mikil múgæsing. Hópurinn skiptist síðan í tvo flokka, þá sem trúa því að guð sé að refsa þeim fyrir synduga hegðun og eina leiðin til að losna við þokuna sé að fórna mannverum, og þá sem trúa því ekki. Eftir því sem fólkið verður æstara er spurning hvort sé hættulegra að vera úti eða inni.... minna

Aðalleikarar

Næstum því meistaraverk
The Mist hefur allt sem ég vil fá út úr góðri B-hrollvekju og svo miklu, miklu meira. Til að byrja með þá er spennan mikil, andrúmsloftið taugatrekkjandi, ofbeldið mátulega subbulegt, klisjur fáar sem engar og atburðarásin stanslaust ófyrirsjáanleg. Þessir kostir hefðu dugað til að tryggja traustum meðmælum á kvikindið en í þokkabót fáum við vel skrifað handrit, athyglisverða karaktera, raunsæjar og vægast sagt óþægilegar persónudeilur, frábærar frammistöður og einhvern djarfasta endi sem ég hef nokkurn tímann séð frá þekktum leikstjóra. Hann er einnig með því grimmasta sem myndin hefur að bjóða upp á og það er ansi mikið sagt.

Þetta er alls ekki mynd sem mun leggjast vel í hvern sem er. Hún spilast ekki út eins og hefðbundnar hrollvekjur í dag (sem er gott) og viðbrögð þín við endinum munu líklegast segja mikið til um hvað þér finnst um hana í heild sinni. Mér finnst líklegra að harðir kvikmyndaunnendur eigi eftir að kunna betur að meta hana heldur en þeir sem horfa ekki mikið á bíómyndir. Myndin er bara svo stútfull af alls konar þemum, lúmskum gáfum og senum sem fara svo langt út fyrir hefðir og formúlur að margir meðaljónar eiga eftir að spyrja sig: "Bíddu, er þetta leyfilegt??"

Frank Darabont hristir af sér miðjumoðið sem hét The Majestic og kemur með enn einn Stephen King-gullmolann sem á alveg skilið að sitja á sömu hillu og Shawshank og Green Mile (The Mist myndi ég jafnvel flokka sem næstbestu mynd Darabonts - á eftir Shawshank þ.e.a.s). Ólíkar myndir að sjálfsögðu, en Darabont er langt frá því að vera út fyrir sitt þægindasvæði þar sem hann hóf ferilinn sinn við það að skrifa hryllingsmyndir (þ.á.m. hina bráðskemmtilegu The Blob, frá '88). The Mist gæti ekki verið meira tilvalið verkefni handa honum þar sem hún svalar þorsta hryllingsmyndanördans í honum og byggist á enn einni Stephen King-smásögunni. Enginn leikstjóri hefur nokkurn tímann meðhöndlað efni eftir þennan höfund jafn vel, og ástæðan fyrir því að Shawshank og The Mist virka svona vel er sú að smásögurnar eru fullkominn grunnur að efni sem hann stækkar með algerum stæl. Endirinn á þessari mynd er t.d. viðbót sem tilheyrði ekki upprunalegu sögunni og hann hækkar einkunnina um alveg heilt stig.

Myndin virkar samt svo vel vegna þess að þú getur auðveldlega sett þig í spor aðalpersónanna, og myndin gerir það einmitt fyrir þig. Áhorfandinn veit ekkert frekar en þær hvað er á seiði, og þegar eitthvað nýtt og ógeðslegt kemur í ljós þá frétta allir það á sama tíma. Sögusviðið er líka mjög einfalt (fullt af fólki innilokað í matvöruverslun - óbærileg þoka úti - stórir gluggar - Allt getur gerst! Bæði úti og inni) og spennan byggist mjög mikið í kringum hræðslu persónanna. Það er líka vel séð til þess að manni líði aldrei eins og neinn sé óhultur, sama hvort hann er úti eða inni. Við vitum að það eru skrímsli úti í mistrinu en stjórnlaus hræðsla fólks getur leitt til margt óhugnanlegra, og satt að segja var ég hræddari við mannfólkið heldur en skepnurnar.

Darabont er heldur aldrei óáreiðanlegur þegar kemur að trúverðugum leik enda eru góðar frammistöður eitt af mörgu sem einkenna myndirnar hans. Með hjálp þeirra verða hina átakanlegustu senur mun erfiðari til áhorfs og í tilfelli myndar eins og The Mist verður hún stöðugt meira ógnvekjandi og erfið því betur sem leikararnir standa sig. Hver og einn stendur sig óaðfinnanlega, og ekki nóg með það heldur skilja flestir eitthvað eftir sig. Thomas Jane, Laurie Holden, Andre Braugher, Toby Jones (sem tileinkar sér LANGbesta atriði myndarinnar. Trúið mér, þið munuð klappa!), William Sadler, krakkinn... bara bókstaflega allir standa sig eins og (skíthræddar) hetjur. Það er samt ekki hægt að tala um þessa mynd - hvorki á góðan né slæman hátt - án þess að minnast á Marciu Gay Harden. Það er heldur ekki skrítið vegna þess að hún býr til einhvern hatursverðasta karakter sem ég hef á ævi minni séð í bíómynd (jább, frá upphafi!), og sjaldan hefur mig langað eins mikið til þess að segja "haltu kjafti, kona!" og þegar ég sá þessa mynd. Leikkonan er meiriháttar og í mínum huga er Mrs. Carmody - persónan hennar - mesta ófreskjan í allri myndinni. Hún gerir líka hlutina af ásettu ráði á meðan hugsunarháttur skepnanna nær líklegast ekki lengra en að ná sér bara í mat.

Í fáeinum senum er rosalega erfitt að hrósa tölvubrellunum. Stundum líta þær bara prýðilega út en í öðrum tilfellum er dálítill "camp" fílingur á þeim. Samt, miðað við hvers konar mynd þetta er spyr maður sig hvort það hafi ekki bara verið ætlunin. Engu að síður eru nokkur tilfelli þar sem gervilegu brellurnar draga mann pínulítið úr atriðunum, og það er aldrei gott. Sem betur fer gerist það hrikalega sjaldan. Oftast eru líka aðrir hlutir sem bæta þetta upp.

Þegar á heildina er litið er The Mist úrvalshrollvekja sem veit alveg hvað hún vill vera. Hún heldur manni við efnið, fríkar mann út á réttum stöðum og sparkar hreinlega í magann á þér í lokasenunni. Hún er líka ein af örfáum nýlegu myndum sem ég veit um sem notar bregðusenur sparlega og á áhrifaríkan hátt í stað þess að fylla upp í þagnir og fá meikaðar stelpur undir lögaldri til að öskra hástöfum. Eftir að hafa séð þetta vill maður nánast að Darabont endurgeri allar King-sögurnar sem hafa farið úrskeiðis í kvikmyndaaðlögun, og þrátt fyrir minniháttar galla er myndin fjandsamlega nálægt því að kallast meistaraverk að mínu mati.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þokukennt horror drama
The Mist er þriðja myndin í Stephen King þríleik Frank Darabont, á eftir The Shawshank Redemption og The Green Mile. Helsti munurinn á þessari og hinum er sá að The Mist er alvöru King hryllingur. Sagan myndi smellpassa inn í mynd eftir M. Night Shamalyan, þ.e. venjulegt fólk í yfirnáttúrulegum aðstæðum. Ólíkt The Fog þar sem það voru draugar í þokunni þá er ekki alveg ljóst hvað á nákvæmlega á seiði í mistrinu. Það er gefið í skyn að vísindamenn í leynilegum herbúðum hafi reynt að opna glugga í aðra vídd og afleiðingin var sú að víddirnar sameinuðust á einhvern hátt. Það er allt gott og blessað en það skiptir engu mál. Við erum með troðfulla matvöruverslun af skíthræddu fólki, einhver dularfull skrímsli fyrir utan og spurningin verður því hvað gerir fólkið í þeirri von að lifa af.

Það magnaða við þessa mynd er að þetta er skrímslamynd en það ógnvægilegasta er fólkið sjálft. Sjokk eftir sjokk keyrir fólkið út og gerir það sturlað. Marcia Gay Harden leikur Mrs. Carmody sem er geðveik ofsatrúamanneskja sem predikar fyrir fólkinu að þetta sé dómsdagur og að Guð sé að refsa þeim. Smám saman umturnast hópurinn og allt fer úr böndunum. Harden er stórkostleg í þessu hlutverki og hefði átt að fá tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir vikið. Hún minnti mig mest á Kathy Bates í Misery. Aðalhlutverkið er þó í höndum Thomas Jane. Hann sýnir að hann getur orðið stórstjarna, frábær leikari. Hann er ekki of macho, þ.e. nógu venjulegur til að maður trúi á persónunar en samt klassísk hetja á sama tíma.

Skrímslin sjást að mestu leiti mjög lítið. Það hjálpar í raun að láta ímyndunaraflið fylla upp í eyðurnar og það eykur óttann. Maður er hræddari við það sem maður sér ekki heldur það sem er beint fyrir framan mann. Tölvugrafíkin er ekki alltaf 100% en sleppur. Hönnunin bætir upp fyrir það, t.d. risakóngulærnar með andlitið og klórandi armarnir. Endirinn í þessari mynd er einn sá ROSALEGASTI sem ég hef á ævinni séð. Maður þarf að leita í Requiem For a Dream eða eitthvað álíka til að finna eitthvað sem nálgast. Ég labbaði út stjarfur þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma og nú þegar ég horfði á hana aftur var það sama sagan. Mér fannst hún jafn áhrifamikil í annað skiptið og það er eitthvað sem ég átti ekki von á.

Þessi mynd er ein besta hryllingsmynd allra tíma, ein besta mynd síðustu ára og mjög ofarlega á lista hjá mér yfir mínar uppáhalds myndir! Ef þið hafið einhvern áhuga á hrollvekjum, áhrifaríkum myndum um fólk eða einfaldlega góðum myndum, VERÐIÐ þið að sjá The Mist!!

"Sure, as long as the machines are working and you can dial 911. But you take those things away, you throw people in the dark, you scare the shit out of them - no more rules."

Stjörnur: 5 af 5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
hef séð betri B-myndir
The Mist var ekki eins góð og ég bjóst við, þar sem ég hef mjög gaman af B-myndum yfir höfuð, slæmur leikur, handritin illa skrifuð og allt sem heitir tæknibrellur lýtur út fyrir að hafa verið gert á 2 mín, enn skemmdana gildið í lagi.
Og var The Mist með það allt nema allt sem hét skemmtana gildi var í lágmarki, bregðuatriðin sama sem og engin, blóðslettur og þvíum líkt var einfaldlega bara blhe (totaly not worth it). Það eina sem ég hafði gaman af var hvernig hann Toby Jones stóð sig sem karakterinn Ollie Weeks. endirinn fannst mér ofalvarlegur miða við annað í myndinni og fyrirsjánlegur. það gæti þó stafað að því að ég var búinn að heyra að hann væri svo mikið surprice. enn hann varð ekki að neinu þvíum líkt.
Þessi mynd er í besta falli leigu mynd og þá sem frí með nýrri eða annari betri.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vá, skemmtileg B-Mynd af filíngur!
Myndin var kannski pínulítið lengi að byrja en í byrjunni voru sammt hlutir sem að þú þurftir að vita aðeins um persónunar. Leikararnir voru vel valnir eins og Thomas Jane (Dreamcatcher, Punisher), Marcia Gay Harden (American Dreamz, Mystic River) og Jeffrey DeMunn (Green Mile, The Majestic). Sagan var heldur betur góð. Hvernig þetta er á milli góðs og ills. Skrímslin voru mjög skemmtileg gerð. Stökkbreyttar köngulær, fugla, flugur og stór skrímsli. Endirin var frekar sorglegur. Ekki sorglegur eins og ,, djöfull var þetta ömurlegur endir" meira svona svekjandi endir, eins og maður er að fara að gráta. Mér fannst mjög lélegt hvernig persónan Brent Norton (leikinn af Andre Braugher og hann lék í Primal Fear) trúði nákvæmlega engu. Hann trúði ekki að það væri skrímsli úti, svo þegar loksins kemur skrímsli inn og það er nýbúið að drepa það þá trúir hann ekki ennþá að það væri skrímsli þarna úti.
Ég elska Stephen King, smásögurnar hans eru bestar. Cujo, The Mist, Shawshank Redemption og Green Mile sögurnar. The Mist var byggt af smásögubók
"Skeleton Crew" og er mjög vinsæl í ameríku. The Mist var eiginlega bara 100 blaðsíðna saga og hún er 2 klukkutímar og 10 mínútur. Spennan tók þig algjörlega þegar það koma af einnhverjum EKTA atriðum. Gore atriðinn rosalega skemmtileg. Eitt af hræðilegustu sögum sem King hefur gert. Eina sem að ég veit er að
Frank Darabont hefur bara gert myndir eftir Stephen King. Eins og
Shawshank Redemption, Green Mile og þessi. En The Majestic er samt ekki eftir King.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Mist er byggð á skáldsögu Stephen King og leikstýrð af Frank Darabont. Segir frá þoku sem leggst yfir smábæ og einblínir(myndin) á hóp fólks sem situr fast í matvöruverslun vegna einhvers óvinveitts í þokunni. The Mist er þokkalegur mysteríu thriller en það sem hrjáir hana er að hún endurtekur sig soldið. Þegar hún er hálfnuð er hún orðin stefnulaus og hættir að koma á óvart. Annars býður handritið ekki upp á mjög mikið og þar sem ég gef myndinni einkunn aðeins yfir meðallagi þá er óhætt að segja að Frank Darabont hafi unnið frekar vel úr efniviðnum. Thomas Jane heldur The Mist uppi með leik sínum þó að engir The Punisher taktar í honum séu hér. Þið fyrirgefið en fyrir mér verður þessi leikari alltaf Frank Castle. The Mist er flott tekin og vel leikstýrð en með takmarkaðar hugmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.01.2023

Íslandstenging kom til skjalanna

Skoski leikarinn Iain Glen hlýtur, að öllum öðrum ólöstuðum, að mega teljast frægasti leikarinn í spennumyndinni Napóleonsskjölin og talsverður happafengur fyrir leikstjórann Óskar Þór Axelsson. Ian Glen sem Ser Jorah Mormont í Game of ...

20.05.2020

The Shining og Shawshank sýndar um helgina

Nú um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum á tveimur ólíkum perlum sem sprottnar eru úr hugarheimi rithöfundarins Stephen King. Gefst þá bíógestum tækifæri til að upplifa The Shining frá 1980 og The Shawshank Redempti...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn