Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Aliens vs. Predator: Requiem 2007

(Aliens vs. Predator 2)

Frumsýnd: 18. janúar 2008

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Myndin heldur áfram þar sem frá var horfið í síðustu mynd og athyglin beinist að Predalien skrímslinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að afkvæmi Predator og Alien skrímsla reynist vera blóðþyrst og óstöðvandi. Geimverurnar halda því áfram baráttu sinni, nú í litlum smábæ í Bandaríkjunum en íbúar þess verða að berjast fyrir lífi sínu

Aðalleikarar

Handrit


In space no one can hear you scream. Þannig byrjaði ballið árið 1979 með Alien. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í framhöldum og með tilkomu Predator. Nú er serían komin í 8 myndir. Að mörgu leiti hafa öll framhöld fyrir utan Aliens valdið vonbrigðum, en það er fyrst og fremst af því að fyrstu myndirnar voru svo góðar. Allar hafa þær verið áhorfanlegar og fín skemmtun að mínu mati (en alls ekki allra), þar til núna.

Það var upphaflega Dark Horse comics sem fór að leika sér með heima Alien og Predator veranna. Þeir bjuggu til Alien vs. Predator hugtakið og það var óumflýjanlegt að það myndi enda á hvíta tjaldinu. Fyrsta AVP myndin var bara fín eftirá séð, þó það séu örugglega margir ósammála. Requiem er hreinlega vond. Persónurnar (eða alien fóðrið) eru flatar og óspennandi, sagan grípur mann aldrei og það sem verst er, maður sér ekki nokkur skapaðan hlut af því að lýsingin er svo slæm. Ég veit að það eru ótal tæknimenn sem vinna við þessar myndir en það er leikstjórarnir verða að taka á sig sökina þar sem þeir bera ábyrgð á verkinu.

Á ég að tala um litlu stepluna, “mommy, is the monster gone”? Ég hélt ekki, má ég æla núna.

Myndin er beint framhald af AVP og fer lengra með nýja veru sem kom í lok þeirrar myndar, þ.e. The Predalien (alien sem kom út úr predator). Fín hugmynd en illa framkvæmd. Hún fær aldrei að njóta sín og virkar meira eins og ódýrt gimmick. Það er engin drottning svo Predalien veran er látin dæla fóstrum inn í fólk. Þetta er hreint brot á reglunum og ég neita að taka þátt í þessu, ég er hættur, ekki horfa á þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Geimverur gegn Rándýrum
Aliens versus Predator: Requiem fær jafn háa einkunn frá mér og hin Alien versus Predator myndin en samt finnst mér þessi aðeins skemmtilegri því hún er flottari og meira brútal. Augljósasti gallinn við þessa mynd er að persónusköpunin er í lágmarki og engin persóna neitt eftirminnileg fyrir utan kannski skrýmslin sem gerir tæknibrellurnar og ofbeldið það sem heldur þessu á floti. Annað sem mér finnst vanta hér eru frasar sem Predator skepnurnar endurtaka eftir fólki. Klassískar setningar úr Predator myndunum á borð við: "Any time", "Want some candy?" og "Shit happens", það er ekkert svona hér, mikil vonbrigði. AVPR er samt alveg ágætis mynd eins og ég segi flott og brútal og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast en hún bara nær alls ekki hæðum Predator 2. 7/10 held ég að sé sanngjarn dómur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn