Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Skyline 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. nóvember 2010

Don't Look Up

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 26
/100

Kvöld eitt birtast undarleg ljós yfir Los Angeles borg og kemur fljótt á daginn að um fjölmörg og gríðarstór geimskip er að ræða. Hinn framandi, bláleiti bjarmi sem af þeim stafar, auk hinnar ótrúlegu stærðar og útlits síns, veldur því að fólk um alla borg hópast út á götur til að virða fyrir sér sjónarspilið. Hinir ójarðnesku herskarar eru hins... Lesa meira

Kvöld eitt birtast undarleg ljós yfir Los Angeles borg og kemur fljótt á daginn að um fjölmörg og gríðarstór geimskip er að ræða. Hinn framandi, bláleiti bjarmi sem af þeim stafar, auk hinnar ótrúlegu stærðar og útlits síns, veldur því að fólk um alla borg hópast út á götur til að virða fyrir sér sjónarspilið. Hinir ójarðnesku herskarar eru hins vegar með sín eigin áform: að ná hverri og einni einustu manneskju á jarðkringlunni og útrýma mannkyninu að öllu leyti af yfirborði jarðar. Um leið og manneskja er komin út og lítur upp á skipin er orðið of seint að berjast gegn brottnáminu. Nokkrar manneskjur ná aftur á móti að verjast freistingunni og ætla sér með einhverju móti að flýja hörmungarnar sem dynja á mannkyninu, en það á eftir að reynast hægara sagt en gert, þar sem geimverurnar hafa ráð undir rifi hverju.... minna

Aðalleikarar

Aldrei verið eins pirraður!
Ég er núna loksins búin að átta mig á því að maður á ekki að fagna alltof snemma eftir að maður er búin að sjá trailer á mynd. Trailerinn á myndinni var eins og djöfullinn. Mjög tælandi og lofaði öllu góðu, en í staðin fékk maður skít í smettið á sér. Ég hélt að þessir bræður skildu hafa lært sína lexíu af AVP: Requim, því sú mynd var algjör róni. En núna ýttu þeir á takkan. Þetta er (ándjóks) versta mynd sci-fi mynd sem hægt er að finna, Plan 9 From Outer Space var betri. Hún er bara algjört rusl, jájá ég hef gaman af rusl myndum (ég hafði gaman af Along Came Polly og Piranha, hehe) en þessi fór gjörsamlega yfir línuna. Þessi mynd er líka algjör skínka, hún var að reynað vera eitthvað sem að hún er ekki.

Án gríns, þá held ég að simpansi getur gert betri geimveru mynd en þetta. Mér langar til að gefa Roland Emmerich óskarinn fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina 10.000 B.C. því að ég veit að það er til verri mynd en hún (og hvaða mynd er það krakkar?). Ég veit ekki alveg hvort ég á að tala um þetta en fokk it: Mikið af fólki voru að fremja sjálfsmorð eftir að hafa séð Avatar, hversu mikið af fólki er búið að drepa sig eftir að hafa séð þessa?

Ég svona án djóks hata þessa mynd, tölvubrellurnar eru góðar já en allt sem handritið hefur uppá að bjóða, allt sem leikararnir eru að gera, allt sem er að gerast í þessari mynd er ógeðfellt.

1/10 - Passið ykkur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lætur Independence Day líta út eins og Inception
Sumar myndir eru svo lélegar að eftir áhorf þarf maður að kanna hvort andlega heilsan hafi eitthvað breyst. Eftir að hafa horft á Skyline leið mér eins og ég þyrfti á svona 10 höfuðverkjatöflum að halda. Hún er með öllum líkindum leiðinlegasta og mest óspennandi geimverumynd sem ég hef séð í kvikmyndahúsi, og það er mér óskiljanlegt að henni hafi ekki verið vísað beint í DVD hillurnar. Það eina sem getur slegið hana út eru sci-fi myndir í C eða D flokknum, eða eitthvað gubb frá Asylum-kompaníinu. Svo slæm er hún! Mér líður eins og ég hafi verið að horfa á mynd leikstýrða af 10 ára dekruðum krakka sem fékk fullt af pening og ákvað að stela úr mun betri sci-fi myndum. Ekki kúl.

Hvað kvikmyndagerð varðar er það eina sem Strause-bræður (sem færðu okkur síðast Aliens vs. Predator: Requiem – sem var líka hræðileg) kunna er að búa til brellur, og óneitanlega eru þeir fagmenn á því sviði – sérstaklega miðað við fjármagn. Þetta er samt ástæðan af hverju brelludeildirnar eru oftast sér og alvöru kvikmyndagerðarmennirnir sjá um allt hitt sjálfir án aðstoðar frá þeim. Í tilfelli myndar eins og Skyline þá er spurningin ekki "hvað hrjáir myndina?" heldur meira "hvað hrjáir hana EKKI?" Hún er svo slæm að það lá við að ég fór að hafa gaman af því, og í rauninni eru allar helstu draslmyndalýsingarnar hér til staðar; Handritið er sori, leikur hlægilegur, spenna engin, persónur leiðinlegar og til að kórnóna allt er ekki vottur af hugmyndaflugi hér að finna sem ekki kemur einhvers staðar annars staðar. Það er svoooo margt hægt að gera með mynd sem fjallar um geimveruárás. Af hverju endilega taka frá öðrum myndum? Það gerir ekkert annað gagn hérna en að sýna hversu hugmyndadauðir aðstandendur eru, og þar að auki fær þetta mann mun frekar til að vilja horfa á aðrar - og miklu betri - geimverumyndir.

Það er tilgangslaust að eyða of mörgum orðum í svona fjall af sorpi. En svo maður komi með einhverja samantekt þá er hér um mjög slæma indie-mynd að ræða sem þykist vera miklu meira en hún er. Leikstjórarnir gera sitt besta með að fela eigin leti og peningaleysið með því að láta hana gerast á afmörkuðu svæði. Það virkar í mörgum myndum en hérna sér maður strax í gegnum það, og jafnvel ef ég hefði náð að vera algert grænmeti og notið mesta hluta myndarinnar þá hefði ég aldrei getað fyrirgefið þennan endi. Hann pirraði mig svakalega, en það sem verra er að bræðurnir eru að reyna að framlengja þessa ælu yfir í aðra bíómynd, eða svo gáfu lokasenurnar til kynna. Það er hægt að baktala Skyline allan daginn, en treystið mér, því meira sem þið hugsið um hana því meira mun hún bara pirra úr ykkur vitið. Takið rétta ákvörðun og bara sleppið henni. Ef þið finnið einhverja brennandi þörf fyrir því að sjá myndina hafið það í huga að trailerinn sýnir það eina sem vert er að hrósa. Aðeins metnaðurinn sem fór í brelluvinnuna kemur í veg fyrir botneinkunn, þannig að betra er að líta á Skyline sem 90 mínútna demo-reel fyrir það sem hægt er að gera fyrir $10 milljónir heldur en alvöru poppkornsmynd.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
slæmt
það eru svo sem flottar tæknibrellur en þessi mynd er afskaplega leleg veit ekki hvernig á að lísa því en það löbbuðu margir út á mismunandi tímum í myndini sumir þoldu greinilega meira en aðrir ég sat þarna bara til að geta sagts vera búinn að sjá hana.ég myndi sjá hana á dvd því þá getur þú hraðspólað yfir þetta rugl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn