Þessi mynd er fínasta skemmtun. Hún er byggð upp með óvenjulegum hætti þar sem maður fær að fylgjast aftur og aftur með atburðarásinni þegar forseti Bandaríkjanna er skotinn þegar hann er að halda ræðu. Í hvert skipti sem spólað er til baka og skipt um sjónarhorn fær maður meiri upplýsingar þegar sagan er sögð útfrá nýrri persónu.
Leikararnir standa sig allir ágætlega, en myndin býður ekki upp á óskarstilþrif.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei