Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Maður finnur fyrir því mjög snemma í Supremacy að það er kominn nýr leikstjóri. Myndatakan er hraðari og taugaveiklaðri en samt mjög svo undir control. Eitt það magnaðasta við þessar myndir eru að þær eru nánast lausar við klysjur...uh fyrir utan það augljósa (súpernjósnari). Damon er kominn betur inn í persónuna og virkar öruggari. Joan Allen er búin að taka við hlutverki Chris Cooper sem er ekki öfundsvert en hún gerir það vel. Myndin er jafn góð eða betri en Identity. Mér fannst mjög gaman að sjá þær með svona stuttu millibili og hlakka til að takast á við Ultimatum.
Myndin olli mér miklum vonbriðgum, bæði vegna þessa að ég var nýlega búinn að lesa bókina og það var farið eins lang út frá og hægt var, þ.e. þetta var allt önnur saga, einng fannst mér myndatakan með eindæmum leiðinleg, myndatökumaður á skjálftavaktinni, afar óþægilegt að fylgjat með atriðum í myndinni eins það væri verið búa til hasar þar sem ekkert var að gerast, þessi mynd stendur langt að baki fyrri myndinni, sem var allveg þokkaleg.
Ég er mjög mikill áðdáandi Matt Damon hann er snilldar leikari en því miður olli hann mér miklum vonbrigðum í þessari mynd. Mér finnst hann ekki fitta inn í hasarmyndir, samt eru nokkur ágæt atriði í myndinni ég myndi segja að seinni hlutinn hafi verið 5 falt betri enn sá fyrri. Ágæt mynd til að sjá einu sinni og svo aldrei aftur !
Þetta er frábær mynd og gefur fyrri myndinni lítið eftir. Damon er pottþéttur sem hin þrautseigi Bourne og allir aðrir leikarar eru að standa sig mjög vel. Ég er bara mjög sátt við myndina og get ekki beðið eftir lokamyndinni sem verður ábyggilega ennþá kraftmeiri. Hér er nóg af hasar, spennu og dramatík og þar að auki klikkar húmorinn ekki. Einir hröðustu bardagar sem ég hef séð -maður fékk næstum hausverk á því að fylgjast með. Svona eiga bardagar að vera. Áður en myndin var hálfnuð var skellt framan í okkur mjög átakanlegu atriði sem eflaust enginn hafði séð fyrir og var ég mjög ósátt með það, ásamt fleirum geri ég ráð fyrir (og þið sem hafið séð myndina vitið hvað ég á við). En góðar sögur gera manni reglulega grikk -þannig er nú það. Ég mæli hiklaust með The Bourne Supremacy.
Hér er á ferð ágætis hasarmynd sem þjónar hlutverki sínu sem slík, -en ekki mikið meira en það. Eitthvað veldur að framvindan virðist einhvernveginn laus í sér og söguþráðurinn meira eða minna fyrirsjáanlegur. Sú atburðarás sem verður í upphafi myndarinnar og heldur uppi söguþráðinum út myndina er nokkuð ótrúverðugur, en óhætt er að ljóstra því upp að myndin fjallar um hvernig krimmar klína sökinni fyrir tvöfalt morð á Bourne og um leið hvernig hann reynir að elta uppi þá skúrka sem myrtu unnustu hans í misgripum fyrir hann sjálfan. Það hvers vegna sökinni er klínt á Bourne, og hví endilega skyldi vera nauðsynlegt að reyna að myrða Bourne er hvergi útskýrt á trúverðugan máta. Hasaratriðin skortir fagurfræði og svo mikil hreyfing á skjánum oft á tíðum að erfitt er að gera sér grein fyrir framvindu mála.
En það má samt alveg hafa gaman af þessari mynd. Fínasta karlamynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. ágúst 2004
VHS:
29. desember 2004