Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

1408 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. júlí 2007

The Dolphin Hotel invites you to stay in any of its stunning rooms. Except one.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Hinn kaldhæðni efasemdamaður og rithöfundur, Mike Enslin, skrifar bók um yfirnáttúruleg fyrirbæri í hótelum, í kirkjugörðum og á öðrum stöðum þar sem finna má draugagang, og yfirleitt afhjúpar hann fals og blekkingar. Þegar hann er að skrifa nýjustu bók sína fer hann frá Los Angeles til New York og dvelur í inu illa herbergi 1408 í Dolphin hótelinu,... Lesa meira

Hinn kaldhæðni efasemdamaður og rithöfundur, Mike Enslin, skrifar bók um yfirnáttúruleg fyrirbæri í hótelum, í kirkjugörðum og á öðrum stöðum þar sem finna má draugagang, og yfirleitt afhjúpar hann fals og blekkingar. Þegar hann er að skrifa nýjustu bók sína fer hann frá Los Angeles til New York og dvelur í inu illa herbergi 1408 í Dolphin hótelinu, en það er ekki leigt út til gesta. Hótelstjórinn, Mr. Gerald Olin, er hikandi og neitar honum um herbergið og býður honum betra herbergi og ýmiskonar fríðindi, en segir síðan að meira en 50 gestir hafi látið lífið í þessu alræmda herbergi yfir nokkra áratugi. Mike hótar Olin lögsókn fái hann ekki að nota herbergið, og hann fær því loks að bóka sig þar inn. Síðar um nóttina kemst hann að því gestir herbergisins komast líklega aldrei á lífi þar út, hafi þeir einu sinni bókað sig þar inn.... minna

Aðalleikarar


Myndir eftir sögum Stephen King eru mjög misjafnar af gæðum. Frank Darabont hefur tvímælalaust gert þær bestu (The Mist, The Shawshank Redemption og Green Mile). Aðrar góðar voru t.d. Misery, The Dead Zone og The Shining. 1408 er eftir stutta sögu King og fjallar um reimt hótelherbergi, segi ekki meira um það. Meira hluta myndarinn er John Cusac einn á skjánum sem hentar honum mjög vel, sjá t.d. High Fedelity. Samuel L. Jackson er í aukahlutverki en hann skilar alltaf sínu. 1408 nær manni í byrjun og heldur manni 80% leiðarinnar, endirinn stendur þó ekki alveg undir þeirri uppbyggingu. Myndir er góð skemmtun en ekkert meistaraverk, samt yfir meðallagi hvað King myndir varðar. Hún er algjörlega þess virði að leigja, bara ekki vera með of miklar væntingar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
1408
Stephen King hefur alla tíð heilla mikið og hef ég séð flestar
kvikmyndir sem hafa verið gerðar eftir sögum hans, ein allra
nýjasta sem hefur verið fest á filmu er 1408, þótt að sagan
sjálf og bókin sé nokkuð gömul þá er þessi mynd glæný.
Maður nokkur sem leikinn er af John Cusack, sem hefur dulræna
hæfileika er fenginn til að kíkja í eitt herbergi á hóteli nokkru, þar
á hafa átt sér stað hitt þetta. 1408 er kannski engin ''Shining'',
en ég skemmti mér vel á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fínasta "Mænd-fökk"
1408 nær kannski ekki hæðum The Shawshank Redemption eða Misery hvað aðlögun á Stephen King skáldskap varðar, en sem betur fer er hér heldur ekki misheppnuð tilraun á ferð í anda Dreamcatcher.

Hér er um að ræða alveg fantagóðan horror-þriller sem að auðvelt er að kalla einhverja óhugnanlegustu mynd ársins hingað til. Myndin gengur upp á flesta kanta og byggir upp bæði góða spennu sem og taugatrekkjandi andrúmsloft.

John Cusack er líka mjög góður og virðist bera aðalhlutverk myndarinnar uppi með stolti. Hann býr til góðan karakter sem hægt er að hafa samúð með, og nær hann þessari sturluðu tilfinningu af einangrun alveg rosalega vel.

1408 virkar sem einleikur og myndin kemur virkilega á óvart. Ég man ekki hvenær ég síðast fékk svona mikla gæsahúð í bíó, en fyrir vikið gef ég leikstjóra myndarinnar nett hrós. Það er reyndar mínus að myndin eigi sjálfsagt ekki eftir að skilja mikið eftir sig, en tékkið endilega á henni samt sem áður...

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er lítið sem ég vil koma á framfæri varðandi þessa mynd, enda eru gagnrýnirnar mínar oftast stuttar og það af einfaldri ástæðu; ég gæti örugglega blaðrað vel og lengi um myndatökuna og þvíumlíkt en gallinn er sá að mér finnst alger óþarfi að taka of mikið fram því það eina sem mér finnst að þið ættuð að vita er þetta:

Þetta er óvenjuleg og skemmtileg draugamynd sem bragð er af. Hræddi mig ágætlega mikið (og ég hræðist ekki auðveldlega) og ég var spennt mestallan tímann, þó að endirinn varð helst til langdreginn. (Eða kannski ekki miðað við King) John Cusack sýndi góða frammistöðu sem hrokafulli rithöfundurinn Mike Enslin en Samuel L. Jackson virtist óþarfa stór leikari fyrir þetta litla sæta aukahlutverk sem hann fékk...

það besta við þessa mynd var að hún náði að hræða mig án þess að myrða persónur hennar á blóðugan og óþægilegan hátt eins og flestar hryllingsmyndir gera nú til dags... Hún er bara óhugnanleg, ekki ÓGEÐsleg og ég var ekki skilin eftir með þessa leiðinlegu tilfinningu sem ég fæ þegar ég horfi á myndir eins og House of Wax og Hostel, þ.e.a.s. sú tilfinning að ég hafi sóað pening og tíma í ekkert.

Segjum bara það að þetta er góð mynd til að horfa á með einhverjum nánum vini á dimmu vetrarkvöldi þegar þú ert aleinn í húsinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bækur og smásögur eftir Stephen King hafa oft ratað á hvíta tjaldið með þó mjög misjöfnum árangri. Kvikmyndin 1408 er einmitt byggð á smásögu eftir meistara Stephen King. Hér hefur tekist vel til því myndin er afar spennandi og vel gerð. Leiksjórinn Mikael Hafström (Derailed) er trúr sögunni og því svífur andi Stephens Kings yfir. Í stuttu máli fjallar myndin um rithöfundinn Mike Enslin (John Cusack) sem hefur sérhæft sig í því að skrifa um drauga. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu ekki til. Dag einn fær hann dularfullt póstkort frá Dolphin hótelinu í New York þar sem hann er varaður við að gista í herbergi 1408. Enslin fer á hótelið og pantar þetta herbergi en hann veit ekki hvað hann er þá að kalla yfir sig.

Það mæðir mikið á John Cusack í aðalhlutverkinu enda er hann í mynd nánast allann tímann. Hann sýnir óaðfinnanlegan leik og það er frábært að fylgjast með honum. Samuel L. Jackson leikur hótelstjórann Gerald Olin og hann á líka góðan dag þó hann sé í raun og veru í aukahlutverki.

Helsti galli myndarinnar er sá að það er kannski helst til of mikið af endurtekningum.

1408 er hrollvekjandi spennumynd af gamla skólanum. Það er lítið um tæknibrellur enda ekki þörf á þeim. Blóðsúthellingar eru í lágmarki enda er myndin uppfull af óhugnanlegum atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn