Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Rite 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. febrúar 2011

You can only defeat it when you believe.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Myndin segir frá kaþólska prestinum Michael KovaMyndin segir frá kaþólska prestinum Michael Kovak, sem er sendur til Rómar til að læra djöflasæringar, en margar fréttir af andsetnu fólki eru farnar að berast víða að. Michael er efasemdarmaður og trúir ekki að djöfullinn láti fólk fremja syndir, hvað þá að hann taki sér bólfestu í því. Hann tekur þó... Lesa meira

Myndin segir frá kaþólska prestinum Michael KovaMyndin segir frá kaþólska prestinum Michael Kovak, sem er sendur til Rómar til að læra djöflasæringar, en margar fréttir af andsetnu fólki eru farnar að berast víða að. Michael er efasemdarmaður og trúir ekki að djöfullinn láti fólk fremja syndir, hvað þá að hann taki sér bólfestu í því. Hann tekur þó þátt í námskeiðinu með semingi, en á meðan á dvöl hans í Róm stendur hittir hann gamalreynda prestinn Lucas, sem er fenginn til að sannfæra Michael með öllum ráðum, en gengur brösuglega við það, jafnvel þó hann fari með Michael til að fremja særingu á andsetinni ungri konu. Þegar Lucas sjálfur fer svo að haga sér undarlega fara hins vegar tvær grímur að renna á efasemdarmanninn Michael..... minna

Aðalleikarar

Dæmigerð og spennulaus serimónía
The Rite er því miður ein af þessum myndum sem virðist vera að byggja eitthvað merkilegt upp allan tímann en skilar afar bitlausri niðurstöðu í lokin. Hún er líka ein af þessum myndum sem ætti nákvæmlega ekkert erindi í bíó hefði ekki ómótstæðilega góður A-leikari tekið að sér eitt aðalhlutverkið. Allt fer meira eða minna eftir hefð. Í alvöru talað, hversu oft höfum við séð spennusögu um prest sem á einhverjum tímapunkti missti trúna sína og þarf síðan að kljást við eitthvað yfirnáttúrulegt? Þú þarft hvorki að vera guðfræðingur né andfélagslegt kvikmyndanörd til að fatta hvert allt þetta stefnir um leið og öll spilin eru komin á loft. Það eru vottar af athyglisverðum þemum en ég stórefa að það hefði ekki verið hægt að gera eitthvað flottara úr efni sem er (mjög svo) lauslega byggt á sönnum atburðum.

Uppbyggingin á óhugnaðinum svokallaða er næstum því alltaf fyrirsjáanleg. Ég skal samt játa að þessi mynd stendur sig margfalt betur með það að búa til ákafar senur með óþægilegu andrúmslofti heldur en megnið af spennumyndum/hrollvekjum sem kemur út. Fáeinir kaflar, en alls ekki margir, eru alveg líklegir til þess að fríka þig út en ef þú ert hins vegar leiður á bregðuatriðum þá þarftu að þola þau líka. Sum þeirra virka, önnur eru alveg jafn ódýr og flest sem maður finnur í unglingahrollvekjum. Flæði myndarinnar er síðan spes umræða út af fyrir sig. Hraðinn á sögunni er fyrst notalegur og í engu flýti en svo koma alltof mörg tilfelli þar sem mjög lítið áhugavert er að gerast og þá missir maður fljótt þolinmæðina. Það er aðeins meiri kraftur í seinni helmingnum en ég festist samt aldrei við sætisbrúnina. Lokasenurnar eru líka alveg jafn dæmigerðar og maður myndi búast við af mynd sem dílar við djöflasæringar. Ég hafði séð þessar senur áður, oft! Þetta var einmitt sá tímapunktur þar sem ég hefði átti að vera mest trekktur upp yfir myndinni en ég var meira farinn að geispa.

Aðdáendur Anthony Hopkins fá alveg það sem þeir borguðu fyrir, og mér til gríðarlegrar ánægju er þetta ekki rulla sem hann sefur í gegnum. Ef eitthvað þá setur hann miklu meira líf í alveg fjandsamlega dauða mynd. Karakter hans var mun meira spennandi heldur en sá sem myndin fjallaði um. Colin O'Donoghue er allt annað en merkilegur á skjánum. Hann er heldur ekki beinlínis leiðinlegur en maður hefur séð þessa persónu áður og þar að auki er þróun hans bara aðeins of fyrirsjáanleg. Af óskiljanlegum ástæðum bætist svo Alice Braga inn í þessa mynd og hún er gjörsamlega tilgangslaus. Bara ekkert annað en sætt andlit, sem er jafnvel á mörkum þess að vera sætt. Skal láta þau orð duga og segja að hún sé “ágæt.”

Eftir fyrstu særinguna í myndinni kemur fram skondin setning þar sem O'Donoghue spyr Hopkins hvort þetta sem hann sá hafi verið allt og sumt. Gamli kallinn djókar svolítið á móti og segir að þetta sé í raun ekkert í líkingu við það sem við sáum í The Exorcist. Mér þykir það býsna fyndið hversu viðeigandi þessi setning á við um alla myndina. Innihaldslega séð vildi ég aðeins ferskara kjöt með móral sem er ekki svo auðútreiknanlegur. Og hvað gæsahúðafílinginn varðar er varla stök sena sem réttlætir áhorfið. Það eina sem gerir það er Hopkins en ég ætti ekki að þurfa að segja ykkur það að þið getið fundið hann í þúsundfalt betri myndum.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hrollvekjandi en skortir skemmtanagildið
The Rite er mynd sem hefði getað og átti að vera mun betri. Atriðin sem sýna andsetningar eru vissulega scary en annars leiddist mér frekar mikið yfir þessari mynd. Hún ætlar nær aldrei að byrja en svo kemst smá fjör í leikinn seinni partinn og svo bara búið. Handritið býður upp á slappa og óspennandi sögu og fannst mér eins og það vantaði alveg heilmikið í þessa mynd. Ég veit ekki hvað ég á að segja um þá staðreynd að hún er byggð á sannsögulegum atburðum. Colin O'Donoghue er alls ekki góður í aðalhlutverkinu, hann gæðir karakterinn engu lífi og er bara pirrandi. Anthony Hopkins er reyndar fínn í aðeins sterkara hlutverki. Snillingurinn Rutger Hauer er svo þarna í litlu hlutverki og þó að þetta sé ágætis frammistaða hjá honum þá hefur hann áður gert betur. Þrátt fyrir að vera hrollvekjandi á köflum þá er The Rite fremur slæm mynd sem olli mér talsverðum vonbrigðum en fær eina stjörnu fyrir að vera ekki alveg alslæm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn