Náðu í appið
56
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saw III 2006

(Saw 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. desember 2006

Sometimes Rules Are Meant To Be Broken...

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Jeff syrgir ungan son sinn sem dó í bílslysi. Hann er orðinn heltekinn af því að hefna fyrir slysið. Þegar Dr. Lynn Denlon, sem á í hjónabandsvandræðum, er rænt af hinni veruleikafirrtu Amanda, sem er lærlingur Jigsaw, þá er farið með hana í ömurlega vöruskemmu. Þar setur Amanda hálsmen fullt af sprengiefni um háls Dr. Lynn, sem er tengt við maskínu... Lesa meira

Jeff syrgir ungan son sinn sem dó í bílslysi. Hann er orðinn heltekinn af því að hefna fyrir slysið. Þegar Dr. Lynn Denlon, sem á í hjónabandsvandræðum, er rænt af hinni veruleikafirrtu Amanda, sem er lærlingur Jigsaw, þá er farið með hana í ömurlega vöruskemmu. Þar setur Amanda hálsmen fullt af sprengiefni um háls Dr. Lynn, sem er tengt við maskínu sem heldur hinum helsjúka John Kramer á lífi, og segir henni að ef hann deyi, þá muni tækið springa. Á sama tíma þarf Jeff að taka þátt í sjúkum leik fyrirgefningar, með óvæntum myrkum afleiðingum.... minna

Aðalleikarar


Þegar ég leigði Saw III þá bjóst ég við að hún væri meiri hryllingi.Þetta er mjög góð mynd en ég vil ekkert vera að eyðillegja fyrir neinum sem langar að sjá hana,en það sem mér finnst leiðinlegt er það hvernig myndin endaði.ég hefði viljað að endirinn hefði verið öðruvísi en skyldi koma Saw III
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hættið hér! Ekki meira.
Sú fyrsta var sturluð upplifun, og gekk mjög vel upp sem slík. Þegar framhaldið leit dagsins ljós var ég mjög skeptískur, en sú mynd reyndist sleppa og var á endanum ágæt. Núna snúum við okkur að Saw III, og því miður verð ég að fara með þær fréttir að serían fer hvergi batnandi. Og ég sem var að vonast eftir að þetta yrði öflugur lokakafli sem myndi binda enda á þetta allt saman. Það reyndist einnig vera bullandi óskhyggja í mér, bæði vegna þess að myndin var ekkert sérstök og síðan hef ég verið að heyra að Saw IV sé á leiðinni (!!). Það fyllir gjörsamlega mælinn, sérstaklega þegar þessi mynd hefur fullnægjandi endi, eða svona næstum því.

Myndina vantar reyndar ekki ógeðið. Ekki minnsti vafi á því! Stundum verð ég að spyrja sjálfan mig hversu heill á geði leikstjórinn Darren Lynn Bousman í raun og veru er því að þessi mynd er nánast eintómur viðbjóður út í gegn og er því mjög erfitt fyrir söguþráðinn að hljóta sömu athygli.

Í fyrsta sinn í góðan tíma tókst mér að almennilega kúgast í bíó, og það var yfir völdum senum í þessari mynd sem að höfðu nánast engan tilgang, annað en nákvæmlega það að sjokkera áhorfandann. Í mínu tilfelli, það virkaði en... hvað græðir myndin á því innihaldslega séð ef að það fær ekkert sterkt samhengi? Auk þess var engin spenna svo maður endar bara með því að horfa á fólk þjást og bíður maður ólmur eftir að það klárist svo myndin geti haldið áfram með... söguþráðinn.

Saw III er alveg nógu brjáluð til þess að gera áhorfið þess virði, en maður finnur sterkt fyrir því hversu þreytt þetta er allt farið að verða, og það þykir mér vera hálf pirrandi. Ég get annars ekki neitað því hversu svalur einstaklingur Tobin Bell er, bara svo ég skjóti því inn, en hann fær stærsta plúsinn fyrir þessa mynd.

Ég neyðist til að viðurkenna að snúningarnir í endanum komu mér örlítið á óvart, en í raun var áhugi minn orðinn það takmarkaður á þeim tímapunkti að ég hafði ekki fókusinn nógu skarpan til að pæla í myndinni á meðan henni stóð.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þriðja Saw myndin olli alls engum vonbrigðum. Alveg jafn gróf og blóðug og jafnvel viðbjóðslegari(sumar senurnar eru virkilega erfiðar til áhorfs...án djóks)heldur en forverar sínir tveir. Jigsaw er mættur aftur ásamt aðstoðarkonu sinni til að leggja gildrur og líkt og fyrri daginn stefnir þetta út í margslungið plott sem ómögulegt er að sjá fyrir. Það verður ekki mikið sett út á þessa mynd Saw 3 annað en það sem forverarnir þjáðust líka örlítið af. Persónusköpunin er jú voða takmörkuð eins og hann Þórður hér að ofan(eða neðan...?) minnist á. Einnig er hálfpartinn eins og leikstjórinn Darren Lynn Bousman sé meira að einblína á gildrurnar og endaplottin heldur en allt annað sem yfirleitt veit ekki á gott en ég persónulega hef bara svo gaman af þessum Saw myndum að ég held mig við þrjár stjörnur. Eins og ég sagði þá olli Saw 3 mér engum vonbrigðum enda fékk ég nákvæmlega það sem ég bjóst við. Ekkert meistaraverk en nettur þriller sem fólk ætti að kíkja á. Fjórða myndin er svo væntanleg ef mér skjátlast ekki og verður gaman að sjá hvernig hún verður miðað við hvernig þessi endar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er Jigsaw mættur enn eina ferðina með ný fórnarlömd. Saw fyrirbærið byrjaði sem flottur sálfræðitryllir, en er kominn út í hálfgert gore bloodbath. Hver persónan fær hrikalegar pyntingar Jigsaw style og eru nógu ógeðslegar, en það leiðir líka til skorts á persónusköpun. Það besta við þessar Saw myndir eru lokaniðurstöðurnar. Þær eru alltaf óvæntar. Og er það sterkasti partur þessa þríleiks. En Saw 3 er mynd sem ég mæli ekki með. Fær 1 og 1/2 aðallega út af ágætum pyntingaratriðum og endinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn