Mother's Day
2010
Sumar veislur enda illa
112 MÍNEnska
46% Critics
52% Audience
34
/100 Bræðurnir Ike, Addley og Johnny eru á hröðum flótta
undan lögreglunni eftir misheppnað bankarán þar sem
Johnny særðist illa.
Þeir ákveða að fara heim til móður sinnar en komast þá að
því að hún býr ekki lengur í húsinu sem var æskuheimili
bræðranna. Í ljós kemur að ungt par, Beth og Daniel, keyptu
húsið á uppboði fyrir tveimur mánuðum og þegar... Lesa meira
Bræðurnir Ike, Addley og Johnny eru á hröðum flótta
undan lögreglunni eftir misheppnað bankarán þar sem
Johnny særðist illa.
Þeir ákveða að fara heim til móður sinnar en komast þá að
því að hún býr ekki lengur í húsinu sem var æskuheimili
bræðranna. Í ljós kemur að ungt par, Beth og Daniel, keyptu
húsið á uppboði fyrir tveimur mánuðum og þegar bræðurna
ber að garði eru þau einmitt að halda upp á húsakaupin
með sjö vinum sínum.
En Johnny þarf nauðsynlega á aðhlynningu læknis að
halda og í stað þess að hverfa frá ráðast bræðurnir til inngöngu
og taka níumenningana í gíslingu. Þeir kalla svo lækni að
húsinu og taka hann í gíslingu líka.
Og framundan er nótt sem á svo sannarlega aldrei eftir að líða gíslunum úr minni ...... minna