Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saw IV 2007

(Saw 4)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. desember 2007

It's a Trap

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Þrátt fyrir að Jigsaw og samstarfskona hans Amanda séu látin þá heldur hinn ógeðfelldi leikur þeirra áfram.Tveir alríkislögreglumenn eru sendir á staðinn til að gera grein fyrir síðustu verkum Jigsaw þegar sérsveitarmanninum Rigg er skyndilega rænt og hann gerður þátttakandi í einum af hinum viðbjóðslegu leikjum. Hann hefur 90 mínútur til að forðast... Lesa meira

Þrátt fyrir að Jigsaw og samstarfskona hans Amanda séu látin þá heldur hinn ógeðfelldi leikur þeirra áfram.Tveir alríkislögreglumenn eru sendir á staðinn til að gera grein fyrir síðustu verkum Jigsaw þegar sérsveitarmanninum Rigg er skyndilega rænt og hann gerður þátttakandi í einum af hinum viðbjóðslegu leikjum. Hann hefur 90 mínútur til að forðast hinar ýmsu lífshættulegu gildrur ella verður hann næsta fórnarlamb. ... minna

Aðalleikarar

Þreytandi framlenging
Ég ætla að byrja á því að spyrja: ER ÞETTA EITTHVAÐ GRÍN?? Þegar ég horfði á Saw III þá sýndist mér hún hafa nokkuð solid endi, sem virtist hnýta flestalla hnúta hjá Jigsaw-persónunni og meira eða minna tengja fyrri myndirnar saman við hana ágætlega. Það voru kannski fáeinar spurningar skildar eftir ósvaraðar, en ekki nógu margar til að réttlæta heila bíómynd í viðbót!

Saw IV er ekkert annað en tilgangslaus framlenging sem hefur einungis verið framleidd til að græða meiri pening fyrir stúdíóið, og það sem verra er, er að myndin skilur eftir opnar dyr fyrir AÐRA framhaldsmynd! Lopinn er orðinn svo teygður að ég átti hrikalega erfitt með að njóta myndarinnar. Af hverju? Því ég hef séð þetta allt áður! eða mér leið a.m.k. þannig. Það eina sem réttlætir þessa einkunn hjá mér er litla forsagan sem við fáum að sjá, sem sýnir hvernig Jigsaw byrjaði. Sú saga virkilega gerði eitthvað nýtt og mér finnst ferlega svekkjandi að engum datt í hug að setja þessa sögu inn í Saw II eða III, það hefði gert þær aðeins betri.

Restin á Saw IV, þ.e.a.s. allt sem gerist ekki í flashback-i, var drepleiðinlegt, óspennandi og frekar þreytandi. Söguþráðurinn gerir sitt besta til að koma manni á óvart á seinustu mínútum, en ég var orðinn svo ringlaður og pirraður á allri myndinni að ég hafði ekki athyglina til að pæla í fléttunum. Mér leið ekki eins og ég hafi misst af miklu hvort eð er, enda eru allar persónur myndarinnar (sem eru ekki dauðar!) þunnar og fljótgleymdar.

Darren Lynn Bousman leikstýrir hér sinni þriðju Saw-mynd og er kominn tími á að hann fari að gefast upp. Hann prófaði nýja hluti með litapallettur og stílbrögð í hinum myndunum þrátt fyrir að hafa meira eða minna stolið upprunalega útlitinu frá James Wan (sem leikstýrði nr. 1 - sem er auðvitað langbest). En hérna er hann bara að fara í gegnum sömu rútínurnar og væntanlega hirða góðan launaseðil fyrir þetta allt saman. Ég vil ljúka þessari umfjöllun með að þakka aðstandendum Lionsgate fyrir að hafa rústað seríu sem lofaði svo fáránlega góðu í fyrstu. Þá er bara að bíða og sjá hvað skeður með Saw V! Mitt ráð: Ef það á að bjarga þessu, fáið þá James Wan aftur!

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ójá, það verður blóð.....
 Þrátt fyrir að Jigsaw sé dauður heldur Saw serían ótrauð áfram. Saw 4 veldur engum vonbrigðum hvað varðar ógeð og hrylling og satt að segja varð mér hálf óglatt í sumum atriðunum. Saw 4 heldur manni spenntum því maður veit að von er á óvæntu plotti og hér reynist það opna góða möguleika fyrir enn fleiri framhaldsmyndir. Þessi mynd á sér þó neikvæða punkta, í ógeðslausu atriðunum(var ég að finna upp orð...) minnir hún óþægilega mikið á lögguþætti sem maður sér á skjá einum og slíkt bara passar ekki í svona mynd. Einnig er myndin illa klippt, úr öllu samhengi. Auk þess fannst mér full mikið sýnt af Jigsaw(hvað heitir leikarinn aftur?) miðað við að þessi karakter er nú einu sinni farinn yfir móðuna miklu í guðanna bænum. Saw 4 er góð sem hryllingsmynd og oft mjög spennandi og fyrir að ætla ég að gefa henni þrjár stjörnur þó að mér finnist hún eiga minna skilið. Hún er bara svo gróf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.11.2016

10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllileg...

16.06.2015

11. Halloween myndin á leiðinni

Ellefta Halloween hrollvekjan er á leiðinni, aðdáendum myndaflokksins til mikillar gleði eða hryllings, eftir því sem á það er litið. Myndin heitir Halloween Returns og tökur munu hefjast í júlí. Handrit skrifa hr...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn