Léon
1994
(Leon: The Professional)
You can't stop what you can't see.
110 MÍNEnska
74% Critics
95% Audience
64
/100 Fékk japönsku og tékknesku kvikmyndaverðlaunin sem besta erlenda myndin. Tilnefnd til sjö Cesar verðlauna.
Mathilda, tólf ára gömul stúlka frá New York, býr við fremur óskemmtilegar aðstæður hjá fjölskyldu sinni. Faðir hennar geymir eiturlyf fyrir hina spilltu löggu Norman Stansfield. Það er aðeins litli bróðir hennar sem kemur í veg fyrir að hún brotni niður.
Einn daginn mæta þeir á staðinn, Stansfield og hans menn, og refsa föður Mathilda grimmilega fyrir... Lesa meira
Mathilda, tólf ára gömul stúlka frá New York, býr við fremur óskemmtilegar aðstæður hjá fjölskyldu sinni. Faðir hennar geymir eiturlyf fyrir hina spilltu löggu Norman Stansfield. Það er aðeins litli bróðir hennar sem kemur í veg fyrir að hún brotni niður.
Einn daginn mæta þeir á staðinn, Stansfield og hans menn, og refsa föður Mathilda grimmilega fyrir lítilsháttar svindl, og drepa alla fjölskylduna. Aðeins Mathilda lifir af, en hún var akkúrat úti í búð þegar óþokkarnir mættu á svæðið, og leitar svo skjóls í íbúð Léons, á örlagastundu.
Fljótlega áttar hún sig á því að þessi undarlegi nágranni hennar er ekki í neinni venjulegri vinnu - hann er leigumorðingi, og hún sér sér nú leik á borði og biður hann um að hjálpa sér að hefna bróður síns.
Léon, sem hefur enga reynslu af því að vera í föðurhlutverkinu, hvað þá að vera almennt í vinskap við annað fólk, gerir sitt besta til að vernda Mathilde, en gengur ekki of vel.
Nú rís upp spenna og átök á milli leigumorðingja sem er að uppgötva mjúka manninn í sér, og spillts lögreglumanns.... minna