Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Léon 1994

(Leon: The Professional)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You can't stop what you can't see.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 64
/100
Fékk japönsku og tékknesku kvikmyndaverðlaunin sem besta erlenda myndin. Tilnefnd til sjö Cesar verðlauna.

Mathilda, tólf ára gömul stúlka frá New York, býr við fremur óskemmtilegar aðstæður hjá fjölskyldu sinni. Faðir hennar geymir eiturlyf fyrir hina spilltu löggu Norman Stansfield. Það er aðeins litli bróðir hennar sem kemur í veg fyrir að hún brotni niður. Einn daginn mæta þeir á staðinn, Stansfield og hans menn, og refsa föður Mathilda grimmilega fyrir... Lesa meira

Mathilda, tólf ára gömul stúlka frá New York, býr við fremur óskemmtilegar aðstæður hjá fjölskyldu sinni. Faðir hennar geymir eiturlyf fyrir hina spilltu löggu Norman Stansfield. Það er aðeins litli bróðir hennar sem kemur í veg fyrir að hún brotni niður. Einn daginn mæta þeir á staðinn, Stansfield og hans menn, og refsa föður Mathilda grimmilega fyrir lítilsháttar svindl, og drepa alla fjölskylduna. Aðeins Mathilda lifir af, en hún var akkúrat úti í búð þegar óþokkarnir mættu á svæðið, og leitar svo skjóls í íbúð Léons, á örlagastundu. Fljótlega áttar hún sig á því að þessi undarlegi nágranni hennar er ekki í neinni venjulegri vinnu - hann er leigumorðingi, og hún sér sér nú leik á borði og biður hann um að hjálpa sér að hefna bróður síns. Léon, sem hefur enga reynslu af því að vera í föðurhlutverkinu, hvað þá að vera almennt í vinskap við annað fólk, gerir sitt besta til að vernda Mathilde, en gengur ekki of vel. Nú rís upp spenna og átök á milli leigumorðingja sem er að uppgötva mjúka manninn í sér, og spillts lögreglumanns.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Franskt meistaraverk
Léon er spennumynd eftir frakkann Luc Besson.

Jean Reno leikur titilhlutverkið og Natalie Portman hina 12 ára Mathildu. Í upphafi myndarinna er sýnt ömurlegt fjölskyldulíf Mathildu og starf Jean Reno sem leigumorðinga.
Atburðarrásin fer af stað þegar fjölskylda Mathildu, systir, bróðir, pabbi hennar og stjúpmamma eru drepin af Stansfield (Gary Oldman) og félögum. Þá flýr Mathilda til nágranna síns Léon. Þegar hún kemst að því að hann er leigumorðingji biður hún hann að kenna sér að hreinsa (drepa) því hún ætlar að hefna bróður síns. Þar með hefst mikil þjálfun og í leiðinni vinskapur á milli Mathildu og Léon.

Myndin er mjög átakanleg. Það kom mér virkilega á óvart hversu tilfinningaleg hún er. Samband Léon og Mathildu er langt frá því að vera týpískt, persónurnar eru rosalega vel skrifaðar og túlka leikararnir hlutverkin alveg 100%.

Það sem gerir Léon sérstaka er að þrátt fyrir að hafa séð milljón myndir um leigumorðingja og hefnd þá hefur maður aldrei séð það sett upp eins og hér.
Myndin snýst ekki um útlit eða stórmyndaatriði en hún slær engu að síður í gegn hjá áhorfandanum. Handritið er pottþétt, leikararnir frábærir og missir maður ekki áhugann á myndinni í eina mínútu.
Skylduáhorf!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leon kom nokkuð á óvart, ég hafði engar væntingar fyrir henni. Jean Reno náði að leika Leon fullkomnlega en Gary Oldman er alveg klikkaður í hlutverki sínu eins og alltaf. En jafnvel betra þá er hún Natalie Portman rosaleg sem Mathilda. Myndin fjallar um leigumorðingjann Leon sem bjargar 12 ára stelpu frá spilltum löggum sem myrða fjölskyldu hennar. Eftir það þá vill hún hefna sín því þeir drápu litla bróður hennar. Leon ákveður aldrei að hjálpa henni en stelpan nær að sannfæra hann. Svo er myndin mest um þau tvö saman. Ég var afskaplega sáttur með Gary Oldman, hann hefur aldrei leikið illa og er brjálaðslega góður í hverri einustu mynd. Leon er mjög fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ég verð bara að segja að maður sér varla betri spennumynd en Leon. Hún er með Jean Reno í aðalhlutverki ásamt Natalie Portman og Gary Oldman. Meistarinn Luc Besson leikstýrir þessari mynd sem hefur leikstýrt og í frábærum myndum á borð við Nikita og Fift Element,Taxi 1 og 2 The story of joan of arc o.fl myndum. Klippingin er flott og tónlistin í stíl. Spænsk/franski töffarinn Jean Reno fer alveg á kostum í myndinni og greinilega sýnir að hann er algjör snillingur. En hann lék líka í einni nýlegri mynd sem heitir The Criminal Rivers sem allir ættu að sjá. Hún fjallar um leigumorðingjann Leon (jean reno) og stúlkuna Mathilda. Eyturlyfjulöggan Gary Oldman drepur fjölskyldu Mathildar fyrir framan augun á henni í blokkinni þar sem þau eiga heima. Þar fer hún til nágranna síns sem er Leon og verður hjá honum. Leon kennir henni að drepa og gengur henni í föðurstað. Mathilda ætlar að hefna sín á löggunni og Leon hjálpar henni. Natalie leikur sitt hlutverk nákvamlega eins og það á að vera og Gary Oldman leikur geðvikan mann eins og vanalega því hann leikur það nánast í öllum myndunum sínum. Bardagarnir eru flottir og Reno er lang bestur í myndinni þótt Oldman og Natalie Portman væru góð. Þetta er besta mynd Luc Besson sem ég hef séð. Eins og ég sagði eru bardagaatriðin með Jean Reno geðvikt flott eins og þegar hann birtist úr loftinu og skaut heila víkingasveit í klessu. Plottið er rossalega gott. Hún er bæði spennu og drama. Ég er búin að horfa á þessa mynd nokkrum sinnum og alltaf jafn mikil snild og þess vegna mæli ég með þessu meistaraverki.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er Luc Besson sem leikstýrir þessari frábæru mynd, sem skartar Jean Reno, Natalie Portman og Gary Oldman í aðalhlutverkum. Reno leikur leigumorðingja, sem tekur að sér unga stúlku (Natalie Portman) sem býr í næstu íbúð, þegar fjölskylda hennar er drepin af spilltri eiturlyfjalöggu (Gary Oldman). Hann kennir henni að drepa , og saman reyna þau svo að hefna fyrir fjölskyldu hennar. Jean Reno og Gary Oldman leika hlutverk sín alveg óaðfinnanlega. Reno sem miskunnarlaus og einrænn leigumorðingi, og Oldman sem snargeðveik, spillt lögga. Samt sem áður er þá toppar Natalie Portman þá báða og vinnur þvílíkan leiksigur að annað eins hefur varla sést. Allt annað tekst líka vel, eins og myndataka, klipping og tónlistin þá sérstaklega. Sum atriðin í myndini eru svo ótrúlega töff að maður þreytist aldrei við að horfa þau, t.d. þegar Oldman tekur pillurnar sínar og í fyrsta atriðinu þar sem Reno slátrar heilu liði. Myndin hefur allt sem þarf, drama, spennu, hrylling og húmor og tekst leikstóranum að blanda öllu þessu saman á flottan hátt. Klárlega ein besta mynd Luc Bessons og slær jafnvel Nikitu við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loen er besta mynd sem til er með Jean Reno. Í þessari spennufullu mynd kynnist maður Matthilda og Leon. Leon er leigumorðingi og vinnur hjá Tony. Matthilda á heima hjá mömmu sinni og pabba sem lemja hana ásamt systur hennar. Eina manneskjan sem hún elskar í fjölskyldunni er litli bróðir hennar sem aldrei grætur. En þegar að öll fjölskyldan er drepin fer hún til Leon sem á heima í íbúðinni við hliðina á þeim (hann á heima í íbúð 6J). Stanfield sem er höfuð paurinn á bak við allt þetta eltir Leon og Matthildi. Leon er mjög góð mynd sem heldur manni við skjáinn allann tímann og ef einhver er ekki búinn að sjá hana verður hann að sjá hana...STRAX. Ég er búinn að vera að horfa á hana síðan ég var 6 ára og nú er ég 12 og var að kaupa mér hana á dvd...en það skiptir svo sem engu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.03.2024

Sagan mátti ekki vera gömul og þreytt

Leikstjóri teiknimyndarinnar Kung Fu Panda 4, sem komin er í bíó hér á landi, Mike Mitchell, segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins í myndinni hafi verið það allra mikilvægas...

19.12.2023

Súkkulaðið sigraði

Fjölskyldu- og söngvamyndin Wonka, um súkkulaðigerðarmanninn unga Willy Wonka, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en nálægt þrjú þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru tæpa...

11.12.2023

Napóleon óhagganlegur á toppnum

Ekkert fær haggað Napoleon, stórmynd Sir Ridleys Scotts, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er nú þriðju vikuna í röð sú vinsælasta á landinu. Staða þriggja efstu mynda er reyndar óbreytt frá síð...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn