Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Amistad 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. mars 1998

Freedom is not given. It is our right at birth. But there are some moments when it must be taken.

152 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Anthony Hopkins fyrir bestan leik í aukahlutverki, bestu búningar, besta tónlist - John Williams, og besta kvikmyndataka.

Amistad fjallar um uppreisn sem gerð var sumarið 1839 um borð í spænska skipinu La Amistad, sem flutti þræla frá Sierra Leone á vesturströnd Afríku, vestur um haf til Ameríku. Undan ströndum Kúbu brutu 53 hlekkjaðir þrælar sér leið úr lestum skipsins, náðu í vopn, tóku völd um borð í skipinu og endurheimtu þannig frelsi sitt. Undir stjórn þrælsins... Lesa meira

Amistad fjallar um uppreisn sem gerð var sumarið 1839 um borð í spænska skipinu La Amistad, sem flutti þræla frá Sierra Leone á vesturströnd Afríku, vestur um haf til Ameríku. Undan ströndum Kúbu brutu 53 hlekkjaðir þrælar sér leið úr lestum skipsins, náðu í vopn, tóku völd um borð í skipinu og endurheimtu þannig frelsi sitt. Undir stjórn þrælsins sem Spánverjar kölluðu Cinque ætluðu þeir sér að snúa skipinu til Afríku. Afríkumennina brast þekkingu á úthafssiglingu og því þurftu þeir að reiða sig á aðstoð þeirra tveggja skipverja sem eftir lifðu. En hvítingjarnir reyndust ekki traustsins verðir. Á tveggja mánaða hrakningum á sjó bar þá óafvitandi langt upp með austurströnd Bandaríkjanna allt þar til bandaríski flotinn náði til þeirra, færði í land og ákærði fyrir morð og sjórán. Þótt enn væru þá liðlega 20 ár uns afstaðan til þrælahalds skipti Bandaríkjamönnum í stríðandi fylkingar vakti málið mikla athygli í Bandaríkjunum. Í fyrstu voru það aðeins þeir sem börðust fyrir afnámi þrælahalds sem tóku málstað þrælanna. Theodore Joadson og Lewis Tappan eru slíkir baráttumenn en eini lögfræðingurinn, sem þeir geta fengið til liðs við sig, er ungur og lítilsmetinn sérfræðingur í eignarrétti, Roger Baldwin. En þegar fram vindur sögunni kemur í ljós hve djúpt ágreiningurinn um þrælahald ristir hjá Bandaríkjamönnum. Martin van Buren, forseti Bandaríkjanna, er að sækjast eftir endurkjöri og í því skyni að styggja ekki plantekrueigendur í Suðurríkjunum og spænsk yfirvöld beitir hann sér fyrir því að úrskurði undirréttar er skotið fyrir sjálfan Hæstarétt Bandaríkjanna. Þá berst þrælum liðsinni úr annarri átt því fyrrverandi forseti landsins, John Quincy Adams, tekur að sér að vera málsvari þeirra fyrir Hæstarétti.... minna

Aðalleikarar


Amistad var fyrsta kvikmyndin sem meistari Steven Spielberg, gerði fyrir DreamWorks-kvikmyndafyrirtækið, og skartaði hún valinkunnum hópi úrvalsleikara í aðalhlutverkunum eins og óskarsverðlaunaleikaranum Anthony Hopkins, Morgan Freeman, Djimon Hounsou og Matthew McConaughey. Þessi marglofaða og kraftmikla mynd hefur alls staðar fengið frábæra dóma gagnrýnenda og verið margverðlaunuð. Hún hlaut t.a.m. fjórar tilnefningar til óskarsverðlaunanna 1997; fyrir besta leik í aukahlutverki karla (Hopkins), bestu tónlistina, bestu búningahönnunina og bestu kvikmyndatökuna. Myndin, sem byggð er á sannri sögu, hefst árið 1839 um borð í þrælaskipinu Amistad sem er á leið milli hafna á Kúbu, hlaðið þrælum frá Afríku. Leiðtoga þrælanna, Cinque, tekst að losa af sér hlekkina og þeir gera uppreisn gegn spænskri áhöf skipsins. Þrælarnir þyrma lífi þeirra tveggja manna sem eru skjalfestir "eigendur" þeirra gegn því að þeir vísi þeim leiðina aftur heim til Afríku. En mennirnir svíkja loforð sitt og beina skipinu til Bandaríkjanna. Þar eru uppreisnarmennirnir yfirbugaðir og varpað í fangelsi. Í hönd fara réttarhöld sem áttu eftir að láta hrikta í stoðum bandarísks réttarkerfis. Árið 1839, rétt áður en uppreisnin um borð í Amistad átti sér stað, höfðu gengið í gildi lög í Bandaríkjunum sem afnámu þrælahald að því leyti að bannað var að hneppa frjálsa menn í þrældóm. Lögin náðu hins vegar ekki til þeirra sem þegar voru þrælar. Spurningin í máli mannanna á Amistad var því hvort þeir hefðu verið þrælar áður en uppreisnin var gerð og því gerst sekir um morð, eða hvort þeir hefðu einungis verið að berjast fyrir frelsi sínu og þar með verið í rétti til að gera uppreisn gegn mönnunum sem héldu þeim föngnum. Meistaralega gerð kvikmynd frá meistaranum Steven Spielberg, sem skapar enn eitt meistaraverkið. Hér er allt til að prýða góða kvikmynd; gott handrit, góð myndataka, fantagóð tónlist og stórfengleg leikstjórn. Og síðast en ekki síst var hún vel leikin af þeim snillingum sem hér fara á kostum. Sérstaklega Anthony Hopkins, Morgan Freeman og Djimon Hounsou. Ég mæli eindregið með AMISTAD og gef henni þrjár og hálfa stjörnu. Alls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Síðan Spielberg sendi frá sér meistaraverkin Schindler's List og Jurassic Park árið 1993 hefur honum ekki tekist að fylgja eftir orðspori sínu. The Lost World var bara léleg og Saving Private Ryan var góð, en gölluð. Amistad er þarna á milli. Þetta er mikil synd vegna þess að söguþráðurinn og leikararnir eru fyrsta flokks, vandinn liggur hjá Spielberg en andi tilgerðarleika og egóisma svífur yfir allri framleiðslunni. Mörg atriði eru mjög kraftmikil og vel útfærð, en á milli þeirra eru atriði sem eru bara vandræðaleg og léleg. Ég gat næstum því heyrt í Spielberg útskýra fyrir Anthony Hopkins hvernig hann ætti að leika: "Og núna kemstu að því að þú skilur þetta allt saman... sniff..." og tárin sem renna niður kinnar Spielbergs vegna þess hversu yndislega sorgleg og tragísk myndin er sjást á skjánum á meðan óþolandi barnaleg og einfaldningsleg tónlist John Williams spilar undir til að ýta undir dramatíkina. Ég held að Williams hafi aldrei staðið sig jafnilla, en hann - eins og Spielberg - hefur ekki staðið undir orðspori sínu í langan tíma. Eins og ég sagði áðan standa allir leikarar sig mjög vel og handritið sjálft er mjög gott þetta er ekki rétta myndin fyrir Spielberg og co. og ætti það lið að gera fleiri ævintýramyndir heldur en alvarlegar "afleiðinga"myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.09.2013

Þrír komu til greina sem Hannibal Lecter

Breski leikarinn Derek Jacobi hefur upplýst að bæði hann og Daniel Day-Lewis hafi komið til greina í hlutverk mannætunnar Hannibal Lecter í myndinni The Silence of the Lambs, sem Anthony Hopkins lék svo eftirminnilega. Hopkins fé...

03.01.2011

Pete Postlethwaite látinn, 64 ára að aldri

Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein, en hann lést á spítala í Shropshire í mið Englandi, eftir langvarandi veikindi. Postlewhite sást síðast á hvíta tjaldinu í...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn