The Terminal kom mér skemmtilega á óvart og er hér óhætt að mæla með einni af skemmtilegustu myndum ársins. Myndin fjallar um Viktor Navorski (Tom Hanks) er er frá landinu Krakoziu. Hann kemur í upphafi myndarinar til Bandaríkana en vegna þess að stríð hefur brotist út í heimalandi hans er hann kyrrsettur á flugvellinum vegna þess að vegabréfi hans er hafnað. Og eftir það verður hann að búa á flugvellinum um óákveðinn tíma. Myndin er í alla staði mjög vel gerð tæknilega séð. Svo eiga leikararnir mjög góðan dag og stendur Tom Hanks þar upp úr enda á hann stórleik sem útlendingurinn Viktor Navorski og gætti ég vel trúað því að hann fá óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt. Catherine Zeta-Jones sýnir ágæta takta í hlutverki flugfreyjurnar Amelia Warren en hlutverk hennar er full lítið að mínu mati. Allir hinnir leikararnir eiga fínan leik. Í heildina litið er The Terminal mjög góð mynd og sæmir hún sér vel meðal annara mynda Steven Spielberg. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei