Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lord of War 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. nóvember 2005

Where There's A Will, There's A Weapon.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Myndin fjallar um ris og fall úkraínska innflytjandans Yuri Orlov, allt frá því snemma á ferli hans í byrjun níunda áratugar síðustu aldar í Little Odessa, þar sem hann seldi mafíósum byssur í hverfinu, og í gegnum ris hans fram á tíunda áratuginn, þegar hann stofnar til viðskiptasambands við afrískan stríðsherra og klikkaðan son hans. Myndin segir einnig... Lesa meira

Myndin fjallar um ris og fall úkraínska innflytjandans Yuri Orlov, allt frá því snemma á ferli hans í byrjun níunda áratugar síðustu aldar í Little Odessa, þar sem hann seldi mafíósum byssur í hverfinu, og í gegnum ris hans fram á tíunda áratuginn, þegar hann stofnar til viðskiptasambands við afrískan stríðsherra og klikkaðan son hans. Myndin segir einnig frá sambandi hans við yngri bróður hans, hjónabandi hans við fræga fyrirsætu, eltingarleik alríkislögreglunnar við hann, og baráttu hans við innri djöfla. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Frábær mynd með Nicolas Cage í aðalhlutverki vopnasalans Yuri.



Yuri rekur veitingarstað ásamt fjölskyldunni sinni, sem að gengur ekki það vel.



Einn daginn eftir að Yuri verður vitni af skotáras inn á veitingarstað ákveður hann sér að gerast vopnasali og byrjar þá smátt og smátt með tímanum að verða sá besti.



Þessi mynd er algjör snilld og er must að horfa á hana að minsta kosti tvisvar að mínu mati.

Handrit og leikur eru til fyrirmyndar, og sama má segja um frábæra tónlist og skemmtilega klippingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér mjög skemmtilega á óvart. Nicolas Cage ótrúlega góður í sínu hlutverki sem vopnasali. Annað hvort er Nicolas Cage ótrúlega góður, eða ótrúlega lélegur. Hann leikur oft í ótrúlega góðum myndum, og geri það frábærlega, eða hann leikur í hræðilegum myndum og gerir það hræðilega.

Svo er það Jared Leto sem leikur litla bróðir hans, sem er alveg frábær leikari, og í þessari mynd er það engin undantekning.


Myndin er um vopnasala sem er að selja hættuleg vopn víðsvegar um heimin. Alveg frá asíu, afríku og evrópu. Og er hann að græða ótrúlega mikin pening á því. En á meðan er hann líka að takast á við erjur heima fyrir, og fjölskilda hans veit mest lítið um hans starf sem vopnasali.


Myndin er bæði spennandi, skemmtileg, fyndin, rómantísk, sorgleg og óhugnaleg. Og alveg frábærlega vel unninn á alla staði.


Mæli eindregið með því að þið takið þessa, ef þið hafið ekki en séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Verð að segja að mér finnst þetta vera ein besta mynd ársins. Nicolas Cage fer á kostum sem siðblindur vopnasali sem verður siðblindari með hverri sölunni. Sýnir á sannfærandi hátt hvað þeir bræðurnir eru samt mannlegir. Byrja sem viðvaningar en færa sig svo upp á skaptið. Góður söguþráður, styður skemmtilega mannkynssöguna og þá atburði sem flestir á mínum aldri hafa orðið vitni að. Mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við því að lord of war væri allt öðruvísi mynd, ég bjóst við raunsæilegri mynd um vopnabraskara sem selur vondu köllunum byssur og þar sem hann sjálfur myndi lenda í eldlínunni og þurfa að taka til sinna málanna, EN NEI! svo var ekki. Í staðin er Yuri (Cage) bara einhver skíthæll sem maður er næstum því farinn að halda með í miðri mynd en svo er honum næstum þvi alveg sama um allt og alla, og hugsar bara um að bjarga sínu eigin skinni þótt það kosti saklaust fólk lífið sem gerir það að verkum að maður á mjög erfit að skilja stöðuna sem hann er í. En okey ég skil að þetta sé raunverulegra þannig, því að flestir vopnabraskarar eru svona í alvörunni, en þá finnst mér vannta að aðrir hlutir þyrftu að vera raunverulegri t.d. eins og um hvernig svona viðskipti fara fram, hvernig maður finnur kaupanda og hvernig maður á að fara að því að múta öllum svona til þess að láta sig í friði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vopnasölumyndir hafa svo sem ekkert verið að flækjast fyrir manni síðustu árin. Efnið er því a.m.k. ferskt ef taka má þannig til orða og löngu tímabært að gera því góð skil, þar sem það er ekki ómerkilegra en svo að vopnasalar selja hverjum sem vopnin og nagar það ekki samvisku þeirra þótt saklaust fólk verði fyrir barðinu þeim. Þetta er auðvitað háalvarlegt málefni og reyndar ekki auðvelt nálgast það að mörgu leyti svo úr verði góð bíómynd.

Ég varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa mynd...hélt satt að segja að hún myndi leiða mann í allan sannleika um hvernig þessi mál ganga fyrir sig. En satt að segja var þetta gamli hollívúdd-bragurinn...yfirborðskennd saga af Yuri Orlov (Nicolas Cage) frá Úkraínu, saga sem maður vissi aldrei hvort maður var að koma eða fara í þessari mynd.

Þessi mynd náði aldrei trúverðugleika, vegna yfirgengilegrar yfirborðskenndar. Dæmi; kona Yúris, hafði hún engan áhuga að vita um fortíð tilvonandi eiginmanns síns? Hmmm..ekki var svo að sjá. Svo var það löggan (Ethan Hawke)hann kom alltaf eins og skrattinn úr sauðarleggnum, allsstaðar sem Yúri var.

Þessi mynd var þó ekki alvond...ekki langt í húmorinn, t.d. þegar þeir lentu á flugvélinni á þjóðvegi e-s staðar í Afríku...eins og við manninn mælt íbúarnir í nágrenninu voru á innan við sólarhring búnir að stela öllu sem hægt var að stela...gaman væri fyrir okkur að hleypa þessu fólki í gömul skipsflök sem liggja um víð og dreif um landið okkar.

Hinn frábæri leikari Ian Holm er alveg einnar stjörnu virði fyrir þessa mynd. Hálfa stjarnan er fyrir afþreyingargildið.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn