GamanmyndGlæpamynd
The Perfect Score
2004
Frumsýnd: 26. mars 2004
The S.A.T is hard to take. It's even harder to steal.
93 MÍNÞað eina sem kemur í veg fyrir hinn annars afskaplega vel heppnaði drengur Kyle nái að fá draum sinn um að læra að verða arkitekt við Cornell skólann til að rætast, eru einkunnirnar á SAT inntökuprófinu. Besti vinur hans Matty Matthews vill einnig ná góðu prófi til að komast í skóla með draumastúlkunni Sandy. Þeir komast að því að Francesca Curtis,... Lesa meira
Það eina sem kemur í veg fyrir hinn annars afskaplega vel heppnaði drengur Kyle nái að fá draum sinn um að læra að verða arkitekt við Cornell skólann til að rætast, eru einkunnirnar á SAT inntökuprófinu. Besti vinur hans Matty Matthews vill einnig ná góðu prófi til að komast í skóla með draumastúlkunni Sandy. Þeir komast að því að Francesca Curtis, sem á bygginguna þar sem prófin eru haldin, gæti látið þeim í té lykilorðin til að stela SAT niðurstöðunum áður en þær eru reiknaðar endanlega. Hinn heillandi Kyle talar Curtis inn á að láta þá fá aðganginn, en í hópinn bætist Anna Ross, sem er frábær nemandi, en þarf að standast miklar kröfur fjölskyldunnar. Hún kemur með enn einn aðila inn í dæmið, körfuboltaleikmanninn Desmond Rhodes. Þar sem marijuana reykingamaðurinn Roy heyrði hvað þau voru að skipuleggja, þá er hann einnig tekinn með í hópinn og þau komast að því að hann hefur mikla hæfileika í námi, en engan metnað. Kyle nær næstum því að klára verkefnið í fyrstu tilraun, en klúðrar því. Það gengur betur í næstu tilraun, og hópurinn nær að gera það sem hann ætlaði sér, með því að færa eina stóra fórn. En í öllu ferlinu þá breytist viðhorf þeirra til muna.... minna