Aðalleikarar
Leikstjórn
Ekkert spes mynd. Arnold Schwarzenegger leikur lögreglumann sem þarf að fara í dulgervi sem kennari fyrir 1. bekk. Og á hann eftir að komast að því að lögreglustörfin koma honum að engu gagni gegn krökkunum. Þetta var fyrsta tilraun Arnolds í gamanmynd, og fannst mér hann engan veginn passa inn í þann pakkan(hann átti eftir að sanna það með Jingle All the Way). Spennumyndir er það sem Arnold á að leika í, ekki gamanmyndir. Það virkar engan veginn.
Já ég er eiginlega sámmála þér Anna að þetta er ágætis skemmtun og þetta er alveg ágætis grínmynd. Það er mjög hallarislegt að sjá Arnold leika í þessari mynd sem einhvern leikskólakennara. Myndinn fjallar um að löggumaður að nafni John Kimble(Arnold) er að leita að konu og syni morðingja svo að konan getur verið vitni og þá getur morðinginn farið í fangelsi og málið búið. En hann og löggu vinkona sem leikinn er af Pamelu Reed fara til annan bæ og þá þarf Kimble okkar að finna son Morðingjans með því að kenna leikskóla. Mér fannst þetta bara ágætis mynd enn mér finnst að hún eigi ekki skilið tvær og hálfa stjörnur,...ég veit ekki... voðalítið af fyndnum atriðum fyrirutan það að sjá Arnold kenna. Lokaorð mín á þessa mynd er að hún er O.K. enn ekkert meira enn það. Takk fyrir
Hér er á ferðinni miðlungsmynd í alla staði nema í leik, þá er ég að tala að nýkosna landstjórann Arnold S.Sagan er alveg ágætlega skemmtilega og gaman að sjá þess mynd kannski þegar maður er í stuði til að horfa á krúttleg börn. Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa mynd er persónan sem er samstarfslögreglukona Arnolds í myndinni. Hún er voða hress og á skemmtilegar línur í myndinni. Það eru skemmtilegir brandarar í myndinni, bara ekki nóg. Lítið meira hægt að segja! Ágætis skemmtun!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Murray Salem, Roy Chiao, Timothy Harris
Framleiðandi
MCA Universal Home Video
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$201.957.688
Aldur USA:
PG-13