Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

My Super Ex-Girlfriend 2006

Frumsýnd: 8. september 2006

He broke her heart. She broke his everything.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Þegar hinn feimni og einmana verkefnastjóri Matt Saunders hittir Jenny Johnson í neðanjarðarlestinni einn daginn í New York, þá býður hann henni á stefnumót. Jenny verður umsvifalaust ástfangin af honum, þau sofa saman og hún segir honum að hún sé í raun ofurhetjan G-Girl. Eftir að hún hittir samstarfs- og vinkonu Saunders, Hannah Lewis, þá verður hin þurftafreka... Lesa meira

Þegar hinn feimni og einmana verkefnastjóri Matt Saunders hittir Jenny Johnson í neðanjarðarlestinni einn daginn í New York, þá býður hann henni á stefnumót. Jenny verður umsvifalaust ástfangin af honum, þau sofa saman og hún segir honum að hún sé í raun ofurhetjan G-Girl. Eftir að hún hittir samstarfs- og vinkonu Saunders, Hannah Lewis, þá verður hin þurftafreka Jenny afbrýðisöm og stjórnsöm, og Matt ákveður að fara að ráði besta vinar síns Vaughn Haige, og lætur hana róa, og hryggbrýtur hana þar með. Jenny breytir nú lífi Matt í helvíti, á sama tíma og hann á í ástarsambandi við Hannah. En erkióvinur G-Girl, maðurinn sem Jenny var skotin í í miðskóla, kennarinn Bedlam, fær Matt til að hjálpa sér við að eyða ofurkröfum Jenny. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Það sem byrjar vel verður verra og verra og verra
My super ex-girlfriend fjallar um manninn Matt sem að biður stelpunni Jenny sem hann hittir í lest á stefnumót. Þá hefst samband þeirra á milli.
Samband þeirra gengur ágætlega í byrjun og tekur áhugaverðan snúning þegar Jenna uppljóstrar leyndarmálinu sínu að hún sé G-girl ,,kvenkyns superman".
En svo hættir sambandið að virka og vill Matt hætta með henni og gerir það. Þá hefst útrás á brjálaðri afbrýðissemi Jennu á Hönnu vinnufélaga og ,,potential" kærustu Matt og sömuleiðis hefnd á Matt fyrir að hætta með henni.
Þá bara algjörlega klúðrast myndin, hún verður kjánaleg með bröndurum sem passa einungis fyrir undir 12 aldurinn eða yfir 50 aldurinn. Það eru ágætir leikarar í myndinni, Uma Thurman, Luke Wilson....en þau gera lítið til að bjarga þessu hræðilega handriti.

Ég mæli með þessari mynd fyrir undir 12 ára hópinn eða fyrir þá sem virkilega hafa gaman af því að horfa á lélegar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd. Þessi stúlka í myndini er ófurhetja. Og maðurinn í myndini verður ástfanginn af stúlkuni en hann veit ekki að hún er Ofurhetjan. Og það gerist margt skemmtilegt og spennandi í myndini og þessi stúlka er ógurlega sterk og býr yfir mátti. Mæli vel með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert spes
Mér finnst bara nokkuð skemmtilegt að sjá grínmynd sem fókusar á ofurhetjugeirann og gerir óspart grín að honum um leið. Bara verst að það gat ekki komið betur út.

My Super Ex-Girlfriend er meiriháttar hallærisleg, sem er góður hlutur, enda tekur hún skot á nokkrar tilgerðarlegar grunnhugmyndir tengdar ofurhetjum. Handritið er annars vegar voða hefðbundið og lítt spennandi. Húmorinn virkar á köflum en nær aldrei betra flugi. Ég hef áður séð Ivan Reitman stíga feilspor (hver man ekki eftir hörmunginni Junior?) ásamt því góða sem hann hefur fært okkur, en ég get ekki sagt að þessi mynd muni brennimerkja feril hans eitthvað sérstaklega.

My Super Ex-Girlfriend er álíka fljótgleymd og síðasta mynd hans, Evolution. Hún fær sína punkta fyrir Luke Wilson og Umu Thurman, líklega vegna þess að þau gera sitt besta og virka ágætlega skondin út myndina. Eddie Izzard stal annars senunni, þrátt fyrir að gera ósköp lítið. Hann bætti miklu við myndina einungis með nærveru sinni. 5/10 held ég mér við. Hvorki góð né slæm mynd, en virkar betur sem neyðarval heldur en nokkuð annað.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessu mynd fjallar um mann(Luke Wilson)sem fellur fyrir konu(Uma Thurman) sem vill svo til að sé ofurhetja.Þegar hann hættir með henni fer sprenghlægileg atburðarás stað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.Ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd en hún kom mér skemmtilega á óvart svo eru margir góðir leikarar í aukahlutverkum sem skila sínu vel. 3 stjörnur!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega finnst mér þessi mynd alveg rosalega skemmtileg og fyndin og jafnvel rómantísk. Þessi mynd er um G-girl(Uma Thurman) sem að fellur fyrir ,manni(Luke Wilson). Þau byrja að hittast og sambandið á milli þeirra þróast,hann hefur þá ekki enn heyrt um að hún sé ofurhetja. Eitt kvöldið er honum sagt það. En eins of titillinn gefur til kynna þá hætta þau saman og með því fylgir rosalega spennandi atburðarás...en ´

eg vil ekki vera að eyðileggja myndina fyrir þeim sem að ekki hafa séð hana...En fyrir þá sem að eru hrifnir af rómantík og smá gaman er þessi mynd alveg fullkomin...Þeir sem að hafa ekki séð hana ættu helst að kíkja á hana sem fyrst eða bara taka hana á leigu...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn