Náðu í appið
Hard Ball
Bönnuð innan 12 ára

Hard Ball 2001

(Hardball)

Frumsýnd: 26. desember 2001

In a place where all bets are off, he's got nothing to lose.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 48
/100

Conor O´Neill er vel gefinn, vel menntaður og myndarlegur, en spilafíknin varð honum að falli, og olli því að hann fór að drekka og brjóta af sér, og safna skuldum hjá veðlánurum. Nú sárvantar hann pening og samþykkir því að leysa vin sinn, lögfræðinginn Jimmy Fleming, af sem þjálfari þeldökks liðs í hafnabolta drengja í Chicago.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Hardball kom skemmtilega á óvart, ágætis húmor og smá drama í skemmtilegri blöndu.

Myndin fjallar um veðmálafíkilinn Conor O,neil (Keanu Reeves) sem, til þess að bjarga sér út úr ægilegri spilaskuld, leitar til vinar síns í von um hjálp við að borga skuldirnar, vinur hans ákveður að hjálpa honum, gegn því að hann taki að sér að þjálfa hafnaboltalið fyrir krakka, Conor gengur að þessum skilmálum, en er samt helvítis töffari og er alveg við það að klúðra hlutunum aftur...

Myndin er alveg ágætis Mighty Ducks dæmi, ekki stíluð jafn mikið inn á grínið en útkoman er engu að síður góð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin byrjar á því að O´neil (Keanu Reeves) er að tapa miklu af peningum sem hann á í raun ekki til í veðmálum um úrslit leikja í NBA. Hann vantar þá pening í hvelli og leitar til kunningja síns með þau mál. Þessi kunningi hans er ekki tilbúinn að lána honum pening heldur er hann tilbúinn að borga honum fyrir að þjálfa hafnarboltalið. Hann tekur þetta að sér án þess að vita hvernig liðið er skipað. Þegar hann svo kemur á fyrstu æfinguna kemur í ljós að mikil vinna er fyrir höndum ef þetta lið á yfirleitt að geta spilað hafnarbolta....... Þessi mynd er í anda The mighty ducks með Emilio Estevez í aðalhlutverki. Þessar myndir byggja á sama grunni með mjög litlum breytingum. Ef þú hefur haft gaman af The mighty ducks gætir þú haft gaman af þessari en ef ekki er þetta bara ágætis ræma. Hér er ekki verið að finna eitthvað nýtt heldur eitthvað sem hefur virkað áður. Góða skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn