Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Butterfly Effect var örugglega með óvæntustu og bestu myndum sem kom árið 2004. Ég ætla ekkert út í söguna, þið verðið bara að sjá þessa mynd. Myndin hefur alveg einstaklega góða og vel útpælda sögu, magnað handrit, tæknibrellur frábærar og svo er Ashton Kutcher, ótrúlegt en satt, alveg frábær og kemur með alveg einstaklega góða frammistöðu. Butterfly Effect er ein af þessum Thinker movies sem þú getur ekki horft á einu sinni. Það tók mig allavega nokkur skipti í áhorf til að skilja þessa mynd almennilega. En ég mæli sterklega með þessari mynd.
Fyrir nokkrum vikum ákváðum ég og vinur minn að leigja mynd áður en ég mundi fara til Amsterdam. Það var engin sem okkur langaði rosalega til að sjá en valið var á milli Lost in translation og Butterfly effect, við völdum þá síðar nefndu. Evan Treborn(Ashton Kutcher,John Patrick Amedori,þegar hann er 13 ára og Logan Lerman þegar hann er 6) átti hræðilega barnæsku, faðir hans var geðsjúkur og hann kynntist honum aldrei og bjó þá einn með móður sinni Andreu(Melora Walters), þegar hann var hann misnotaður og notaður í barnaklám hjá pabba,bestu vinkonu sinnar(Eric Stoltz) og þegar hann var 13 ára fóru hann og 3 vinir hans Kayleigh(Amy Smart,Irene Gorovaia,13 ára og Sarah Widdows 7), hálf brjálaður bróðir hennar Tommy(William Lee Scott,Jesse James,Cameron Bright) og Lenny(Elden Henson,Kevin Schmidt,Jake Kaese) og setja dynamite(sem þau stálu frá barnaperra pabbanum) í póstkassa og halda að þetta verði fjör(illa upp alnir krakkar) en svo kemur ung kona með lítið smábarn og ætla að fara að ná í póstinn og BAAAAAAM... Svo eftir að hafa séð hann og Kayleigh kyssast þá brjálast Tommy og drepur hund Evans á ljótann hátt. Evan fékk alltaf black outs(minnistöp) frá ungum aldri og hafði dag bók þar sem hann skrifaði svo hann mundi ekki gleyma. Hann fékk alltaf þessi black outs þegar þessir hlutir að ofan gerðust. Núna er Evan í háskóla og hefur ekki fengið black outs í 7 ár, hann og besti vinur hans Thumper(Ethan Suplee, Randy úr My name is Earl) fara að djamma til að halda uppá það og blackoutin byrja aftur. Evan hefur ekki séð Kayleigh í mörg ár og hittir hana svo og fer að ryfja upp vondar minningar. Hún tekur þessu illa og fer. Eftir nokkra tíma Hringir Tommy í Evan brjálaður og segir honum að Kayleigh hafi framið sjálfsmorð út af þessu. Evan líður hræðilega en kemst af því að hann getur notað dagbækurnar sem hann skrifaði til að ferðast gegnum tíma og breytt þessum hræðilegu hlutum sem gerðust en ef þú breytir einu í fortíðinni breytir þú þá líka einu í framtíðinni..... Butterfly effect kom svo ótrúlega á óvart. Og Ashton Kutcher WTF, hann leikur mjög vel og kom rosalega á óvart. Amy Smart var líka góð og bara allir leikararnir sem léku krakkana á þessum 3 tímaskeiðum voru það og hinir leikararnir voru ekki ekki slappir heldur.Leikstjórn Eric Bress(handritshöfundur Final destination 2,WTF) og J. Mackye Gruber var rosalega góð, þeir skrifuðu einnig gott handrit myndarinnar. Myndin var líka vel gerð og myndatakan var góð. Því miður þá er að koma framhald(mér finnst endurgerðir fínar, framhalds myndir hata ég) en Butterfly effect kom mér sannarlega á óvart. Látið hana koma YKKUR á óvart.
Myndin er leikstýrð af þeim Eric Bress og J. Mackye Gruber og skrifa þeir einnig handritið. Aðaleikarar er Ashton Kutcher, sem einnig einn af framleiðendum. Leikstjórarnir voru búnir að leita út um allt af einhverjum til að framleiða myndina sína, en enginn vildi það ekki fyrr en Ashton Kutcher tók hana upp á sína arma. Ég er nú ekki mikill Ashton aðdáandi en hann er nú samt góður í þessari mynd, er að leika allt öðruvísi en í öðrum myndum sem hann leikur í. Ekki þessi ofvirki glaumgosi eins og í öllum myndum hans.
Myndin er lauslega um Evan sem syrgir dauða vinkonu sinnar, og berst hann líka við skelfilegar minningar úr æsku sinni. Á einhvern óútskýrandi hátt kemst hann að því að hann getur ferðast aftur í tímann, tekið sér bólfestu og breytt fortíðinni.
En í hvert skipti sem hann grípur til þess að gera þetta, þá breytist framtíðin bara til hins verra.
Mér fannst myndin mjög góð, ágætis skemmtun, sem var svona jú jú ágætlega vel leikin. Mér til mikillar undrunnar var Ashton Kutcher bara ágætur, jafnvel góður í hlutverki Evan. Og Amy Smart er ávalt fín leikkona, og í þessari mynd var það nú engin tilbreyting. Mér fannst reyndar krakkarnir í sínu hlutverki, það gat stundum verið svona ábótasamur leikur, en samt í heildina sæmilegur. Söguþráðurinn var hins vegar mjög góður, og hann heldur manni alveg föstum við myndina, og í heildina litið er bíómyndin bara mjög góð.
Vá, ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar það var sagt í enskutíma að við ætluðum að fara horfa á þessa mynd. Myndin var sett í tækið og ég gat ekki gert annað en að horfa á myndina, hún var svo frábær. Myndin byrjar þegar aðalpersónan Evan (Aston Kutcher) er 7 ára gamall. Hann er með mjög sjaldgæfar heilatruflanir, aðeins hann og pabbi hans hafa greinst með þetta. Af og til fer hann í svokallað 'blackout' en aðeins þegar slæmir hlutir gerast. Hann teiknar mynd af sér vera drepa manneskju og mamma hans kemur að honum með hníf í hönd, Evan man ekkert. Hann átti hræðilega æsku, eina af þeim verri sem við fáum að sjá í kvikmyndum. Hann býr einn með mömmu sinni, nágranninn tekur upp barnaklám með honum og vinkonu sinni Kayleigh (Amy Smart), Tommy (William Lee Scott) kveikir í hundinum hans, og pabbi hans reynir að drepa hann. Hann fer til læknis til að láta gera rannsóknir á sér vegna þessara 'blackout-a'. Læknirninn mælir með því að hann skrifi dagbók. Síðan fáum við að fylgjast með Evan þegar hann er kominn á heimavistarskóla, allt gengur vel hjá honum og hann er ekki búinn að fá 'blackout' í mörg ár. En þegar hann byrjar að lesa gömlu dagbókarfærslunar fara undarlegir hlutir að gerast, hann fer á staðinn í huganum þar sem atburðirnir áttu sér stað þegar hann var í 'blackout-i' og kemur með sínar hugmyndir af því sem gerðist og breytir þannig framtíðinni. Þaðan kemur nafnið að myndinni, The Butterfly Effect, en myndin er byggð á óreiðukenningunni (chaos theory) sem byggist á því að fiðrildi í Asíu getur valdið fellibyljum í Ameríku. Þessi mynd er alveg mjög sérstök en það á góðan hátt, hún byrjar mjög vel en virðist samt hrapa eitthvað smá þegar hún endirinn á henni fer að nálgast. Stundum vorkennir maður fólkinu í myndinni. Mæli með þessari.
Að horfa á Butterfly Effect er eins og, að detta í holu fulla af mannholdsétandi maurum meðan einhver sparkar í magann á manni eftir að allir sem þú hefur þekkt drápust í alsjúgandi svartholi. Svona áhrif hafði myndin á mig, en ég tel það yndislegan hlut. Nei ég er ekki sadisti, þessi áhrif eru nákvæmlega þau sem myndin er að vilja, persónulega sá ég director´s cut og ég sá aldrei bíóútgáfuna svo mundu að kannski sáum við ekki nákvæmlega sömu mynd því meðal margra atriða þá er endinn allt annar í þessari leikstjóraútgáfu. Butterfly Effect byggist mikið á Chaos Theory sem er notuð í sálfræði og eðlisfræði, kenningin er um ringulreiðina sem stjórnar mannverum og alheiminum í kring, felur í sér þá hugmynd að minnsti atburðurinn gæti stórbreytt ævi eins manns, ein ákvörðun gæti drepið milljónir eða bjargað milljónum. The Butterfly Effect fjallar um mann sem fær tækifæri til þess að breyta lífi sínu og lífi vina sinna með því að breyta fortíð sinni byggða á ákvörðunum. Þessi maður er Ashton Kutcher og það verður að segjast að hann hefur aldrei verið jafngóður í neinni mynd áður og mun líklega aldrei vera það aftur eins og sýnist. Ég ætti að henda sjálfum mér á einhvern oddhvassan hlut fyrir að aldrei hafa séð myndina í bíó, en að einhverju leiti held ég þetta director´s cut sé mun betra miðað við þær heimildir sem ég öðlaðist frá Tómasi Valgeirssyni um bíóútgáfuna, já þá meina ég Tómas stjórnandi hér. Ég get allavega sagt að þetta director´s cut gæti talist snilldarverk, allavega sígild cultmynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$13.000.000
Tekjur
$96.060.858
Vefsíða:
www.facebook.com/#!/thebutterflyeffectofficial
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. maí 2004