Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl 2003

(The Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl)

Frumsýnd: 6. ágúst 2003

Over 3000 Islands of Paradise -- For Some it's A Blessing -- For Others... It's A Curse.

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Járnsmiðurinn Will Turner slæst í hóp með óvenjulegum sjóræningjum til að bjarga konunni sem hann elskar. Fremstur í hópi sjóræningjanna er sérvitringurinn Jack Sparrow sem þó er mest upptekinn af eigin hag. Bölvun hvílir hins vegar á óvinum Jacks og Will, en þeir eru núna uppvakningar, undir stjórn hins ógeðfellda Barbossa.

Aðalleikarar

Sjóræningjar og góðir leikarar
Það er hægt að segja það að Pirates of the Caribbean sé vel heppnuð hasar- og ævintýramynd. Eins og allir vita þá getur ALLT gerst í ævintýri og með nokkrum góðum leikurum þá verður til ennþá stærra ævintýri. Það þarf ekki að kynna fyrir neinum karakterinn "Captain" Jack Sparrow sem Johnny Depp túlkar þarna og hann gerir það með stæl.

"Captain" Jack Sparrow kemur í bæinn Port Royal, Governor Weatherby Swann (Jonathan Pryce) ræður þar ríkum í Port Royal. Þegar að Jack Sparrow kemur í bæinn þá lendir hún Elizabeth Swann (Keira Knightley) í því óhappi að detta í sjóinn af kastalanum á stundinni þegar Norrington (Jack Davenport) er að spyrja hana um að gitast sér, svo sér Jack Sparrow það og fer að bjarga henni. Jack Sparrow og pólitíkin í Port Royal ná ekki góðu vinasambandi svo þeir setja Jack inn í fangaklefa. Black Pearl (Er skip ef þú vissir það ekki) kemur svo og hefur stríð og nær svo að ræna Elizabeth Swann, en hún sagðist heita Elizabeth Turner. Will Turner (Orlando Bloom) sér að það er að vera að ræna henni og hann er svo sleginn í rot. Þegar Will rankar við sér þá fer hann til Jack Sparrow og nær að bjarga honum út því hann Will er járnsmiður og hann kann að taka fangaklefa hliðið burt. Jack og Will ná góðu samkomulagi og svo fara þeir að að finna sér áhöfn í skipið sem þeir eru á. Eina það sem Jack er með í huga er að ná Black Pearl því hann er eða var skipstjórinn alveg þangað til að þeir gerðu uppreisn og settu Barbossa (Geoffrey Rush) sem skipstjóra. Svo þar á milli kemur alveg fullt af ævintýrum- og hasar.

Johnny Depp túlkar "Captain" Jack Sparrow í fyrsta skiptið og hann kemur með stæl inní settið og þetta er mjög gott dæmi um að Johnny Depp er snilldar leikari því þarna er Jack Sparrow algjör sérvitringur en í Ed Wood þar er hann Ed Wood. Geoffrey Rush er sterkur leikari og hefur alltaf verið það og þegar hann er að túlka Barbossa þá er hann að leika sitt besta hlutverk frá upphafi.Hins vegar náði Orlando Bloom ekki alveg að heilla mig sem Will Turner, ég veit það að Bloom getur gert miklu betur en hann sýnir hér, hann er góður leikari.

Það er samt einn karaker sem fór ekkert smá mikið í taugarnar á mér það er hann Bo'sun (Isaac C. Singleton Jr.), ég veit ekki hvað hann er að gera sem ég hreinlega þoli ekki en hann nær því samt.
Þeir sem gerðu Pirates of the Caribbean ættu nú að vita betur um það að við viljum ekki neitt sull og þeir gerðu nokkur þannig sull eins og þegar Barbossa og áhöfninn hans eru í þessum "Álögum" það er hreint ekki neitt raunverulegt né neitt svakakega flott (Jú það er flott en þeir geta gert miklu betur). Svo líka í nokkrum hasar senum þá var eins og þeir hefðu spólað svoldið áfram og þá varð hasarinn alltof hraður (Ekki hraðategund eins og í The Expendables) svo það er þetta eina sem fór virkilega í taugarnar á mér. En þrátt fyrir þessa örfáu galla/sull þá er þetta hreinræktuð skemmtun og spennandi, vel unnin og þess virði að sjá.

Sound-ið er er frábært og "theme sound-ið" er geðveikt og þeir eiga svo skilið stórt og mikið klapp. Eing og margir vita ef ekki allir þá er sound-in í kvikmyndum alveg stór mikilvægt og ef "rétt" sound er um að ræða þá getur það hækkað myndina alveg um helling því sound hjálpar til að skynjað ýmsar kringumstæður þó að án sounds þá getum við alveg skynjað þetta allt en samt ekki eins vel og sound-in geta gert. Í Pirates of the Caribbean þá ná sound-in alveg að bjarga myndinni frá því sem er ekki hægt að bjarga henni frá.

Einkunn: 8/10 - "Þrælgóð, vel heppnuð/unninn.Pirates of the Caribbean er vel heppnuð hasar- og ævintýramynd en samt örfáir gallar sem má breyta."

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta ævintýramynd þessa árs þvílíkur leikur hjá Johnny Depp og fínn leikur hjá Orlando Bloom og Keira knightley. Rosalega góð mynd sem allir ættu ekki að hika við að sjá og ég ætla að gera mikið til að sjá Pirates of the caribeans dead mens chest.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar maður sá þessa í fyrsta skipti, var maður alveg furðu lostinn að komast að því að þessi mynd væri byggð á leiktæki. Hér skapar Gore Verbinski alveg einstaklega flottan heim fyrir sjóræningja og kemur með alveg einstaklega góða sumarmynd. Allavega ein sú besta á árinu 2003. Johnny Depp leikur Captain Jack Sparrow af einstakri snilld og gefur persónu sinni mjög góð skil(ótrúlegt að hann fékk ekki Óskarinn). Svo er Geoffrey Rush mjög góður sem Captain Barbossa. En ég var ekki að fíla Keiru Knightley og Orlando Bloom. Hef því miður ekki mikið álit á þessum leikurum og fannst þau geta gert mun betur en þau gera. Actionið í myndinni er mjög gott og hægir hún aldrei á sér þegar hún byrjar. Brellur eru einnig flottar og sagan er mjög góð. Allavega ein af betri myndum 2003 og örugglega besta frammistaða hjá Johnny Depp sem leikara. Hún fær ekki alveg fullt hús. Dreg hana niður um hálfa stjörnu út af Keiru Knightley og Orlando Bloom.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd um sjóræningja. Þessi mynd fjallar um sjóræningjann Jack Sparrow(Jonny Depp) sem var einu sinn viðskila á eyðieyju.En svo sleppur hann og reynir hvað sem er til að komast í skipið sitt aftur.Þetta er rosa góð mynd með Jonny Depp(Finding Neverland), Geoffrey Russ(Ned Kelly), Orlando Bloom(Lord Of The Rings1,2,3)og þeir eru

algjörir snillingar í þessari mynd. Einnig er stelpan sem ég man ekki alveg hvað heitir að sýna snilldartakta.Ég mæli með þessari mynd rosa mikið fyrir alla fjölskylduna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessa mynd var ég fyrst að horfa á núna árið 2005 og myndin er ekki alveg ný á nálinni. Það sem ég er ekki mikið fyrir ævintýramyndir og sjónræningarmyndir hafa ekki heillað mig mig mikið og þess vegna hef ég ekki séð hana fyrr en nú..en það sem ég fór á útsölu um daginn og álpaðist að koma þessa mynd á DVD. 'Eg sá ekki eftir að eyða peningum á þessa mynd. Mér finnst þessi mynd hreinlega snilld. Hún er frekar drungaleg á köflum og mjög fyndin. Tæknibrellur og tónlistin í myndinni..allt frábærlega vel gert. Allir aukaleikarar standa sig vel í hlutverkum sínum og Keira Knightley..ansi góð leikkona og hún er um tvítugt. Geoffrey Rush er alltaf góður en mér finnst ekki Orlando Bloom beint góður leikari en hann skilar samt hlutverki sínu í myndinni með sóma. En Johnny Depp er hreint frábær í hlutverki hins furðulega og klikkaða Jacks Sparrow...kemur mér á óvart vegna þess að ég hef alltaf fundist hann ekki sérlega skemmtilegur leikari...en í þessu hlutverki er hann FRÁBÆR.

'Eg bíð spennt eftir hinum myndunum sem eiga að koma árin 2006 og 2007.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn