Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Meiriháttar mynd. Confessions of a Dangerous Mind var fyrsta leikstjóraverkefni leikarans George Clooney. Miðað við að þetta sé fyrsta myndin, nær Clooney að skapa einstaklega góða mynd með góðri sögu, mjög athyglisverða persónusköpun og virkilega töff mynd. Auk þess að fara með hlutverk í myndinni, fær Clooney alveg frábæra leikara í hvert hlutverk. Eins og Juliu Roberts, Drew Barrymore, Rutger Hauer og að ógleymdum Sam Rockwell sem er brilliant í hlutverki Chuck Barris. Skylduáhorf sem allir verða að sjá. Og nú verður maður bara að drífa sig í bíó að sjá Good Night, and Good Luck. Vonandi að maður fái að sjá meir af George Clooney í leikstjórastólnum í framtíðinni. 4 stjörnur, takk fyrir.
Þvílíkt konfekt sem þessi mynd er. Ekki einungis er hún ótrúlega flott á að líta heldur segir hún afar óvenjulega og áhugaverða sögu Chuck Barris en samkvæmt hans eigin ævisögu lifði hann tvöföldu lífi. Það má vel vera að hann hafi einungis skáldað þetta til að krydda eigin ævisögu en hvort sem það er þá er þetta góð saga.
Chuck Barris (Sam Rockwell) var maðurinn sem bjó til suma frægustu sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum fyrr og síðar eins og The Dating Game (á Íslandi væri það Djúpa laugin) og The Gong Show (núna American Idol). En hin hliðin á lífi hans var sú að hann var óopinber starfsmaður CIA og átti að hafa drepið 33 manneskjur fyrir þá.
Við fylgjumst með æviferli Chuck frá ca. 1953 til 1981. Það sem er mest gegnumgangandi í lífi hans og kannski það besta í því er Penny (Drew Barrymore), hippavinkona hans og kærasta. En Chuck er frekar eigingjarn maður og kann ekki að meta hana almennilega. Stuttu eftir að hann hefur slegið í gegn kemur dularfullur maður til hans, Jim Byrd (George Clooney) sem býður honum að gerast CIA maður á næturnar. Chuck þiggur það og hugmyndin er að eftir þætti eins og The Dating Game þá ferðist parið til ýmissa landa eins og segjum Finnlands, Chuck fylgir með og sér um að leysa einhver vandamál CIA á viðkomandi stað í leiðinni. Hin fullkomna fjarvistarsönnun. Engan á eftir að gruna hann. Chuck kynnist á einni ferð sinni hinni dularfullu Patriciu (Julia Roberts) sem reynist ekki öll þar sem hún er séð. En hversu lengi getur Chuck haldið uppi þessum lífstíl án þess að upp um hann komist og hefur hann einhvern áhuga á þessu líferni sínu í rauninni?
Þetta fyrsta leikstjórnarverkefni George Clooney sýnir að þar er kominn fram nýr kvikmyndagerðarmaður sem er óhræddur við að taka áhættur. Myndin á kvað eftir annað á hættu í að sökkva ofan í fen tilgerðar en sleppur alltaf við það með því að vera stöðugt jafn sprenghlægileg og hún er. Snillingurinn Charlie Kaufman (Being John Malkovich, Human Nature, Adaptation.) skrifar handritið eftir bók Barris og hann og Clooney hjálpast að við að gera myndina eina af bestu myndum ársins og þeirri óvæntustu í leiðinni. Kvikmyndataka Newton Thomas Sigel er hreint æðisleg og bilið á milli hins bjarta og litmikla sjónvarpsheims og hins dökka og drungalega njósnaheims er mjög vel sýnt.
Það sem mér fannst alltaf hinsvegar best við myndina er hvað hún kemur manni stöðugt á óvart. Maður heldur að hún sé að fara í einhverja átt en á næstu stundu kúvendir hún og tekur mann á annan stað sem manni hafði aldrei grunað að hún myndi gera. Það er orðið fátítt að myndir komi mér á óvart svo að ég kann alltaf að meta það örlítið extra þegar þær gera það.
Leikararnir fara einnig á kostum. Sam Rockwell er að mínu mati einn af bestu leikurum sinnar kynslóðar og getur brugðið sér í allra kvikinda líki (allt frá brjálaða fanganum í The Green Mile að taugaveiklaða aukaleikaranum í Galaxy Quest). Þetta er umdeilanlega hans besta hlutverk til þessa og hann gerir því skil ekkert eðlilega vel, líka ef maður tekur tillit til þess að persóna Chuck nýtur ekki alltof mikillar samúðar manns. Drew Barrymore er líka með eina af sínum betri rullum og gerir persónu Penny talsvert dýpri en hún hefði annars orðið. George Clooney er talsvert hlægilegur með þetta hræðilega yfirvaraskegg en á sama tíma ansi óhugnanlegur sem hinn endalaust blíðmálgi en jafnframt miskunnarlausi Jim. Og jafnvel Julia Roberts, sem mér finnst jafnan illþolandi, á góðan dag sem hin dularfulla njósnagella. Það mætti segja mér að það væri Roberts vel að vera dálítið dularfull en hún er venjulega ein af ódularfyllstu og mest óspennandi leikkonum í Hollywood. Og gamli Blade Runner snillingurinn Rutger Hauer bregður fyrir í hlutverki vestur-þýsks njósnara og er þetta sennilega eitt af hans betri hlutverkum frá Blade Runner, þó lítið sé. En enginn skýr þó skærar heldur en leikstjórinn George Clooney en þetta er hreint út sagt frábært byrjendaverk hjá honum.
Confessions of a Dangerous Mind er einfaldlega æðisleg mynd sem kemur stöðugt á óvart. Ég hvet alla til að sjá hana. Ein af bestu myndum ársins.
P.s. Reynið að taka eftir Brad Pitt og Matt Damon í hreint óborganlegum gestahlutverkum.
Ég hef lítið sem ekkrt skrifað hér áður en vill byrja á því núna því kvikmyndaáhugi minn hefur aukist stórkostlega á undanförnum vikum. Ég hef horft á nokkur stórvirki og meistarastykki kvikmyndasögunnar að undanförnu og verð ég að segja að þessi mynd fylgir fast á hæla þeirra. Mörgum finnst það máski full mikið lof en ég stend við mitt. Ég fór á þessa mynd án einhverrar vitundar um hvað þessi mynd fjallaði og verð eg að segja að hún kom mér stórkostlega á óvart, ég hló og ég hún fékk mig til að hugsa. Þessi maður Chuck Barris sem mætti líkja við bolta á miðju vegasalti og hann sjálfur veit ekki hvort hann er geðveikur eða eðlilegur og veit eigi heldur hvað skal skilgreint sem eðlilegt hugarangur og eru 2 krakkar sitt hvorumeginn sem berjast um að vera fyrir ofan á vegasaltinu. Ég velti fyrir mér hvort hann hafi í raun verið bilaður frá upphafi og spunnið CIA söguna upp eða hvort þessi undirfeldni og morð hafi látið hann fara yfir um. Leikstjórn George nokkurs Clooney er afbragð og á hann skilið gott og mikið hrós fyrir það og einnig fyrir leik sinn og þá sérstaklega hvenrig hann skilur mann í lausu lofti og leyfir manni að túlka hlutina á sinn máta og maður getur spegúlerað endalaust fram og tilbaka. Ég er ekki sammála þessu hér að ofan um að hann láti þetta lýta út eins og saga Chucks sé sönn, heldur finst mér eins og hann gefi bæði í skin og leyfir manni að finna það út sjálfur, það finnst mér vegna þess að í einu atriði er farið með hliðargötu sem hann átti að hafa myrt mann, rúllandi burt eins og svið í leikhúsi og fær maður tilfinninguna að það hafi verið aðeins í höfðinu á Chuck sjálfum. Einnig verð eg að hrósa öllum leikurum fyrir frábærann leik í alla staði og ekki hægt að velja neinn einn úr, þeir einfaldlega stóðu sig allir mjög vel
Fullt af hæfu fólki mótar öfluga heild
Ansi athyglisverð kvikmynd sem er lauslega byggð á sönnum atburðum, eða svo er sagt... George Clooney kemur sér einnig fyrir í leikstjórastólinn í þetta sinn og stendur sig gífurlega vel, og miðað við byrjanda má heldur betur kalla hann hæfann.
Sagan er líka vel keyrð, hröð í frásögn og oft fyndin. Leikur er einnig hörkutraustur. Sam Rockwell er að sjálfsögðu fremstur í flokkinum í hlutverki Chuck Barris, og er bara vægast sagt fantagóður og smellpassar í rulluna. Minni hlutverk (þ.á.m. Drew Barrymore, Julia Roberts, Rutger Hauer og Clooney sjálfur) eru líka mjög vel leyst af hendi, og tæknimennirnir hafa sömuleiðis svo sannarlega unnið fyrir sínu. Kvikmyndatakan er m.a. alveg hreint glæsileg, sem og stíllinn sem Clooney notar.
Síðan verður að minnast á handritið, sem er meginlega í umsjón sérvitra snillingsins Charlie Kaufman (Being John Malkovich, Adaptation), og ég held að það nægi að segja allt um gæði þess. Myndin er auðvitað hvergi eins súr og þekktustu verk hans, en hann er engu að síður góður að byggja upp frásögn sem finnur gott jafnvægi milli t.d. gríns og alvarleika. Samtölin standa líka rækilega uppúr, enda mjög vel skrifuð og oft á tíðum grípandi. Það mætti kannski helst gagnrýna myndina fyrir að vera örlítið óviss um hvort hún vilji teljast sem glæpa/spennumynd, drama eða gamanmynd, og fyrir það er ekki alltaf hægt að taka hana alvarlega. Síðan getur hún orðið dálítið langdregin þegar lengra á líður.
En prýðisgóð mynd engu að síður sem er mjög gott úrval fyrir rólegt kvöld.
7/10
Ansi athyglisverð kvikmynd sem er lauslega byggð á sönnum atburðum, eða svo er sagt... George Clooney kemur sér einnig fyrir í leikstjórastólinn í þetta sinn og stendur sig gífurlega vel, og miðað við byrjanda má heldur betur kalla hann hæfann.
Sagan er líka vel keyrð, hröð í frásögn og oft fyndin. Leikur er einnig hörkutraustur. Sam Rockwell er að sjálfsögðu fremstur í flokkinum í hlutverki Chuck Barris, og er bara vægast sagt fantagóður og smellpassar í rulluna. Minni hlutverk (þ.á.m. Drew Barrymore, Julia Roberts, Rutger Hauer og Clooney sjálfur) eru líka mjög vel leyst af hendi, og tæknimennirnir hafa sömuleiðis svo sannarlega unnið fyrir sínu. Kvikmyndatakan er m.a. alveg hreint glæsileg, sem og stíllinn sem Clooney notar.
Síðan verður að minnast á handritið, sem er meginlega í umsjón sérvitra snillingsins Charlie Kaufman (Being John Malkovich, Adaptation), og ég held að það nægi að segja allt um gæði þess. Myndin er auðvitað hvergi eins súr og þekktustu verk hans, en hann er engu að síður góður að byggja upp frásögn sem finnur gott jafnvægi milli t.d. gríns og alvarleika. Samtölin standa líka rækilega uppúr, enda mjög vel skrifuð og oft á tíðum grípandi. Það mætti kannski helst gagnrýna myndina fyrir að vera örlítið óviss um hvort hún vilji teljast sem glæpa/spennumynd, drama eða gamanmynd, og fyrir það er ekki alltaf hægt að taka hana alvarlega. Síðan getur hún orðið dálítið langdregin þegar lengra á líður.
En prýðisgóð mynd engu að síður sem er mjög gott úrval fyrir rólegt kvöld.
7/10
Chuck Barris er sér kapítuli í sögu bandarískrar sjónvarpsmenningar. Hann er í raun faðir raunveruleikasjónvarps þar sem hann er ábyrgur fyrir þáttum á borð við The Dating Game og The Gong Show, sem nutu gífurlegra vinsælda á 8. áratugnum. Barris sjálfur var sérkennilegur karakter, og árið 1982 gaf hann út ævisögu sem gaf í skyn að hann hafi í raun verið leigumorðingi fyrir CIA og notað sjónvarpsstarfið sem yfirskin. Enginn trúir þessari sögu, en George Clooney hefur ákveðið að taka hana trúanlega og hann leikstýrir myndinni með þessa lygi sem aðalsöguþráðinn. Útkoman er gráglettin gamanmynd sem er á meðal óvenjulegri mynda síðari ára. Sam Rockwell á stjörnuleik í aðalhlutverkinu og gerir Barris að djúpum karakter sem er bæði aðdáunarverður og brjóstumkennanlegur. Clooney, sem leikstýrir hér í fyrsta sinn, er sjálfur í hlutverki CIA-mannsins sem ræður Barris til starfans. Drew Barrymore leikur kærustu Barris, og Julia Roberts skemmtir sér stórvel í hlutverki banvæns njósnakvendis sem sekkur klónum í Barris í Helsinki, af öllum stöðum. Clooney hefur greinilega lært eitthvað af samtarfinu við Steven Soderbergh, því það eru nokkrir taktar sem minna verulega á hann. Stíllinn er ansi sérkennilegur; t.d. er notkun sviðsmynda og kvikmyndatöku oft mjög fyndin. Heilt ár líður í einu skoti þar sem Barris er fyrst gestur í túr hjá NBC-stöðinni en 2 mínútum síðar í sama skoti er hann farinn að vinna þar. Clooney hefur sérstæðan húmor sem endurspeglast vel í þessari mynd. Tónlist og lýsing er vel heppnuð, og Rutger gamli Hauer stelur tveimur atriðum algjörlega. Confessions of a Dangerous Mind er síður en svo mynd fyrir alla, en því verður ekki neitað að hún er stórfyndin og vel þess virði að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2003
VHS:
24. september 2003