Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Death to Smoochy 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Get ready for an unexpected hit.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Stjórnandi barnaþáttar í sjónvarpi, Randolph Smiley, er rekinn með skömm, og endar á götunni, á meðan sá sem kom í hans stað, Sheldon Mopes, slær í gegn með með hinum fjólubláa nashyrningi Smoochy, í nýjum þætti. En það versnar í því þegar Sheldon kemst að því að sumt af fólkinu sem hann vinnur með, og sumir sem hann veit ekki að hann vinnur... Lesa meira

Stjórnandi barnaþáttar í sjónvarpi, Randolph Smiley, er rekinn með skömm, og endar á götunni, á meðan sá sem kom í hans stað, Sheldon Mopes, slær í gegn með með hinum fjólubláa nashyrningi Smoochy, í nýjum þætti. En það versnar í því þegar Sheldon kemst að því að sumt af fólkinu sem hann vinnur með, og sumir sem hann veit ekki að hann vinnur fyrir, hugsa bara um peninga. Á sama tíma er Randolph smátt og smátt að missa vitið, og það eina sem kemst að hjá honum er að drepa Smoochy, og komast aftur í gamla lúxuslífið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Death To Smoochy er ein af þessum littlu myndum sem maður heyrði varla neitt um, en kom alveg rosalega á óvart. Hér kemur Danny Devito með 5 mynd sína sem leikstjóri og þá bestu hingað til(mitt álit á Duplex breyttist verulega eftir áhorfið á þessari ræmu, vildi bara benda á það). Það sem gerir Death To Smoochy að þeirri frábæru skemmtun sem hún er: Góð leikstjórn Danny Devito, skemmtilegar frammistöður frá Ed Norton og Robin Williams, húmorinn og hvað þeir gera mikið grín af fyrirbærunum Barney, Teletubbies og öllu því dóti. DTS er léttgeggjuð, lítil en verulega ánægjuleg gamanmynd sem ætti að henta fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svartur húmor ræður ríkjum í þessari drepfyndnu mynd eftir hann Danna DeVito. Rainbow Rudolph (Robin Williams, Good Will Hunting) er barnastjarna sem hefur sjónvarpsþátt sem börnin dýrka. En á bak við tjöldin er hann hið mesta fól, blótar, reykir og fleira. En hann er handtekinn fyrir að kaupa eyturlyf og sjónvarpsstöðin þarf að finna nýjan stjórnanda. Stöðin finnur mann sem er einmitt öfugt við Rainbow (Edward Norton, American History X) en hann hefur alltaf langað að hafa sinn eigin sjónvarpsþátt. Hann vill að öll börn skulu hætta að borða nammi og borða frekar hollann mat. Þegar Rainbow kemur úr fangelsi er hann staðráðinn í að reyna að skella skuld á hann. DeVito er góður í hlutverki lægvísa umboðsmannsins og leikstýrði myndina vel og leikarahópurinn stendur sig með prýði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bráðskemmtileg mynd í alla staði, skemmtilega skrifuð, leikin og leikstýrt. Þegar spillingin meðal barnastjarnanna keyrir um þverbak er tækifærið fyrir Smoochie - einu heiðarlegu barnastjörnuna. Hann þiggur ekki mútur, notar heróín eða lemur konuna sína eins og hinar barnastjörnurnar.

Aldeilis ljómandi ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Death to Smoochy segir frá furðufuglinum Rainbow Randolph(Robin Williams)sem stýrir skemmtiþætti í sjónvarpi fyrir börn. Leiðin liggur svo skyndilega á niðurleið þegar hann missir starfið og annar náungi(Edward Norton)tekur við. Okkar einlægur Randolph er ekki par sáttur við ástandið og reynir að finna leið til að fá gamla starfið sitt til baka. Myndin er góð en skilur ekkert eftir sig. Eiginlega bæði fyrirsjáanleg og ófyrirsjáanleg og þá meina ég að endirinn er týpískur og formúlukenndur en fram að því þá veit maður nær aldrei hvað gerist næst. Svo skiptir það máli með hvaða viðhorfi þú horfir á þessa mynd Death to Smoochy. Ef þú býst við meistaraverki verðurðu fyrir vonbrigðum en ef þú býst við annars flokks afþreygingarmynd ættirðu að skemmta þér þokkalega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Death to Smoochy er frábær mynd, virkilega skemmtileg og húmorsmikil mynd, léttgeggjuð svört komedía, Robin Williams og Edward Norton standa sig frábærlega sem sagt á alla kanta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn