Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér kemur tríóið aftur saman Danny Devito Kathleen Turner og Michael Douglas í það sem getur ekki annað en verið lýst sem kaldhæðni hjónabandsins. Eftir mörg ár í að strita fyrir að komast á toppinn hefur Oliver Stone algerlega gleymt að sinna konunni sinni sem hefur á meðan séð um börnin og risastórt hús sem hún hefur gert upp algerlega frá grunni. Þegar ekkert er eftir að gera í húsinu og börnin uppvaxinn fer Barböru að finnast maðurinn sinn óþolandi. Húsið verður að vígsvæði og svartur húmor, kaldhæðni, slagsmál, svik og pirringur ræður ríkjum.
Snilldar mynd.
Mig hefur alltaf langað að sjá þessa mynd aftur. Ég var staddur á videoleigu þegar ég sá kassann og ég varð bara að leigja hana! Myndin byrjar með alveg hreint frábærri tónlist David Newmans - byrjunarstefið á eftir að sitja í mér í áratug - og svo kynnumst við Barböru og Oliver Stone. Þau voru hjón sem áttu hið fullkomna líf: frábært hús, yndislegir krakkar, miklir peningar o.s.frv. En allt í einu byrjar Barbara að hata Oliver og ákveður að skilja við hann. En hvorugt þeirra vill flytja út úr húsinu. Við þetta verður stríðsástand í húsinu og endar allt í ósköpum. Sagan er sögð af vini hjónanna, leiknum af Danny DeVito, en hann leikstýrir líka. Danny DeVito hefur þennan einstaka stíl sem svo fáir leikstjórar hafa nú til dags. Hann er með flott angle sem minna stundum á Hitchcock og svarti húmorinn er í stíl við Burton. En DeVito er alls ekki að stela, hann gerir þessa mynd að sinni eigin og tekst frábærlega vel upp. Handritið er frábært og tekst þeim Michael Douglas og Kathleen Turner mjög vel upp sem Barbara og Oliver. Það er líka soldið gaman að sjá "þrenninguna" í þessari myrku kómedíu eftir alla Indiana Jones stemninguna úr Romancing the Stone og The Jewel of Nile. Ef þið hafið ekki séð þessa þá skuluð þið sjá hana strax. Ef þið hafið séð hana þá skuluð þið endilega sjá hana aftur, hún er alveg þess virði!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Aldur USA:
R