Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Duplex 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. nóvember 2003

Alex and Nancy finally found their dream home...And then they moved in.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Alex Rose og Nancy Kendricks eru ungt fólk í New York sem er á höttunum eftir draumaheimilinu. Þegar þau loks finna heimilið í Brooklyn, þá er eftirvæntingin mikil að fá að flytja inn. Þetta er sannkallað draumahús, margir arnar, og fleira sem heillar þau, en eitt varpar þó skugga á gleðina; fröken Connelly, hin geðstirða gamla frú sem býr á efstu hæðinni.... Lesa meira

Alex Rose og Nancy Kendricks eru ungt fólk í New York sem er á höttunum eftir draumaheimilinu. Þegar þau loks finna heimilið í Brooklyn, þá er eftirvæntingin mikil að fá að flytja inn. Þetta er sannkallað draumahús, margir arnar, og fleira sem heillar þau, en eitt varpar þó skugga á gleðina; fröken Connelly, hin geðstirða gamla frú sem býr á efstu hæðinni. Þau ákveða að líta svo á að hún sé gömul og veikburða, og ákveða að taka húsið og flytja inn, en vonir þeirra dofna fljótlega, þegar þau komast að því að Connelly er bráðhress kerling sem elskar að horfa á sjónvarpið með hljóðið í botni, daginn út og inn, og æfir auk þess í málmblásturshljómsveit. Alex er rithöfundur sem er að reyna að klára nýja skáldsögu áður en hann fellur á tíma. En hann er truflaður daglega af Connelly og hennar kröfum og beiðnum, og það sem byrjar sem smá óþægindi endar sem allsherjarstríð. Þegar Nancy missir vinnuna og parið er fast heima með Connelly yfir og allt um kring, þá fer reiði þeirra að snúast upp í drápshug, og þau fara að hugsa upp leiðir hvernig þau geti losnað við gömlu nornina.... minna

Aðalleikarar


Horfði á þessa von um að sjá hérna góða og sæta mynd með einum af mínum eftirlætis gamanleikara, Ben Stiller. Svo gerði ég mér grein fyrir að hann getur stundum verið alveg rosalega pirrandi, sérstaklega þegar hann leikur þessa karaktera sem eru of góðir í sér, og sérlega vitgrannir þegar kemur að mannlegum samskiptum.


Myndin byrjaði svo sem ágætlega og var hlegið nokkrum sinnum. Myndin hélt svo bara áfram í þessum Ben Stiller farsa allan tímann. Þegar myndin var u.þ.b. hálfnuð vorum við farin að velta fyrir okkur hvort ekki eitthvað merkilegt myndi gerast. Það gerði það í raun ekki. Veit ekki alveg með aðra, en það getur farið í taugarnar á mér þegar fólk í bíomyndum gerir hluti sem enginn venjulegur maður myndi gera, einhverja sérlega heimskulega og órökrétta hluti. Þetta er svona mynd þar sem maður segir oft við sjónvarpið: Afhverju ertu að gera þetta? Arghhhh!!


Þessi mynd er lík myndinni (þeirri annars ágætu mynd) 'Meet the Parents' með tíðræddum Stiller. Munurinn er þó sá sú mynd er betri að öllu leyti. Ég get ekki mælt með þessarri mynd, nema þá að þú elskir Ben Stiller eða þá að þú hafir ekki séð neitt með honum áður :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Duplex er bara fínasta gamanmynd.

Allir leikarrarnir standa sig með príði en það er nú samt hún Eileen Essel sem stendur upp úr.

Eg mæli með þessari mynd fyrir alla sem ætla að skemmta sér áður en þau fara í party eða hafa bara hreynt ekki neitt við tíman sinn að gera. Það eru margir góðir brandarar herna þó að það eru þó nokkrir inn á milli sem missa marks.

En í heildinni litið er þetta eins og eg nefndi áðan bara fínasta gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er besta mynd Danny Devitos til þessa. Fjallar um hjón(Ben Stiller og Drew Barrymore) sem að eru að leita að íbúð og lenda í lukkupottinum þegar að þau fá alveg þvílíkt flotta íbúð í Brooklyn. Eini gallinn er að það er sakleysisleg og gömul kona sem að býr í íbúðinni á efri hæðinni. Þau líta á hana sem ekkert vandamál í byrjun en þegar fer að líða á tímann fara hlutirnir hjá þeim hjónum að fara gjörsamlega til fjandans. Þetta er ein besta mynd sem ég get hugsað mér um sem er á leigum nú til dags. Ben Stiller, Drew Barrymore og sú sem leikur gömlu konuna eru alveg meiriháttar í sínum hlutverkum. Ef þið viljið sjá virkilega góða gamanmynd, þá mæli ég sterklega með þessari snilldarmynd. Ég lá nánast í hláturskasti alla myndina. Hiklaust 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst alveg fáranlegt að gefa þessari mynd 4 stjörnur þar sem hún er ófyndin og alveg gjörsamlega leiðinleg. Ég kvarta ekki undan leikurunum heldur brandarnir eru á við 3 ára krakka. Ég er ennþá ekki að skilja að Danny De Vito leikstýrði henni því hann er snillingur og hér var hann örugglega ekki alveg viss hvað hann væri að gera. Ég gef henni 1 stjörnu því að leikararnir voru svo sem að gera ágæta hluti en myndinn er algjör hryllingur. Mæli alls ekki með henni, takið frekar bara Pósturinn Pál á spænsku eða eitthvað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Danny DeVito leikstýrir kvikmyndinni Duplex og skilar af sér miðlungsgamanmynd. Maður hefði búist við mun meiru en því miður varð það ekki raunin. Duplex fjallar um parið Alex Rose (Ben Stiller) og Nancy Kendricks (Drew Barrymore). Alex er rithöfundur og Drew vinnur hjá stóru tímariti. Þau finna draumaíbúðina og flytja inn. Íbúðin er tvíhæða en á efri hæðinni býr Mrs. Connelly (Eileen Essel), gömul og afskapleg indæl kona, eða það er hún allavega til að byrja með. Mrs. Connelly leigir efri hæðina og leigusamningurinn kveður á um að Alex og Nancy mega ekki hreyfa við gömlu konunni. Ekki líður á löngu þar til sú gamla er farin að gera hinu hamingjusama pari lífið leitt, þau geta ekki sofið, þau fá ekki frið, lögreglan er daglegur gestur o.s.frv. Að lokum gefast þau upp og snúa vörn í sókn með skelfilegum afleiðingum. Duplex byrjar mjög vel og húmorinn hittir í mark en eftir því sem líður á verður myndin langdregin og endurtekningarsöm. Sömu brandararnir eru margnotaðir og verða því afskaplega þreyttir. Duplex er eins og allt of langur gamanþáttur sem byrjar mjög vel en missir svo flugið og brotlendir allillilega í lokin. Duplex er miðlungsmynd sem rétt nær að halda sér í miðjumoðinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.06.2001

Stiller og Paltrow í nýrri mynd

Ben Stiller ( Meet the Parents ) og Gwyneth Paltrow ( Shakespeare in Love ) eru nú að fara að leika saman í myndinni Duplex, en henni verður leikstýrt af Greg Mottola. Myndin, sem skrifuð er af fyrrum Simpsons-pennanum Larry Do...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn