Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Y tu mamá también 2001

(And Your Mother Too)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. nóvember 2001

105 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 89
/100

Ungu vinirnir Tenoch Iturbide og Julio Zapata búa í Mexíkóborg í Mexíkó. Þeir eru frekar órólegir þar sem kærustur þeirra eru á ferðalagi saman í Evrópu, en framundan er síðan nýr kafli í lífi þeirra í háskóla. Tenoch og Julio hitta síðan Luisa Cortés í flottri brúðkaupsveislu, en hún er kona frænda Tenoch, Jano, og er á þrítugsaldri, en þau... Lesa meira

Ungu vinirnir Tenoch Iturbide og Julio Zapata búa í Mexíkóborg í Mexíkó. Þeir eru frekar órólegir þar sem kærustur þeirra eru á ferðalagi saman í Evrópu, en framundan er síðan nýr kafli í lífi þeirra í háskóla. Tenoch og Julio hitta síðan Luisa Cortés í flottri brúðkaupsveislu, en hún er kona frænda Tenoch, Jano, og er á þrítugsaldri, en þau hjónin eru nýflutt til Mexíkó frá Spáni. Tenoch og Julio reyna að heilla hina fallegu Luisa með því að segja henni að þeir séu á leiðinni í ferðalag til fallegustu leynistrandar í Mexíkó, sem kallast la Boca del Cielo ( sem þýðir Heaven´s Mouth ), en í raun og veru er ströndin tilbúningur einn. Þegar Luisa fréttir af framhjáhaldi manns síns frá fyrstu hendi, þá slær hún til og ákveður að fara með þeim Tenoch og Julio á ströndina sem ekki er til, sem þýðir að Tenoch og Julio verða að gera áætlun um ferðalagið. Þeir ákveða að fara til strandar sem vinur þeirra Saba mælir með, en sjálfur er hann hálf undrandi á staðarvalinu. Á ferðalaginu, sem gengur ekki snurðulaust fyrir sig, eru ýmis mál sem þríeykið er að velta fyrir sér. Louisa þarf að átta sig á hvað hún á að gera varðandi hjónaband sitt og Jano, útaf því sem hún komst að með framhjáhaldið og hann hefur ekki sagt henni frá sjálfur ennþá. Og Tenoch og Julio þurfa að átta sig á gildi vináttunnar á milli þeirra tveggja. ... minna

Aðalleikarar


Y tú mamá también er frábær mynd. Hins vegar er hún hvorki evrópsk né gerist hún á Spáni. Myndin er mexíkósk og gerist í Mexíkó, aðalpersónurnar eru tveir mexíkóskir guttar, Julio og Tenoch, u.þ.b. 17-18 ára gamlir sem hafa enga stjórn á hormónunum. Kærusturnar þeirra fara í sumarleyfi til evrópu og Julio og Tenoch hugsa sér gott til glóðarinnar í grasekkilsstandi. Þeir kynnast Luisu, spænskri eiginkonu frænda Tenochs, og bjóða henni með sér í ferðalag til afskekktrar strandar í Suður-Mexíkó.


Þetta er ein af betri vegamyndum sem ég hef séð lengi, gott dæmi um þá grósku sem virðist vera í mexíkóskri kvikmyndagerð (annað dæmi er Amores perros, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna í fyrra, en rataði held ég aldrei til Íslands. Frábær mynd sem enginn kvikmyndaáhugamaður ætti að missa af). Leikstjórinn er þar að auki nokkuð þekktur, Alfonso Cuaron, þekktustu myndir hans eru líklega Little Princess og Great Expectations. Kvikmyndatakan í Y tú mamá también er frábær, enda enginn aukvisi sem stendur að baki henni, Emmanuel Lubezki (Sleepy Hollow, Ali, o.fl.), sem er líka mexíkani. Leikararnir eru mjög góðir, sérstaklega Maribel Verdu (Belle Epoque), og það er eitt sem þessi mynd hefur fram yfir margar aðrar, kynlífssenurnar í myndinni eru opinskáar en eru felldar svo vel inn í frásögnina að manni finnst þeim aldrei ofaukið. Ekki lítið afrek það. Ég mæli eindregið með myndinni, ekki bara fyrir þá sem hafa gaman af evrópskri kvikmyndagerð (myndin er ekki evrópsk og ekkert sérstaklega mikið evrópskt við hana, þó um það megi auðvitað alltaf deila).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skellti mér á þessa mynd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkurborgar hér fyrr í vetur (haust eiginlega), aðallega vegna þess að ég hef gaman af evrópskum myndum og þessi virkaði dáldið spennandi.


Ég get með sanni sagt að hún hafi ekki valdið mér vonbrigðum. Hún byrjaði þar sem þessir tveir u.þ.b. 18 ára gaurar voru að skipuleggja sumarferð um Spán, og voru m.a. að reyna að telja eina Suður-Ameríska gelluna um að koma með sér.. Þá fór ég að halda að þetta væri svona spænsk útgáfa af Tomcats, eða American Pie eða eitthvað álíka.. svona ungfola-greddu-mynd, sem maður er búinn að sjá meira en nóg af. (Reyndar spilaði greddan stórt hlutverk í myndinni, en á annan hátt en þessar amerísku, allt öðruvísi.) Annað kom á bátinn. Maður fór að sjá að handritið var vel skrifað og persónurnar mjög góðar, og vel leiknar. Einnig tók maður sérstaklega eftir vissum atriðum í myndinnni sem henni alvarlegan undirtón, en þó ekki dramatískan.


Ég ætla að sjálfsögðu ekki að fara í saumana á söguþræðinum hér, það myndi bara skemma fyrir. En myndin er góð. Það get ég sagt. Þetta er sú tegund af mynd sem evrópskum frumlegum kvikmyndum á lofti sem einhverjum þeim bestu í heiminum.


Ég segi bara góða skemmtun! (Ég þarf að fara að sjá hana aftur...)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn