Náðu í appið
Y tu mamá también

Y tu mamá también (2001)

And Your Mother Too

1 klst 45 mín2001

Ungu vinirnir Tenoch Iturbide og Julio Zapata búa í Mexíkóborg í Mexíkó.

Rotten Tomatoes90%
Metacritic89
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefni

Hvar má horfa

Söguþráður

Ungu vinirnir Tenoch Iturbide og Julio Zapata búa í Mexíkóborg í Mexíkó. Þeir eru frekar órólegir þar sem kærustur þeirra eru á ferðalagi saman í Evrópu, en framundan er síðan nýr kafli í lífi þeirra í háskóla. Tenoch og Julio hitta síðan Luisa Cortés í flottri brúðkaupsveislu, en hún er kona frænda Tenoch, Jano, og er á þrítugsaldri, en þau hjónin eru nýflutt til Mexíkó frá Spáni. Tenoch og Julio reyna að heilla hina fallegu Luisa með því að segja henni að þeir séu á leiðinni í ferðalag til fallegustu leynistrandar í Mexíkó, sem kallast la Boca del Cielo ( sem þýðir Heaven´s Mouth ), en í raun og veru er ströndin tilbúningur einn. Þegar Luisa fréttir af framhjáhaldi manns síns frá fyrstu hendi, þá slær hún til og ákveður að fara með þeim Tenoch og Julio á ströndina sem ekki er til, sem þýðir að Tenoch og Julio verða að gera áætlun um ferðalagið. Þeir ákveða að fara til strandar sem vinur þeirra Saba mælir með, en sjálfur er hann hálf undrandi á staðarvalinu. Á ferðalaginu, sem gengur ekki snurðulaust fyrir sig, eru ýmis mál sem þríeykið er að velta fyrir sér. Louisa þarf að átta sig á hvað hún á að gera varðandi hjónaband sitt og Jano, útaf því sem hún komst að með framhjáhaldið og hann hefur ekki sagt henni frá sjálfur ennþá. Og Tenoch og Julio þurfa að átta sig á gildi vináttunnar á milli þeirra tveggja.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Bésame Mucho Pictures
Anhelo ProductionsMX

Gagnrýni notenda (2)

Y tú mamá también er frábær mynd. Hins vegar er hún hvorki evrópsk né gerist hún á Spáni. Myndin er mexíkósk og gerist í Mexíkó, aðalpersónurnar eru tveir mexíkóskir guttar, Julio ...

Ég skellti mér á þessa mynd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkurborgar hér fyrr í vetur (haust eiginlega), aðallega vegna þess að ég hef gaman af evrópskum myndum og þessi virkaði dáldið s...