Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Spænsk Pulp Fiction - sem virkar!
Það er rosalega erfitt að horfa á Amores Perros án þess að hugsa eitthvað til Pulp Fiction. Alveg síðan sú mynd kom út veit ég ekki hversu oft við höfum séð kvikmyndagerðamenn apa eftir sama frásagnarstílnum (þrjár ólíkar sögur sem að lokum vefjast saman í eina), og nær það alveg frá Doug Liman-myndinni Go til hinnar grútlélegu Fíaskó. Að vísu er þessi mynd fyrsta “eftirlíkingin” sem hægt er að kalla ótrúlega góða. Sögurnar eru ekki allar jafn áhugaverðar en þær eru glæsilega þræddar saman. Auk þess eru þemurnar í handritinu sterkar, frammistöður gallalausar og dramað hittir oftar en ekki í mark.
Tenging þessara sagna er efnislega mjög skemmtileg, en ólíkt því sem Tarantino gerði (þar sem hann tengdi saman persónur í stað atvika) þá er skurðpunkturinn hér eitt bílslys, sem hefur mismunandi áhrif á líf þriggja einstaklinga. Slysið tíðkast líka á ólíkum tímapunktum hjá þessum einstaklingum. Í einni sögunni er það alveg byrjunin (sem í kjölfarið sýnir ógeðfelldu afleiðingar þess) en þeirri næstu gerist það alveg í lokin. Handritið leikur sér líka dálítið að stéttaskiptingum, þar sem hver af þessum þremur persónum er misvel stödd í lífinu. Þetta og meira eru þemur sem skína vel í gegn og persónurnar eru allar vel skrifaðar og ná á einhverjum tímapunkti tengingu við mann.
Persónulega fannst mér fyrsta sagan allra best. Dramað, ofbeldið, hrái tökustíllinn, tónlistin og spennan náði algjörlega til mín. Önnur sagan var tiltölulega viðburðarlítil en hún var a.m.k. dýpri og skildi margt eftir sig. Sú þriðja var ansi upp og niður. Stundum datt ég inn í hana, stundum var ég við það að geispa. Myndin tekur auðvitað stórt högg fyrir gífurlega lengd en maður þolir hana alveg. Þessi þriðja saga er fullnægjandi á dramatískan hátt en maður kemst ekki hjá því að sækjast eftir orkunni sem var í þeirri fyrstu. Örlög persónanna voru heldur ekkert alltaf fullnægjandi, og fékk ég þá tilfinningu að leikstjórinn sé afskaplega svartsýnn einstaklingur.
Myndin er samt skylduáhorf vegna þess að hún er frábærlega gerð og enn betur leikin. Það er fullt í henni sem mun lengi sitja í hausnum á þér. Ég vara þig samt við grjóthörðu ofbeldi gagnvart hundum. Það er ansi mikið sýnt af því.
8/10
Það er rosalega erfitt að horfa á Amores Perros án þess að hugsa eitthvað til Pulp Fiction. Alveg síðan sú mynd kom út veit ég ekki hversu oft við höfum séð kvikmyndagerðamenn apa eftir sama frásagnarstílnum (þrjár ólíkar sögur sem að lokum vefjast saman í eina), og nær það alveg frá Doug Liman-myndinni Go til hinnar grútlélegu Fíaskó. Að vísu er þessi mynd fyrsta “eftirlíkingin” sem hægt er að kalla ótrúlega góða. Sögurnar eru ekki allar jafn áhugaverðar en þær eru glæsilega þræddar saman. Auk þess eru þemurnar í handritinu sterkar, frammistöður gallalausar og dramað hittir oftar en ekki í mark.
Tenging þessara sagna er efnislega mjög skemmtileg, en ólíkt því sem Tarantino gerði (þar sem hann tengdi saman persónur í stað atvika) þá er skurðpunkturinn hér eitt bílslys, sem hefur mismunandi áhrif á líf þriggja einstaklinga. Slysið tíðkast líka á ólíkum tímapunktum hjá þessum einstaklingum. Í einni sögunni er það alveg byrjunin (sem í kjölfarið sýnir ógeðfelldu afleiðingar þess) en þeirri næstu gerist það alveg í lokin. Handritið leikur sér líka dálítið að stéttaskiptingum, þar sem hver af þessum þremur persónum er misvel stödd í lífinu. Þetta og meira eru þemur sem skína vel í gegn og persónurnar eru allar vel skrifaðar og ná á einhverjum tímapunkti tengingu við mann.
Persónulega fannst mér fyrsta sagan allra best. Dramað, ofbeldið, hrái tökustíllinn, tónlistin og spennan náði algjörlega til mín. Önnur sagan var tiltölulega viðburðarlítil en hún var a.m.k. dýpri og skildi margt eftir sig. Sú þriðja var ansi upp og niður. Stundum datt ég inn í hana, stundum var ég við það að geispa. Myndin tekur auðvitað stórt högg fyrir gífurlega lengd en maður þolir hana alveg. Þessi þriðja saga er fullnægjandi á dramatískan hátt en maður kemst ekki hjá því að sækjast eftir orkunni sem var í þeirri fyrstu. Örlög persónanna voru heldur ekkert alltaf fullnægjandi, og fékk ég þá tilfinningu að leikstjórinn sé afskaplega svartsýnn einstaklingur.
Myndin er samt skylduáhorf vegna þess að hún er frábærlega gerð og enn betur leikin. Það er fullt í henni sem mun lengi sitja í hausnum á þér. Ég vara þig samt við grjóthörðu ofbeldi gagnvart hundum. Það er ansi mikið sýnt af því.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lionsgate
Kostaði
$2.000.000
Tekjur
$20.908.467
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. maí 2002
VHS:
29. ágúst 2002