Ath. að umfjöllunin hér fyrir neðan gæti eyðilagt þriðju bókina og þriðju myndina fyrir þá sem hafa ekki lesið eða horft! Hún er einnig skrifuð meira frá viðhorfi bókana frekar en kvikmyndalega séð.
Nýlega las ég þriðju Harry Potter bókina í, ég veit ekki hvaða ksipti, og þá fékk ég þá hugdettu að gefa þriðju myndnni þriðja sjéns. Ég segjir þriðja sjéns því að við fyrsta og annað áhorf er ekki hægt að segja að ég hafi elskað myndina, meira í áttina að fyrirlíta hana og í hvert sinn sem ég hugsaði um hana þá langi mig til að öskra af pirringi.
Svo ég labba niður á vidjó leigu og leigi myndina.
Svo byrjaði ég að horfa á hana og ég hugsaði með sjálfri mér "Afhverju hata ég hana svona mikið?" Hún var fyndinn, flott, myndatakan alveg ótrúleg og leikurinn ekki slæmur miðað við fyrri tvær, í númer fimm er leikurinn hinsvegar Superb og ég virkilega trúi því að Daniel Radcliff eigi góðan leiklistar feril framundann.
En þá kom það, því lengra sem dró á myndina því meira fór hún í mig. Ég man hversu ógeðslega mikið mig hlakkaði til að sjá atriði á milli Siriusar, Lupins og Harrys í lok myndarinnar og ég man fyrir hversu ótrúlegu miklum vonbrigðum ég varð þegar ég sá atriðið og þar með hataði myndina.
Og nú ætla ég að koma með þá hluti sem fóru í taugarnar á mér við myndina:
- Öll tilgangslausu atriðinn sem voru t.d. Bækur að ráðast á fólk, draugar að fara í gegnum veggi, börn að borða nammi, mynd af trjám.
- Atrðiðin milli Harrys og Lupins fóru pínu í taugarnar á mér, afhverju voru þeir labbandi út um allt, kennari og nemandi. Þegar þeir ættu að vera inn í kastala inn á skrifstofu. Plús samtöl þeirra hefðu getað verið stytt helvíti mikið.
-Einn galli sem ég tók einnig við þessa mynd var að í staðinn fyrir að sleppa hlutum, sem reyndar myndin gerði heilan helling af, var að bæta einhverju inn í hana sem hefði algjörlega getað verið sleppt við að bæta og tók í raunninni bara dýrmætan tíma af atriðum sem hefðu átt að vera í myndinni.
- Svo eru það náttúrulega atriðunum sem var sleppt sem hefðu átt að vera í myndinni:
Þegar Sirisu braust inn í Gryffindor, Ron, Scabbers, hnífur!
Útskýringu afhverju Peter, Sirius voru Animagus-ar!
Hvernig slapp Sirius úr Askaban...hmmmm...það kom aldrei framm.
Rifrildið við Hermionie sem endist út næstum alla bókina...[get nokkurnvegin sætt mig við fjarveru þess úr myndini]
Quidditch vantaði heilan helling í myndina þar sem í raun er það í þriðju bókinni þar sem þessi leikur er mikilvægastur. En ég skil samt afhverju því var sleppt, þótt að þeir hefðu geta troðið því inn hefðu þeir klippt út öll tilgangslausu atriðin.
Afhverju í anskotanum að lengja myndina einnig með því þegar þeim dýrmæta tíma hefði getað verið eytt í eitthvað af þessum atriðum að ofan að Harry sá Peter á kortinu og fór að leita af honum, snape fann hann, Lupin kom, tók kortið og Harry segir honum hvað gerðist. Nú þetta gerðist aldrei í bókinni... Afhverju ekki bara láta þetta gerast eftir Hogsmade ferðina eins og það gerðis í alvörunni og sleppa þar með Harry labbandi um gangana og eitthvað álíka kjaftæði.
- Fjólubláa-rútu-ferðin var allt of löng og hvað var málið með gaurinn með kryppuna, vá hvað hann var tilganglaus og ófyndinn.
- Atriði þar sem Harry Kemst að því að Sirius er guðfaðir hans, það var ótrúlega fáránlegt hvernig var unnið úr því í myndinni, þau hefði geta sleppt grátkasti Harrys eftir það (sem var ekki í bókinni).
Einföld lausn: myndin er lengd heilan helling með tilganglausum atriðum eða atriðum sem hefðu getað verið unnin öðruvísi.
Og svo það sem fór mest í taugarnar á mér af öllu. Lokaatriðið: þar sem öllu var hennt aftast og þjapað saman í eina misheppnaða klessu.
En svo er einnig sú spurning að hverjum skal kenna um galla myndarinnar, Alfonso eða Steven...eða kannski einhverjum öðrum. Ég kýs að kenna leikstjóranum um, honum Alfonso, þótt ég virði hann sem leikstjóra, því vá hvað Harry Potter 3 var ótrúlega flott, vel gerð, og leikara stóðu sig bara mjög vel, svona miðað við þær fyrri, og svo auðvitað gerði hann Children of Men [MUST SEE]. Afhverju kenni ég ekki handritshöfuninum um, því hann skrifaði einnig handritið við allar hinar myndirnar og þær virkuðu alveg vel, handritslega séð.
Kannski var Alfonso ekki nógu mikill Potter aðdáandi, las hann bókina?
En eftir nöldrið sem gæti verið lengra, hver er þá niðurstaða mín eftir þriðju tilraun...tormmusláttur.....
Ég hata hana greinilega ekki jafn mikið og ég héllt að ég gerði, þrátt fyrir stóru STÓRU gallana sem hún hefur, var hún góð afþreying og ótrúlega flott og fyndinn en ég held að ég sé nálægt því að geta tekið hana í sátt...en það er einhver spölur í það.