Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Flashdance er ein af þessum dansmyndum sem voru svo vinsælar í byrjun 9. áratugarins. Ég man að ég sá þessa mynd í bíó sem unglingur, og fannst hún þá æði. Síðan sá ég hana á Sítt-að-aftan-helginni sem Filmundur stóð yfir sumarið 2001, og fannst hún fölna eilítið þá, þó ekkert svo afskaplega mikið.
Þetta er jú alveg stórskemmtileg eighties-mynd með ágætri tónlist Giorgio Moroder. Söguþráðurinn er kannski hálf óraunsær: Unglingsstúlkan Alex Owens vinnur við logsuðu (!) en vinnur einnig aukavinnu sem hálfgerður súludansari (án súlu þó) á sóðalegri knæpu. Hún á sér þann draum að verða ballettdansmær, en er þó orðin 18 ára og hefur aldrei lært dans. Svo á hún í hálfótrúverðugu ástarsambandi við yfirmann sinn. Hmmm.
En það sem gerir þessa mynd skemmtilega er tónlistin og dansarnir, sem eru, þrátt fyrir að vera hálfhallærislegir, þrælsvalir. Sérstaklega dansinn síðast í myndinni.
Jennifer Beals stóð sig bara nokkuð bærilega í þessari mynd. Hvar er hún nú???
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Joe Eszterhas, Thomas Hedley Jr.
Framleiðandi
Paramount Home Video
Aldur USA:
R