Náðu í appið
Öllum leyfð

Flashdance 1983

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Something happens when she hears the music...it's her freedom. It's her fire. It's her life.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Alex Owens er algjör orkubolti. Hún vinnur í stálverksmiðju á daginn, en starfar við nektardans á kvöldin. Draumur hennar er að komast í alvöru dansskóla, og með stuðningi yfirmanns hennar og kærasta, þá gæti það tekist.

Aðalleikarar


Flashdance er ein af þessum dansmyndum sem voru svo vinsælar í byrjun 9. áratugarins. Ég man að ég sá þessa mynd í bíó sem unglingur, og fannst hún þá æði. Síðan sá ég hana á Sítt-að-aftan-helginni sem Filmundur stóð yfir sumarið 2001, og fannst hún fölna eilítið þá, þó ekkert svo afskaplega mikið.

Þetta er jú alveg stórskemmtileg eighties-mynd með ágætri tónlist Giorgio Moroder. Söguþráðurinn er kannski hálf óraunsær: Unglingsstúlkan Alex Owens vinnur við logsuðu (!) en vinnur einnig aukavinnu sem hálfgerður súludansari (án súlu þó) á sóðalegri knæpu. Hún á sér þann draum að verða ballettdansmær, en er þó orðin 18 ára og hefur aldrei lært dans. Svo á hún í hálfótrúverðugu ástarsambandi við yfirmann sinn. Hmmm.

En það sem gerir þessa mynd skemmtilega er tónlistin og dansarnir, sem eru, þrátt fyrir að vera hálfhallærislegir, þrælsvalir. Sérstaklega dansinn síðast í myndinni.

Jennifer Beals stóð sig bara nokkuð bærilega í þessari mynd. Hvar er hún nú???
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn