Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Proposal 2009

Frumsýnd: 29. júlí 2009

Here comes the bribe...

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Kanadíski yfirmaðurinn Margret (Sandra Bullock) fær aðstoðarmanninn sinn Andrew (Ryan Reynolds) til að giftast sér skyndilega til að öðlast bandarískan ríkisborgararétt svo hún verði ekki send aftur til heim. Þetta fréttist að sjálfsögðu fljótt og til að halda uppi þeirri ímynd um að þau séu par þurfa þau að eyða fleiri stundum saman en þau hefðu... Lesa meira

Kanadíski yfirmaðurinn Margret (Sandra Bullock) fær aðstoðarmanninn sinn Andrew (Ryan Reynolds) til að giftast sér skyndilega til að öðlast bandarískan ríkisborgararétt svo hún verði ekki send aftur til heim. Þetta fréttist að sjálfsögðu fljótt og til að halda uppi þeirri ímynd um að þau séu par þurfa þau að eyða fleiri stundum saman en þau hefðu viljað. Allt fer vissulega á annan endann og aldrei er að vita nema það sé alvöru hrifning til staðar á milli þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Ekki bara klisja!
Tilgangur með bíóferðum er oftast tvíþættur, annars vegar að meðtaka þann boðskap sem ræman inniheldur, og svo hins vegar einfaldlega bara að skemmta sér. The Proposal þjónar síðarnefnda atriðinu. Þótt myndin sé nánast algjör klisja út í gegn, þá lumar hún á sumu sem ekki er a.m.k. orðið alveg orðið ´'snjáð' af ofnotkun. T.d. það að sýna hreinan 'OPisma' á vinnustöðum (OP= office pretending), sem er algjör snilld í þessari mynd, þ.e. um leið og yfirmanneskjan fer fram hjá, þá eru allir svo önnum kafnir osfrv...
Craig T. Nelson fer líka á kostum, ásamt langflestum leikurunum, sem hafa væntanlega fengið þá dagskipun að leika 'alvarlega', því það er varla að maður sjái leikara brosa í myndinni, sem styrkir myndina í viðleitninni að fá áhorfandann til að brosa!
Sem sagt hér er alveg þokkaleg afþreying á ferðinni. Drífið ykkur í bíó!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vídeómynd sem Ryan reddar
Jæja, hversu margir kannast við þessa mynd? Karl og kona fyrst hata hvort annað, síðan upplifa breytingar í gegnum skrautlega og oftast ýkta atburðarás (einnig kemur fjölskylda einnar persónunnar oft mikið við sögu á þessu breytingaskeiði). Svo kemur hrifningin, örlítil melódramatík og áður en kreditlistinn rúllar er gefið til kynna að parið muni lifa hamingjusamt til æviloka. Þessi formúla er orðin svo hundgömul að orðið 'klisja' á ekki lengur við. Mynd eins og The Proposal fylgir þessum þræði "af því bara," enda gæti markhópnum ekki verið meira sama þótt hann þekki áfangastaðinn. Það er aðallega spurning hvort að ferðin þangað sé nógu skemmtileg eða ekki.

Sko, ef ég fengi að ráða þá myndi ég setja Ryan Reynolds í u.þ.b. 90% af þessum rómantísku gamanmyndum sem eru framleiddar á færibandi. Það er eitthvað svo ódauðlega sjarmerandi og viðkunnanlegt við hann (og ég segi þetta sem gagnkynhneigður maður). Kameran dáir hann og þar að auki nær hann alltaf að spinna líflega frasa úr lélegu handriti. Sandra Bullock (furðulega ungleg miðað við aldur) er í sjálfu sér fín en það er mestmegnis Reynolds sem nær að selja rómantíkina. En það sem aðallega böggaði mig við þessa mynd var kemistrían á milli þeirra, eða þó heldur skorturinn á slíkri. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að Bullock er heilum 12 árum eldri en Reynolds en aldrei fann ég fyrir því að þau tvö *ættu* að ná saman í lokin. Það er reyndar eitt atriði þar sem þau ná fullkomlega saman á skjánum, en kaldhæðnislega þá eru þau í góðri fjarlægð frá hvort öðru (Bullock liggur og talar í rúmi meðan Reynolds er hinum megin á gólfinu).

Húmor er líka mikilvægur í svona mynd, en sjálfum fannst mér The Proposal ekkert rosalega fyndin. Hún var skondin á köflum þótt ég hafi oftast bara hlegið að vitleysunni sem Reynolds stundum tautaði en án hans hefði þessi mynd getað farið beint á leigurnar. Myndin er samt troðfull af nógu vandræðalegum atriðum til að halda markhópnum í góðu skapi. Hún er augljóslega gerð sem "crowd pleaser" og mér sýndist hún ná því markmiði mjög vel ef eitthvað á að marka bíósalinn (85% konur) þegar ég sá hana.

The Proposal er einföld og hugguleg leið til að drepa 108 mínútur en ósköp lítið meira en það. Fyrir utan aðalleikaranna þá gef ég ræmunni plús fyrir leikarann sem lék Ramone. Hann var æðislegur í sínu litla (en afar fjölbreytta) hlutverki sem er einnig eitt besta "running gag" myndarinnar.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn