Náðu í appið
Öllum leyfð

27 Dresses 2008

Frumsýnd: 22. febrúar 2008

This January, always a bridesmaid, never a bride.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Jane (Katherine Heigl) byrjaði feril sinn sem brúðarmær þegar hún var lítil stelpa. Hún er hin fullkomna brúðarmær, passasöm, umhyggjusöm og setur þarfir annarra alltaf framyfir eigin þarfir. Við fullorðinsaldur hefur hún líka verið brúðarmær 27 sinnum en aldrei fengið að vera brúðurin. Það hjálpar ekki til að hún er bálskotin í yfirmanni sínum,... Lesa meira

Jane (Katherine Heigl) byrjaði feril sinn sem brúðarmær þegar hún var lítil stelpa. Hún er hin fullkomna brúðarmær, passasöm, umhyggjusöm og setur þarfir annarra alltaf framyfir eigin þarfir. Við fullorðinsaldur hefur hún líka verið brúðarmær 27 sinnum en aldrei fengið að vera brúðurin. Það hjálpar ekki til að hún er bálskotin í yfirmanni sínum, George (Edward Burns) sem sýnir henni engan áhuga. Loksins þegar Jane ætlar að játa ást sína fyrir George þarf hún að horfa upp á það þegar hann fellur fyrir systur hennar, Tess (Malin Akerman). Tess vinnur í Mílanó sem módel og ætlaði bara að heimsækja systur sína í stuttan tíma. Samband Tess og George er fljótt að þróast og það kemur að því að parið trúlofar sig, Jane til mikils hryllings. Og þá hefst undirbúningur brúðkaupsins. Jane stendur frammi fyrir því að verða brúðarmær í 28. skiptið og í þetta sinn horfa á eftir draumaprinsinum sínum giftast systur sinni. ... minna

Aðalleikarar

Fín mynd
Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og Katherine Heigl er frekar góð gaman leikona. Mynd þessi er mjög oft fyndin á köflum en samt mjög döpur að mínu mati.
Flestir leikaranir standa sig vel og James Marsden er mjög skemmtilegur í hlutverki
Kevins. Mæli með að fólk sjái þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Æðisleg mynd
Þessi mynd er óborganlega fyndinn gamanmynd sem kemur skemmtilega á óvart...
Hún fjallar um Jane sem er besta brúðarmær sem nokkur brúður getur óskað sér...Hún sér um allt kökuna, staðinn mátar meira að segja brúðarkjólana.

Jane er kona sem er alltaf með allt á hreinu fyrir brúðkaup, hún er hinn fullkomna brúðarmær sem allar brúður gætu hugsað sér...hún gerir allt fyrir þær..leggur meira að segja á sig að skipuleggja og vera í tveimur brúðkaupum sama kvöldið..Hún hefur tekið þátt og hjálpað til við 27 brúðkaup og þá allskonar brúðkaup og hún geymir alla kjólana sína..En hún hefur sjálf ekki gengið upp að altarinum en málið er svo að hún er yfir sig ástfanginn af yfirmanni sínum í vinnunni og búin að vera það í mörg ár og gerir allt fyrir hann en hefur ekki haft kjark til að segja honum hug sinn.
En nú vandast málið systir hennar er komin í heimsókn og stendur í vegi fyrir henni. Kynnist draumprinsinum hennar og hann fellur fyrir systir Jane..
Jane reynir að líta framhjá þessu þangað til að Bobby biður systir hennar að giftast sér..
Tess systir hennar biður hana að hjálpa sér að undirbúa brúðkaup sem á að halda eftir þrjár vikur..Þegar jane kemst að því að tess ætlar að stela draumabrúðkaupi hennar fýkur í hana og allt fer úr böndunumn...
í milli tíðinn kynnist Jane blaðmanninum Keith sem er að reyna að koma sér áfram í ferilnum sínum og ætlar að nota sögu jane til að komast á toppinn..en allt bregst og fer hann að fá tillfinningar fyrir Jane..myndin endar vel og kemur skemmtilegar á óvart, hun er frá höfundum devil wears Pravda sem var helvíti góð mynd og ekki er þessi síðri þetta er mynd sem mæli með fyrir unga sem aldna og sem allir eiga eftir að hafa gaman af...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn