Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dirty Dancing 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

First dance. First love. The time of your life.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Sagan gerist á sjöunda áratug síðustu aldar. Frances "Baby" Houseman, sæt pabbastelpa, fer með fjölskyldu sinni til sumardvalarstaðar við New York Catskill fjöll. Baby hefur alist upp við góð efni og allir búast við að hún fari í framhaldsskóla, og geri allt sem búist er við af góðum stelpum. Öllum að óvörum heillast Baby af danskennara í sumarfríinu,... Lesa meira

Sagan gerist á sjöunda áratug síðustu aldar. Frances "Baby" Houseman, sæt pabbastelpa, fer með fjölskyldu sinni til sumardvalarstaðar við New York Catskill fjöll. Baby hefur alist upp við góð efni og allir búast við að hún fari í framhaldsskóla, og geri allt sem búist er við af góðum stelpum. Öllum að óvörum heillast Baby af danskennara í sumarfríinu, Johnny, manni sem er með mjög ólíkan bakgrunn. Baby lýgur að föður sínum til að gera fengið pening til að borga fyrir ólöglega fóstureyðingu fyrir dansfélaga Johnnys (Johnny er ekki pabbinn ) Hún hleypur í skarðið fyrir dansfélagann og þau verða ástfangin. Þetta hrynur þó allt til grunna þegar dansfélagi Johnnys verður veik eftir fóstureyðinguna og Baby kallar á pabba sinn lækninn til að hjálpa til, og hann bjargar lífi stúlkunnar. Hann uppgötvar þarna hvað Baby hefur verið að gera í sumarfríinu og að hann hafi í raun fjármagnað hina ólöglegu fóstureyðingu. ... minna

Aðalleikarar


Dirty dancing er ein af skemmtilegustu myndum sem ég hef séð.´mér fannst hún það góð að ég er enn að hugsa um hana og dansarnir í henni eru flottir, tónlistinn skemmtileg og mjög skemmtilegur söguþráður. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla og sérstaklega stelpur eins og mig :D.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd.... góð stelpu mynd. Srórkostlegt kvikmynda undur síns samtíma en hefur týnst inn á milli annara góðra mynda. Nú á dögum er varla hægt að finna myndina á leigu en ég hvet allar stelpur sem finna myndina að sjá hana. Samansafn frábærra dansara, söngvara og góðra leikara.... topp mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn