Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

One Flew Over the Cuckoo's Nest 1975

Fannst ekki á veitum á Íslandi

If he's crazy, what does that make you?

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun. Jack Nicholson fyrir bestan leik í aðalhlutverki, Louise Fletcher fyrir bestan leik í aðalhlutverki, þá var myndin valin sú besta, og sömuleiðis leikstjórnin og handritið.

McMurphy heldur að hann geti sloppið frá því að vinna í fangelsinu, með því að þykjast vera geðveikur. Áætlun hans misheppnast þegar hann er sendur á geðsjúkrahús. Hann reynir að lífga upp á staðinn með því að fá vistmenn með sér í fjárhættuspil og spila körfubolta og alls kyns hluti aðra, en yfirhjúkrunarkonan Mrs. Ratched hefur horn í síðu... Lesa meira

McMurphy heldur að hann geti sloppið frá því að vinna í fangelsinu, með því að þykjast vera geðveikur. Áætlun hans misheppnast þegar hann er sendur á geðsjúkrahús. Hann reynir að lífga upp á staðinn með því að fá vistmenn með sér í fjárhættuspil og spila körfubolta og alls kyns hluti aðra, en yfirhjúkrunarkonan Mrs. Ratched hefur horn í síðu hans og fylgist vandlega með honum. ... minna

Aðalleikarar

Allt í lagi.
Ég er viss um að ég hefði elskað þessa mynd, en...
Þar sem að ég var svo heillaður af bókinni gat kvikmyndin auðvitað ekki staðist væntingar. Ég hefði mátt vita það. Þrátt fyrir að ég tók bókina með kvikmyndina í huga, jafnvel þótt að á kápu bókarinnar var mynd af Jack Nicholson, gat mér ekki líkað myndina eins vel og til mætti ætla, eftir lestur á bókinni.
Þetta var einfaldlega ekki sama upplifunin, ekki eins og ég hafði ímyndað mér hlutina, ekki eins og mér finnst að hlutirnir ættu að líta út.
Þá vaknar spurningin hvort að mér þætti ekki annað ef að atburðarásinn hefði verið á annan hátt. En sjálfsagt er þetta ekkert óalgeng vonbrigðis upplifun.
Það sem að mér þótti allra leiðinlegast var missirinn af sögumanninum, Indíánanum "Chief" Bromden. Það var einmitt af þessari ástæðu sem að Ken Kesey var ósamþykkur þessari kvikmynd. Sögumaðurinn skiptir nefnilega heilmiklu fyrir söguna sjálfa.
En jæja, myndin var þó góð, ég get ekki neitað því. Leikaravalið allt í lagi, yfir heildina litið. Jack Nicholson jú, ekkert nema stórkostlegur. Ég er alls ekki blindur á jákvæðu hliðarnar og vel meðvitaður afhverju kvikmyndin er svona vel metin. Engu að síður þá finnst mér bókin bara svo margfalt betri. Eitt má þó taka fram, að við lestur á bókinni þá sá ég alltaf fyrir mér Jack Nicholson þrátt fyrir að persónunni var líst örlítið öðruvísi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hæsta einkunn
One flew over the cuckoo's nest er snilldarverk Ken Kesey's en hann skrifaði handritið af eigin reynslu sem starfsmaður geðsjúkrahælis. Þarna má finna marga skrautlega karaktera eins og t.d Danny Devito, Josip Elic, William Duell, Dean Brooks ofl, en þeir dvelja á geðsjúkrahúsinu annaðhvort af frjálsum vilja eða þá að þeir hafi hreinlega verið settir þangað og geðsjúkrahúsið eða 'ward' eins og þeir kalla hana einkennist af ca 18 mönnum á deildinni sem eru rosalega mismunandi geðfatlaðir, ýmist dansandi, í spennitreyju, eða haldnir síþreytu ( Bancini) ,og svo þeir sem eru þarna af frjálsum vilja, þeir sem minna geðfatlaðir eru....eða kannski eitthvað allt annað en geðveikir.

Listræn, ljóðræn, þó ótrúlega fyndin og hjartnæm mynd, maður kynnist karöktunum náið og er farið að þykja vænt um að myndinni lokinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gaukshreiðrið er án efa á listanum yfir tíu bestu myndir sem ég hef séð. Hún hefur allt sem kvikmynd þarf,hún er fyndin,sorgleg,spennandi ofl. Maður að nafni Murphy (Jack Nicholson,As Good As It Gets,The Shining,Chinatown) er settur á geðveikrahælið því að þeir eru að gá hvort hann sé geðveikur. Þegar hann er kominn gerir hann allt vitlaust á hælinu og kennir hinum blótsyrði og er drekkandi áfengi. Hann hittir stórann og mállausan indíána hann verður vinur hans. Þegar hann kemst að því að allir hinir fyrir utan hann og indíánann eru í sjálfboði á hælinu. Þá hefur hann fengið nóg og ætlar að reyna að sleppa með vini sínum. Þessi mynd er bókstaflega ótrúlega mikil snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin One flew over the cuckoo´s nest er án efa ein af mínum uppáhalds myndum. Myndinn leikstýrir Milis Forman en hann hefur einnig leikstýrt Man on the moon, Amedus og Pepole vs. Larry Flint.

Þetta er held ég ein af tveimur myndum sem hefur unnið öll helstu óskarsverðlaunin. Jack Nicholson fékk verðskuldaða styttu fyrir túlkun sína á persónunni skemmtilegu McMurphy.

Lousie Fletcher fékk styttu fyrir leik í aukahlutverki kvenna, Miles Forman fyrir leikstjórn og svo einhver tvö önnur sem held að sé Handrit og leik í aukahlutverki karla.


Myndin fjallar um mann að nafni McMurphy sem er á geðsjúkrahúsi. Hann er ekkki geðveikur en lætur sem svo til að sleppa við fangelsisvist. Mynd gerist mest allan tímann innan múra geðsjúkrahúsinns og það sem gerist þar er oft á tíðum sprenghlægilegt.

Myndin er uppfull af gríðarlega skemtilegum og léttklikkuðum persónum ein og Martini sem Danny DeVito leikur, Harding, stóra, heyrnalausa og mállausa indíánanum, og svo hjúkkunni Mildred Ratched sem Lousie Fletcher leikur svo vel.


Þessi mynd innheldur hlægilegasta atriði sem ég hef séð, þar er þegar sjúklingarnir keppa við verðina í körfubolta. Þetta atriði er tærasta snilld og ég hef ekki hlegið jafn mikið að kvikmyndaatriði áður.


Myndin fær án efa 4 stjörnur a fjórum möguleikum fyrir að vera snilld!!

Þessi mynd er Gamandrama.Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Gaukshreiðrið eða One flew over the cuckoo´s nest er sannkölluð stórmynd enda hlaut hún sjö óskarsverðlaun árið 1975, þ.á.m. sem besta kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórnina, besta handritið og besta leik í aðalhlutverki í karla- og kvennaflokki. Hér er Jack Nicholson í einni af sínum fyrstu góðu myndum og er hann hreint frábær í sínu hlutverki sem uppreisnarmaðurinn á geðveikrahælinu. Louise Fletcher fer einnig á kostum í hlutverki sínu sem yfirhjúkrunarkonan sem mennirnir á hælinu gera að lokum uppreisn gegn. Stórmynd sem verðskuldar ekkert nema það allra besta. Ég gef henni því fjórar stjörnur og mæli með að þeir sem ekki hafa séð geri sér ferð út á næstu vídeóleigu og sjái þessa stórmynd Milos Forman sem er í mínum huga alveg hreint ómissandi fyrir alla þá sem hafa áhuga á gullmolum kvikmyndasögunnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn