Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tigerland er klárlega með betri myndum sem ég hef séð í háa herrans tíð. Leikstjóri myndarinnar er hinn misjafni Joel Schumacher sem hefur gert frábærar myndir á borð við The last boys, 8mm og Flatliners og svo hræðilegar myndir eins og Batman og Robin sem er vægast sagt hræðileg. Í stuttu máli fjallar Tigerland um unga hermenn sem eru í undirbúningsþjálfun fyrir Víetnam. Þjálfunin er mjög ströng og reynir verulega á andlegan og líkamlegan styrk hermannana. Leikararnir eru flestir ungir og óreyndir en standa sig engu að síður vel, sérstaklega þó Colin Farrell sem er hreint magnaður í hlutverki sínu sem Roland Bozz, einnig er myndatakan í hæðsta gæðaflokki. Myndin er frábrugðin flestum öðrum stríðsmyndum þar sem hún gerist eingöngu á undirbúningstímabilinu og er þess vegna ekki eins mikið um sprengjur, dráp og hávaða. Samt sem áður er myndin mjög dramatísk og spennandi frá upphafi til enda, og það sem betra er þá er hún alveg laus við óþarfa væmni og er alls ekki langdreginn eins og flest allar stríðsmyndir. ég ráðlegg öllum að sjá Tigerland.
Nokkuð sterkt drama sem skeður í þjálfunarbúðum ásem eru síðasta stopp áður en menn eru sendir til Nam. Colin Farrell er magnaður í aðalhlutverkinu og aðrir ungir leikarar standa sig ágætlega. Besta mynd Schumachers í fjölda ára nær upp góðri dramatískri spennu.
Það er sjaldan sem maður sér einhverja mynd sem kemur manni gjörsamlega á óvart. Maður er oftast búinn að lesa eitthvað um hana eða heyra. En um Tigerland var annað upp á bátnum. Þegar ég sá myndina uppi á hillu í videóleigunnni sagði ég við sjálfan mig að nú væriu Joel Schumacher endanlega búinn að missa flugið. En ég ákvað að gefa henni sjéns og sem betur fer, því Tigerland er óvæntasta skemmtun sem ég hef séð í langan tíma. Mjög þéttur og staðfastur söguþráðurinn, ásamt frábærum kaldhæðnislegum skotum frá hermönnunum hvorn á annan, heldur manni föstum upp við sjónvarpið allan tíman. Þessi rétt rúmlega 100 mín. mynd er alls ekki langdreginn og þótt hún sé í rauninni ekki um stríðið sjálft þá er þetta ágætis tilbreyting frá þessum venjulegu 100 sprengja og limlestinga myndum. (Ekki það að þær séu eitthvað lélegar...) Svo ég komi nú aftur að leikstjóranum, honum Joel Schumacher, þá verð ég að segja að hann er virkilega búinn að rífa sig upp úr Batman and Robin svaðinu og betur en það. Frábær myndatakan gefur myndinni raunsætt yfirbragð og minnir mann oft á tíðum á myndatökuna í Traffic og Dogma myndunum hans Lars von Trier. Og nú er bara að bíða eftir nýju myndunum hans og sjá hvort hann haldi ekki áfram að gera góða hluti. En í lokin langar mig aðeins að fjalla um leikaraliðið sem mér finnst standa sig með eindæmum vel. Colin Farrel sem leikur hin snjalla hermann Roland Bozz er ekki stærsta stjarnan í Hollywood, þrátt fyrir að hafa leikið í allnokkrum og sitthvað frægum myndum, en samt held ég að hann eigi eftir að láta til sín taka í heimi kvikmyndanna í framtíðinni. Hinir leikararnir gerðu góða hluti en það sem mér líkaði best við myndina var mjög sterkt handritið og sérlega flott myndataka. Ég ætla að láta það vera að segja frá öllum söguþræðinum það er skemmtilegra að bara leigja hana óafvitandi um hvað hún fjallar. En engu að síður stórgóð mynd.
Vietnam sápa sem lítur mjög sakleysislega út svona í videorekkanum í leigunni en kemur virkilega á óvart þegar maður byrjar að horfa. Engin Platoon eða Hamburger Hill en samt mjög góð. Leikararnir eru góðir í þéttri leikstjórn þar sem söguþráður, ádeila á herinn og tignun einstaklingseðlisins skiptir meira máli en tæknibrellur og hryllingur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ross Klavan, Michael McGruther
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VHS:
28. júní 2001