Gagnrýni eftir:
Save the Last Dance0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er mjög fín mynd. Ég myndi segja að þetta væri frekar dramatísk mynd þó að húmorinn vanti ekki. Í stuttu máli fjallar hún um stelpu sem hafði lengi stundað ballett, en missti áhugan eftir lát mömmu sinnar. Hún flyst til pabba síns, inn á heimili hans þar sem snyrtiaðstaðan er í lægsta stigi. Hún fer í nýjan skóla þar sem eru aðeins eru svertingjar og nær að aðlagast honum. Hún byrjar að dansa aftur og kemst yfir sorgina sem fylgdi dauða móður hennar. Mér finnst þetta vera mjög fín mynd og mæli eindregið með henni, þó meira fyrir yngri kynslóðina. Ég gef henni 3 1/2 stjörnu.
Life is Beautiful0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er frábær mynd allveg út í gegn. Hún fjallar um gyðing á tímum nasista sem nær að fela son syn í nasistabúðum. Faðirinn kemur því fyrir að sonurinn getur litið til baka til æskuára sinna með góðum minningum, jafnvel þótt að hann hafi lifað við hinar bagalegustu aðstæður sem komið hafa upp í mannkyninu til þessa. Þetta er frábær mynd og ef þú vilt sjá mynd sem skilur eitthvað eftir er þessi allveg tilvalin. Ég hika ekki við að gefa henni 4 stjörnur.
Tigerland0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er sjaldan sem maður sér einhverja mynd sem kemur manni gjörsamlega á óvart. Maður er oftast búinn að lesa eitthvað um hana eða heyra. En um Tigerland var annað upp á bátnum. Þegar ég sá myndina uppi á hillu í videóleigunnni sagði ég við sjálfan mig að nú væriu Joel Schumacher endanlega búinn að missa flugið. En ég ákvað að gefa henni sjéns og sem betur fer, því Tigerland er óvæntasta skemmtun sem ég hef séð í langan tíma. Mjög þéttur og staðfastur söguþráðurinn, ásamt frábærum kaldhæðnislegum skotum frá hermönnunum hvorn á annan, heldur manni föstum upp við sjónvarpið allan tíman. Þessi rétt rúmlega 100 mín. mynd er alls ekki langdreginn og þótt hún sé í rauninni ekki um stríðið sjálft þá er þetta ágætis tilbreyting frá þessum venjulegu 100 sprengja og limlestinga myndum. (Ekki það að þær séu eitthvað lélegar...) Svo ég komi nú aftur að leikstjóranum, honum Joel Schumacher, þá verð ég að segja að hann er virkilega búinn að rífa sig upp úr Batman and Robin svaðinu og betur en það. Frábær myndatakan gefur myndinni raunsætt yfirbragð og minnir mann oft á tíðum á myndatökuna í Traffic og Dogma myndunum hans Lars von Trier. Og nú er bara að bíða eftir nýju myndunum hans og sjá hvort hann haldi ekki áfram að gera góða hluti. En í lokin langar mig aðeins að fjalla um leikaraliðið sem mér finnst standa sig með eindæmum vel. Colin Farrel sem leikur hin snjalla hermann Roland Bozz er ekki stærsta stjarnan í Hollywood, þrátt fyrir að hafa leikið í allnokkrum og sitthvað frægum myndum, en samt held ég að hann eigi eftir að láta til sín taka í heimi kvikmyndanna í framtíðinni. Hinir leikararnir gerðu góða hluti en það sem mér líkaði best við myndina var mjög sterkt handritið og sérlega flott myndataka. Ég ætla að láta það vera að segja frá öllum söguþræðinum það er skemmtilegra að bara leigja hana óafvitandi um hvað hún fjallar. En engu að síður stórgóð mynd.

