Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Say Ti Isn't So er eiginlega í stuttu máli um konu og mann sem verða ástfangin en svo komast þau að þau eru systkini og fer þá hún frá honum. Kemst svo hann að því að hún er ekki systir hans heldur er mamma hennar og pabbi búin að finna hann sem er bróðir hennar en nú verður að einhvernveginn að fara og vinna hjarta hennar aftur því þetta er konan sem hann er ástfangin af og hann veit að þessi kona er sú rétta en nú kemst hann að því að hún er að fara að gifta sig öðrum manni en hvað getur hann gert til að koma í veg fyrir brúðkaupið já já hann þarf að fara yfir bandaríkin en hvað gerist nær hann að koma í veg fyrir brúðkaupið eða hvað gerist þegar hann fer í gegnum bandaríkin kemst hann í brúðkaupið á réttum tíma og margt, margt fleyra komist þið þegar þið sjáið þessa mynd.
Say it isn't so er ekki nein spes mynd og þvílíkt fyrirsjáanleg en sumt í henni er nokkuð fyndið. Orlando Jones fannst mér bestur í myndinni. Þessari er ekki hægt að mæla með.
Say It Isn't So er síður en svo stórvirki í gerð gamanmynda, en ekki alveg jafn skelfileg og margir vilja vera af láta. Gagnrýnendur um allan heim hafa tætt myndina í sig, og það er skiljanlegt þar sem efni hennar er ekki beint það sem kvikmyndagæðingar hafa smekk fyrir. En það er líka í lagi að vekja athygli á því sem er gott. Það sem er gott við Say It Isn't So er leikhópurinn. Þau vita að þau er ekki beint að fara með dýpstu eða best skrifuðu línur kvikmyndasögunnar, en þau eru með á nótunum og eru að þessu til að skemmta sér og öðrum. Chris Klein er mjög sjarmerandi leikari, og hann leikur aðalsöguhetjuna Gilly Noble á skemmtilegan hátt; hann er hið mesta ljúfmenni og verður aldrei reiður, sama hvað á dynur. Heather Graham er í fyrsta lagi gullfalleg og hún hefur þar að auki sýnt að hún er fínasta gamanleikkona (samanber Austin Powers 2). Sally Field, sú trausta eðalleikkona, sleppir sér alveg í vitleysislátunum og virðist skemmta sér stórvel, og það er víst að maður hlær að henni. Richard Jenkins í hlutverki eiginmannsins er jafnframt bráðfyndinn. Ekki má gleyma Orlando Jones, sem gerir meira úr frekar slappri persónu en margir aðrir hefðu gert. Ef fólk vill sjá smellinn hóp leikara er þessi mynd ágætis val. En því miður eru handrit, leikstjórn, söguþráður og hér um bil allt annað við myndina langt undir meðallagi. Myndin er runnin undar rifjum Farrelly-bræðra en leikstjórinn er J. B. Rogers, sem ég hef ekki heyrt um áður og vona að ég heyri sem minnst af í framtíðinni. Slöpp mynd sem á einhvern undraverðan hátt inniheldur traustan leik. C-mynd með A-leikurum.
Eins og sumir vita er þessi bíómynd runnin undan þeim sem skrifuðu Something about Mary og fleiri góðar myndir. Þegar ég ákvað að fara á þessa mynd bjóst við e-u í svipuðum dúr, e-u fyndnu og skemmtilegu. En sú varð ekki raunin. Vissulega er eitt og eitt atriði i þessari mynd sem fær mann til að skella upp úr, en ekki meira en svo. En myndin fjallar í grófum dráttum um fólk sem verður ástfangið, uppgötvar síðan skelfilegan hlut sem að neyðir þau til að slíta sambandinu, stelpan giftist næstum vonda kallinum, en í lokin kemur í ljós að allt er á misskilningi byggt og aðalparið tekur aftur saman. Lokaniðurstaða: Þessi mynd er ALLS ekki þess virði að borga 750 krónur fyrir!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$12.320.393
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
1. júní 2001
VHS:
9. janúar 2002